Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1973, Síða 71

Frjáls verslun - 01.08.1973, Síða 71
Jéhann Ágústsson, starfsmannastjóri Landsbankans; Nálægð Austurstrætis við höfnina gefur götunni „sjarma” Jóhann Ágústsson starfs- mannast.ióri Landsbanka Is- lands er miðbæjarbarn, ef svo má að orði komast. Hann hefur starfað við Landsbanka íslands síðan 1949, oftast í Austurstræti u.tan þeirra ára er hann var bókari og síðar úti- bússtjóri á Laugavegi 77. Hann er fæddur rétt við Laugaveg- inn og alinn þar upp og báðir afar hans áttu hús við Lauga- veginn. Enda finnst honum, ef hann bregður sér út fyrir land- steinana, hann ekki vera kom- inn heim fyrr en hann er kom- inn niður á Laugaveg og í Austurstræti. Hann hefur nú skrifstofu á efstu hæð Lands- bankahússins við Austurstræti.. Jóhann sagðist vera afar ánægður með lokun götunnar fyrir bílaumferð, þó finnst honum að borgin hafi enn ekki gert nægar úrbætur varðandi bílastæði og aðkeyrslu að mið- bæ.iarkjarnanum til að viðun- andi geti talizt og er hann hræddur um að ef ekki verður að gert muni sala í verzlunum detta niður þegar mesta nýja- brumið er farið af þessari fram- kvæmd. Að hans áliti verður sjálf gatan mun skemmti- legri, hávaðinn færist burtu og þarna myndast griðland göngumanna. Margir hafa hingað til metið það mikils að ganga niður að höfn þar sem hægt er að vera óáreittur í svo mikiili nálægð við umferðjna. FÓLKIÐ FARI í STÆTÓ í Landsbankanum vinna ná- lægt 200 manns. Við spurðum Jóhann hvort þetta fólk stuðl- aði ekki, ásamt öðru starfsfólki við götuna, að enn meiri vanda varðandi bílastæði en vera þyrfti með því að koma á einkabílum til vinnu. Hann við- urkenndi að svo væri, og nefndi dæmi því til sönnunar um mann sem vinnur í þankanum og býr vestur á Melum. Hann hefur oft, eftir að hafa ekið um bæ- inn í leit að stæði, þurft að leggja bíl sínum vestur við Þjóðminjasafn. Sjá allir hversu mikið hagkvæmara það væri fyrir manninn sjálfan og aðra borgarþúa ef hann hefði tekið stræLisvagn á næsta horni við heimili sitt, sem stanzar svo um 100 m frá Landsbankanum. Sagðist Jóhann álíta að það myndi þera góðan árangur ef borgaryfirvöld hæfu áróðurs- ferð og hvettu fólk sem vinnur í miðbænum til að skilja bif- reiðar sínar eftir heima og nota strætisvagnana. ELDRA FÓLKIÐ KEMUR í AÐALBANKANN Landsbanki íslands rekur nú 6 útibú í Reykjavík og fer starfsemi þeirra sívaxandi. Sagði Jóhann að það væri aðal- lega eldra fólk sem heldur vildi fara niður í aðalbanka með viðskipti sín, yngra fólk og fyrirtæki utan miðbæjarins kysu fremur að verzla og eiga sín viðskipti þar sem aðgangur væri greiðari og bílastæði næg. Með gjaldeyrisviðskipti verður þó að sækja í aðalbankann eða Múlaútibú Landsbankans. Landsbanki Islands var stofn- aður 1885 og hafa mörg elztu fyrirtæki landsins haft við- skipti sín við bankann frá upp- hafi, þó mörg þeirra hafi flutzt í útibúin. Jóhann sagðist nýlega hafa verið að skoða útlit gamla miðbæjarkjarnans, frá Lauga- vegi og niður úr, og undrazt með sjálfum sér hversu lítið í raun og veru hefði breytzt síð- ustu 20—30 árin og hve mikið stæði af þeim húsum sem hann myndi eftir frá því hann var barn. Honum finnst bað alveg nauðsynlegt að eitthvað af bess- um gömlu húsum fái að standa, þó ekki sé sanngjarnt að láta þau í öllu standa í vegi fyrir ný.jungum. Jóhann Ágústsson, starfsmannastjóri Landsbankans. FV 8 1973 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.