Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 59
Ef skipið skilar hagnaði eru möguleikar á að afskrifa á móti þeim hagnaði geysilega miklir. Síðan koma aftur heimildirnar til þess að selja þessar eignir án þes að hagnaðurinn, sem þarna myndast, verði raunverulega nokkurn tíma skattlagður. Mismunurinn að þessu leyti á milli atvinnugreina er raunverulegur og geysimikill. Ástandið er ekki eins hjá ýmsum öðrum grein- um eins og verzlun og tryggingafélögum, sem nota lítið af fyrnanlegum eignum. Hjörtur: Það er furðulegt, að skrifstofuhús- næði, sem svo sannarlega er rekstrarlegt tæki, skuli lúta reglum um lægri afskriftir en aðrar eienir. Við síðustu lagasetningu gátu afskriftir náð 60% á 3 árum af tækjum, en fóru niður í 48%. í tilefni af því, sem fram hefur komið um misræmi afskrifta og tekna í hinu mis- munandi rekstrarformi, þykir mér rétt að benda sérstaldega á það. að pólitískar aðgerðir, sem felast í verðlagsákvæðum og því, að sala á vörubirgðum má aldrei fara fram á endurkaups- verði. — það má aldrei endurmeta lagerinn, — fer alveg óskaplega illa með fjármagn verzlun- arinnar. Þetta er svo alvarleg staðrevnd, að verzlunin getur engan veginn endurnýjað fjár- magn sitt. Þetta sýnir. að ástandið er mjög mismun' ndi eftir því af hvaða tegund atvinnu- rekstu"'rm er. (iníW >dur: Svnna mismunur gildir lika um nðstöi'neinldið bví að þar er mismunandi hlut- falMala lögð til grundvaliar. Annar galli er sá, rð jrmhí imt er e1'tir á af kostnaðarliðum ársins á undan. Þá eetur seneið allt öðru vísi hiá fvr- i”tæk'nn n» því er full ástæða að færa þetta í steðgreiðsluhorf. Ég áb’t þetta iíka galia á skattheimtu hjá ei*-wtahJinpum. EðliJegra væri. að menn greiddu ákveðna prósentu til ríkisins af þeim tekjum, sem þeir fá á viku eða mánuði. Það er mjög brevtiJegt hiá mönnum, hvað þeir fara mikið unp eða niður í tekjum frá einu ári til annars. jHi'ip 11 ■i—amMBB———n——————i———— FV: Hvað er skattheimta stór hlut- fallslega af tekjum hér miðað við það sem gerist annars staðar. Hvað gæti talizt eðlilegt mark? -Tón: Ég hef tölur um þetta frá nokkrum ná- grannalöndnm okkar frá árinu 1970. Teknar sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu voru heildarskatttekiur hins opinbera, bæði ríkis og sveitarféiaga, 35% í Danmörku, 40,8% í Nnr- egi. 40,9% í Svíþjóð, 38% í Bretlandi og 30% á íslandi. Hlutur beinna skatta í heildarskatt- tekjum í þessum iöndum var þannig: 50.1% í Danmörku, 53.4% í Noregi, 69,9% í Svíþjóð, 56.6% í BretJandi og 30% hér. Þannig er verulegur munur á hlut beinu skatt- anna, hvað þeir eru miklu minni hér en í öllum þessum nágrannalöndum. Stærsta atriðið í því sambandi eru tollar. Tolitekjur eru að miklu leyti horfnar sem umtalsverður tekjuliður í Guðnrundur: Annar galli er sá, að innheimt er eftir á af kostnaðarliðum ársins á undan. Þá getur gengið allt öðru vísi hjá fyrirtækinu og því er full ástæða að færa þetta í staðgreiðslu- horf. þessum nágrannalöndum, en hér eru þær ein helzta tekjuöflunarleiðin eins og við vitum, þó að tollar séu að vísu lækkandi samkvæmt samn- ingum okkar við EFTA og EBE, Það er æski- legt, að þessi samanburður komi fram. Þegar talað er um lækkun beinna skatta eða hlut- falls þeirra í heildartekjuöfluninni, þurfa menn að hafa hugfast, að þarna er verulegur mis- munur milli okkar og nágrannaþjóðanna. Sú óánægja, sem komið hefur upp út af beinu sköttunum, verður ekki reist á sömu forsendum hér og í þessum löndum sé litið á málið alveg hlutlægt. Það er augljóst. Hjörtur: Eru ekki afskriftarreglur allt aðrar í þessum lShdum en hér hjá okkur? Jón: Nei. Þar er ekki verulegur munur á. Ef borið er saman við Danmörku er ekki fjarri, að þessar reglur séu í stórum dráttum þær sömu. Hjörtur: í Noregi er þetta þó öðruvísi. Jón: Já. Þar eru svolítið öðruvísi reglur, en sé litið á skattkjörin almennt er ekki ástæða til að ætla, að munurinn sé verulegur. í einstök- um þáttum standa útlend fyrirtæki þó betur að vígi, eins og varðandi tollana. íslenzkur iðnaður getur t. d. kvartað undan tolli á iðnaðarvélum, sem ekki tíðkast á sams konar búnaði í þessum nágrannalöndum. En í sjálfu tekjuskattskerfinu tel ég að sé ekki umtalsverður munur. Guðmundur: Tölurnar, sem Jón nefndi áðan, eru eflaust réttar. Allan sjöunda áratuginn var hlutfallið um 30% en einmitt 1972 hafði það hækkað í 33,5% og sömuleiðis hækkuðu beinu skattarnir með breytingu á hlutverkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt þessu eru beinir skattar tiltölu- lega lítill hluti af heildarinnheimtu, en ég vil benda á það, sem ég sagði áður, að það þarf að sækja krónuna ansi langt niður í tekjustig- ann til einstaklinganna. Skattabyrðin lendir líka á tiltölulega fámennum hóp skattgreiðenda, þeg- ar fyrirtækin bera ekki stærri hluta af kök- unni. Óánægja með skattakerfið hérlendis er því FV 10 1973 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.