Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 15
Verzlunarráð íslands Drög að reglugerð ffyrir Kaupþing ísiands Verzlunarráð íslands hefur nú gert drög að reglugerð fyrir Kaupþing íslands, en sam- samkvæmt lögum um Seðla- banka íslands gengst hann fyr- ir stofnun og rekstri ka'up- þings. Tilgangur Kaupþings ís- lands er að vinna að því, að á komist skipuleg verðbréfa- viðskipti hérlendis. í því skyni skulu á kaupþingi seld og keypt verðbréf, svo sem vaxtabréf og hlutabréf, og gengi þeirra skráð. í drögum að reglugerð- inni segir, að kaupþings- fundir skulu háðir á tiltekn- um dögum, eigi sjaldnar en vikulega, og á þeim stað og tíma, sem stjórn kaupþingsins ákveður og birtir opinberlega. Sá einn getur orðið kaup- þingsaðili, sem til þess hefur fengið leyfi stjórnar kaup- þingsins. Kaupþingsaðilar geta orðið einstaklingar, stofnanir og félög. Til þess, að einstak- lingur geti fengið kaupþingsað- ildarleyfi þarf hann að upp- fylla viss skilyrði s. s. vera lögráða, vera íslenzkur ríkis- borgari, hafa forræði á búi sínu og hafa menntun eða reynslu í bankastarfsemi, eða verðbréfaviðskiptum, sem stjórn kaupþingsins tekur gilda. I drögunum segir ennfrem- ur: Að því er tekur til stofn- ana og félaga, geta aðeins ís- lenzkar stofnanir og félög, skráð hér á landi, orðið kaup- þingsaðilar. Skulu umboðs- menn þeirra, er viðskipti eiga á kaupþinginu, vera háðir sömu skilyrðum og áður grein- ir um einstaklinga, enda séu þeir samþykkir af kaupþings- stjórn. Kaupþingsaðili skal setja veð, sem stjórn kaupþingsins tekur gilt til tryggingar efnd- um skyldum þeim, sem honum ber að uppfylla í viðskiptum sínum. Til þess að einstaklingur geti fengið kaupþingsleyfi, þarf að undirrita drengskapar- yfirlýsingu, þess efnis, að hann skuli eftir beztu samvizku rækja störf þau, er umbjóð- endur hans fela honum, og hlýta í einu og öllu ákvæðum reglugerðar og annarra reglna kaupþingsins og kaupþings- stjórnar. Þegar félag eða stofnun hefur fengið kaup- þingsaðild þurfa umboðsmenn þeirra á kaupþinginu að und- irrita sams konar yfirlýsingu. Um tekjur kaupþings, við- skiptahætti og efndir segir m. a. í reglugerðinni: Tekjur kaupþings skulu vera eftirfar- andi: Stjórn kaupþingsins skal heimilt að ákveða skráningar- gjald kaupþingsaðila, sem skal greiðast áður en kaupþingsað- ili hefur starf sitt. Kaup- og sölulaun kaupþingsaðila skulu vera 2% af söluverði verð- bréfa, þó aldrei lægri en á- kveðið lágmarksgjald, er kaup- þingsstjórn ákveður. Fjórðungur kaup- og sölu- launa skal renna til kaupþings- ins til að standa undir rekst- urskostnaði þess. Skulu kaup- þingsaðilar gera upp við kaup- þingið ársfjórðungslega, í síð- asta lagi á 45. degi eftir lok síðasta kaupþingsfundar í hverjum ársfjórðungi. Halli af rekstri kaupþings skal jafnaður með láni frá Seðlabanka íslands að þörfum. Stjórn kaupþingsins skal í sérstakri kaupþingssamþykkt skýra, hvernig haga skuli við- skiptum á kaupþingsfundum. Kaupþingsaðilar þurfa að halda viðskiptamannabók, þar sem þeir eiga að skrá við- skipti sín á kaupþingi. Á þar að taka fram, nafn viðskipta- vinar, og hver einstök við- skipti við hann, söluverð við- komandi verðbréfa og kaup- þóknun og söluþóknun. Þá stendur í drögunum, að færsla viðskiptamannabókhalds megi aldrei vera meira en sjö dagá á eftir tímanum, Kaupþingsaðilum er leyfi- legt að auglýsa kaupþingsaðild sína, skrifstofust.að, skrifstofu- tíma og síma, én önnur sölu- starfsemi skal háð reglum kaupþingsstjórnar. Jöfnun kaup- og sölutilboða utan kaupþingsins á verðbréfum, sem þar eru skráð, skal háð reglum kaupþingsstjórnar. Kaupandi skal sækja hið keypta til kaupþingsaðila, sé ekki um annað samið. Ef seljandi er hindraður við afhendingu hins selda af póstsamgöngum, eða öðrum svipuðum annmörkum, má hann þá með samþykki kaup- anda afhenda honum fráselj- anleg kaupskírteini fyrir hinu selda, sem gilda skulu, þar til afhending hefur farið fram. Dragist afhending lengur en 14 daga frá kaupdegi, getur kaupandinn krafizt 1% drátt- arvaxta fyrir hvern mánuð, eða brot úr mánuði, er líður frá því að kaupin voru gerð. Ennfremur má kaupandi rifta kaupunum, dragist afhending- in lengur en 14 daga. f lok draganna segir um skuldafréf: Við kaup og sölu hlutabréfa telst hvers konar arður, sem ekki er fallinn í gjalddaga á söludegi, innifalinn í kaup- verðinu, nema skýrt hafi verið frá því við kaupgengisskrán- ingu, áður en sala fór fram, að sölutilboð gildi fyrir hluta- bréf að frádregnum væntan- legum auði. Við kaun og sölu skulda- bréfa skal auk kaupverða greiða vexti, sem eiga að hafa fallið til í-eikningsskiiadags, en eru ekki enn í gjalddaga falln- ir. Verðbréf skulu afhent í full- komnu lagi. Skal kaupþings- aðili ábyrgjast, að öll fram- söl á bréfinu séu gild. Útgjöld vegna framsals til umbjóðandi kaupanda eru kaupþingsaðila óviðkomandi. Kaupþingsstjórn sker úr um afhendingu verð- bréfs. FV 10 1973 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.