Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Síða 57

Frjáls verslun - 01.08.1973, Síða 57
Patreksf jörður: Afkoman byggð á sjávarútvegi íbúar á Patreksfirði eru nú rétt tæplega 1000 að sögn Jóns Baldvinssonar sveitarstjóra kauptúnsins. Byggðarlagið byggir afkomu sína á fiskiðnaði eingöngu, og einu atvinnufyrir- tækin þar eru tengd sjávarafla, beint eða óbeint. Frá Patreksfirði eru gerðir út 8 bátar 100 lesta og þar yfir og auk þess fjöldi af trillum. Tvö frystihús eru starfandi þar, Frystihúsið Skjöldur h. tf. og Hraðfrystihús Patreksfjarðar h. f., sem bæði eru í einkaeign. Þar eru 2 saltfiskverkunarstöðv- ar, 2 vélaverkstæði og 5 tré- smíðaverkstæði. Atvinna er þar næg og mikill hörgull á vinnu- krafti í öllum greinum. Á þessu ári voru teknar í notkun 6 íbúðir í nýjum verka- mannabústöðum sem byggðir hafa verið á Patreksfirði og auk þess eru þar í byggingu 14 ein- býlishús sem flutt verður í á árinu. Að sögn Jóns hefur hús- næðisskorturinn háð vexti því ekki hefur verið hægt að út- vega fólki, sem viljað hefur setjast að á Patreksfirði, hús- næði. Hann sagði aði töluvert væri um að fólk vildi koma og setjast að, þar sem þarna væri næg atvinna, og væri það fólk aiis staðar að af landinu. FRAMKVÆMDIR Á VEGUM SVEITAR- FÉLAGSINS. Á i’egum sveitarfélagsins hef- ur í ár verið mikið unnið að hol- Jón Baldvinsson, sveitarstjóri á Patreksfirði. ræsa- og vatnslögnum i nýtt íbúðarhverfi, en þar verður und- irbúið hverfi fyrir 54 einbýlis- hús, 10 raðhús og 2 fjölbýlishús, se :n gort er ráð fyrir að öll verði byggð á næstu 8 árurn. Þá verð- ur í sumar endurbyggð smá- bátabryggja á Patreksfirði, og sagli Jón að næsta stórátak i hafnarmálum þar yrði dýpkun hafnarinnar og lagning þekju á hafskipabryggjunni, og vonast hann og aðrir Patreksfirðingar til að það verði gert á næsta ári. í hitteðfyrra var lögð þekja á fiskibátabakkann við höfnina. Af öðrum framkvæmdum sveitarfélagsins má nefna að í sumar voru sett upp hreinsi- tæki í sundlaug staðarins og unnið við byggingu félags- heimilis en 1. áfangi þess húss var steyptur í fyrra. Þá verður að öllum líkindum byrjað á grunni nýrrar læknamiðstöðvar í haust, en á Patreksfirði á að rísa læknamiðstöð sem þjóna mun allri Vestur-Barðastrandar- sýslu. Verði fjárveiting til þeirr- ar framkvæmdar nægileg ætti það hús að verða tilbúið eftir um það bil 2% ár. Fyrirhuguð er bygging gagnfræðaskóla á Patreksfirði, en hann hefur til þessa verið í húsi barnaskólans sem orðið er yfirfullt, og einnig bygging nýrrar slökkvistöðvar. Verið er að vinna að teikningum fyrir bæði þessi hús. Samgöngur á landi kvað Jón slæmar yfir veturinn, því nokkr- ir hálsar á veginum til bæjarins tepptust fljótt í snjóum. Hann kvað það álit kunnugra manna, sem þekkingu hefðu á, að ekki þyrfti stórt átak til að bæta þessa vegi þannig að þeir héld- ust bctur opnir. Samgöngur í lofti kvað hann hins vegar góð- ar, því flogið er til Patreksfjarð- ar þrisvar í viku allan ársins hring. Hann sagði að það væri áreiðanlega grundvöllur fyrir að fjölga þeim ferðum, því um- ferð væri mikil um flugvöllinn, enda er þetta bezti flugvöllur á Vesturlandi og hefur tvær flug- brautir og flugstöðvarhús. ÍSLENZK FVRIRTÆKI ’73 Er stærsta vihskipta- og fyrirtækjaskrá landsins. Gefur víðtækustu upplýsingar um íslenzk fyrirtæki tJtgefandi Frjálst framtak hf. FV 8 1973 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.