Frjáls verslun - 01.08.1973, Page 57
Patreksf jörður:
Afkoman
byggð á sjávarútvegi
íbúar á Patreksfirði eru nú
rétt tæplega 1000 að sögn Jóns
Baldvinssonar sveitarstjóra
kauptúnsins. Byggðarlagið
byggir afkomu sína á fiskiðnaði
eingöngu, og einu atvinnufyrir-
tækin þar eru tengd sjávarafla,
beint eða óbeint.
Frá Patreksfirði eru gerðir út
8 bátar 100 lesta og þar yfir og
auk þess fjöldi af trillum. Tvö
frystihús eru starfandi þar,
Frystihúsið Skjöldur h. tf. og
Hraðfrystihús Patreksfjarðar h.
f., sem bæði eru í einkaeign.
Þar eru 2 saltfiskverkunarstöðv-
ar, 2 vélaverkstæði og 5 tré-
smíðaverkstæði. Atvinna er þar
næg og mikill hörgull á vinnu-
krafti í öllum greinum.
Á þessu ári voru teknar í
notkun 6 íbúðir í nýjum verka-
mannabústöðum sem byggðir
hafa verið á Patreksfirði og auk
þess eru þar í byggingu 14 ein-
býlishús sem flutt verður í á
árinu. Að sögn Jóns hefur hús-
næðisskorturinn háð vexti því
ekki hefur verið hægt að út-
vega fólki, sem viljað hefur
setjast að á Patreksfirði, hús-
næði. Hann sagði aði töluvert
væri um að fólk vildi koma
og setjast að, þar sem þarna
væri næg atvinna, og væri það
fólk aiis staðar að af landinu.
FRAMKVÆMDIR Á
VEGUM SVEITAR-
FÉLAGSINS.
Á i’egum sveitarfélagsins hef-
ur í ár verið mikið unnið að hol-
Jón Baldvinsson,
sveitarstjóri á Patreksfirði.
ræsa- og vatnslögnum i nýtt
íbúðarhverfi, en þar verður und-
irbúið hverfi fyrir 54 einbýlis-
hús, 10 raðhús og 2 fjölbýlishús,
se :n gort er ráð fyrir að öll verði
byggð á næstu 8 árurn. Þá verð-
ur í sumar endurbyggð smá-
bátabryggja á Patreksfirði, og
sagli Jón að næsta stórátak i
hafnarmálum þar yrði dýpkun
hafnarinnar og lagning þekju á
hafskipabryggjunni, og vonast
hann og aðrir Patreksfirðingar
til að það verði gert á næsta ári.
í hitteðfyrra var lögð þekja á
fiskibátabakkann við höfnina.
Af öðrum framkvæmdum
sveitarfélagsins má nefna að í
sumar voru sett upp hreinsi-
tæki í sundlaug staðarins og
unnið við byggingu félags-
heimilis en 1. áfangi þess húss
var steyptur í fyrra. Þá verður
að öllum líkindum byrjað á
grunni nýrrar læknamiðstöðvar
í haust, en á Patreksfirði á að
rísa læknamiðstöð sem þjóna
mun allri Vestur-Barðastrandar-
sýslu. Verði fjárveiting til þeirr-
ar framkvæmdar nægileg ætti
það hús að verða tilbúið eftir
um það bil 2% ár. Fyrirhuguð
er bygging gagnfræðaskóla á
Patreksfirði, en hann hefur til
þessa verið í húsi barnaskólans
sem orðið er yfirfullt, og einnig
bygging nýrrar slökkvistöðvar.
Verið er að vinna að teikningum
fyrir bæði þessi hús.
Samgöngur á landi kvað Jón
slæmar yfir veturinn, því nokkr-
ir hálsar á veginum til bæjarins
tepptust fljótt í snjóum. Hann
kvað það álit kunnugra manna,
sem þekkingu hefðu á, að ekki
þyrfti stórt átak til að bæta
þessa vegi þannig að þeir héld-
ust bctur opnir. Samgöngur í
lofti kvað hann hins vegar góð-
ar, því flogið er til Patreksfjarð-
ar þrisvar í viku allan ársins
hring. Hann sagði að það væri
áreiðanlega grundvöllur fyrir
að fjölga þeim ferðum, því um-
ferð væri mikil um flugvöllinn,
enda er þetta bezti flugvöllur á
Vesturlandi og hefur tvær flug-
brautir og flugstöðvarhús.
ÍSLENZK FVRIRTÆKI ’73
Er stærsta vihskipta- og fyrirtækjaskrá
landsins.
Gefur víðtækustu upplýsingar um íslenzk
fyrirtæki
tJtgefandi Frjálst framtak hf.
FV 8 1973
57