Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 44
stríð, sýna langtímameðaltöl, að
bæði þjóðarframleiðsla í heild
og á mann reiknað hefur farið
vaxandi. Þetta gildir í enn rík-
ara mæli um þjóðartekjur í
heild og jafnað niður á íbúa.
Þetta er vegna þess, að þróun
viðskiptakjara hefur verið hag-
stæð og dregið hefur úr fólks-
fjölgun.
Á áratugnum 1951—1960
jókst þjóðarframleiðslan á ári
að jafnaði um 4% , en á ára-
tugnum 1961—1970 um 4,5%
að jafnaði. Þjóðarframleiðsla
á mann jókst fyrri áratuginn
alls um 250%, en um 32% þann
síðari. Þjóðartekjur á mann
jukust um 27% fyrri áratuginn,
en um 44% þann síðari.
Ekki er annað að sjá en sömu
tilhneigingar í vaxtarátt gæti
þau ár, sem af eru 8. áratugn-
um.
Niðurlag.
Ekki er með einföldum hætti
unnt að fullyrða, hvort þjóðar-
tekjur á mann muni fara vax-
andi eða minnkandi í framtíð-
inni. Hér hefur í grófum drátt-
um verið lýst, hvaða atriða taka
þarf tillit til í því sambandi.
Tölur eftirstríðsáranna benda
eindregið til þess, að hagvöxtur
á mann fari vaxandi, hvað sem
síðar verður.
Ég er reyndar þeirrar skoð-
unar, að margt bendi til þess,
að vaxtarbroddar séu fyrir
hendi um ófyrirsjáanlega fram-
tíð. í fyrsta lagi hefur dregið
úr fólksaukningu. í öðru lagi
eigum við langt í land með að
nýta okkur þekkta tækni og
orkulindir og að beita nýtízku-
legum stjórnunaraðferðum.
Ég tel það mikla svartsýni að
ætla, að við getum ekki tileink-
að okkur þekkingu og verk-
menningu í þeim mæli, að ekki
dragi úr hagvaxtaraukningu á
mann, reiknað næstu áratugi.
SPORTVÖRUVERZLUN !
SÉRFLOKKI
ALLAR VÖRUR TIL BOLTAÍÞRÓTTA
SENDUM í PÓSTKRÖFU
UM LAND ALLT
Hafnargötu 36 Keflavík
FRJÁL8 VERZLLN IVIEST SELDA TÍIVIARIT
LANDSINS
LALGAVEGI 178 SÍIUI 82300
44
PV 10 1973