Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 41

Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 41
Grcinar og aiðtöl Dr. Guðmundur IUagnússon, prófessor: * Eru Islendingar að verða margir? Sú kenning er ekki ný af nálinni, að fólksfjölgun geti farið fram úr aukningu þjóðar- framleiðslu (þjóðartekna). Fyrr á tímum var nízku mó'ður jarðar um kennt og takmarkað jarðnæði talið setja hagvexti og fólksfjölgun þröngar skorð- ur. Nú á tímum á kenningin aðallega við um þau þróunar- lönd, þar sem framfarir lækna- vísindanna og aðstoð í marg- víslegri mynd hafa orðið þess valdandi, að meðallífslengd hefur aukizt, en framleiðslan ekki að sama skapi. Þá hafa ný- lega verið leidd rök að því með rafreiknilíkönum, að hagvexti væru takmörk sett. Helzta til- efni þessarar greinar er þó það, að því hefur verið haldið fram á opinberum vettvangi hér a landi í tvígang á undanförnum 4—5 árum, að sennilega væru Islendingar að verða of margir í þeim skilningi, að hagvöxtur á mann hefði náð hámarki. Maltus og nauðþurfta- kenningin. Rétt áður en landfundirnir í Nýja heiminum kornust i gagn- ið var sú kenning ofarlega á baugi, að allur þorri fólks yrði að lifa á sultarmörkunum. Landrými var talið af skornum skammti og því yrði að yrkja æ lélegri jörð. Englendingur- inn Maltus hélt því fram í kringum 1800, að fólki mundi fjölga margfalt hraðar en þeim gæðum, sem til skiptanna væru, ef ekkert væri í veginum. Hins vegar mundi framleiðsluaukn- ingin setja fólksaukningunni skorður við sultarmörkin. Það, sem þessum spámönnum yfirsást, voru landfundirnir í Vesturheimi og tækniframfar- ir, sem margfölduðu afköst og og afrakstur. Hallæri á íslandi. í ritgerð, sem Hannes Finns- son, biskup, skrifaði árið 1793 „Um mannfækkun af hallærurn á íslandi" í rit „þess konung- lega lærdómslistarfélags“, kem- ur fram, að margir efuðust á þeim tíma um, að landið væri byggilegt. Segir hann á einum stað m. a.: ,,að þótt ísland sé hallærasamt, þá er það samt eigi óbyggjandi; þau góðu árin eru miklu fleiri en þau hörðu.“ Og á öðrum stað segir Hannes Finnsson: „Engin sveit hefur nokkurn tíma af hallæri lagst algerlega í eyði á íslandi, en eigi fáar þeirra af jarðeldi, og nokkrar af stórsóttum, svo aldregi hafa síðan byggst. f þau 919 ár, sem ísland hefur verið byggt, hafa komið 90 harðindaár, af hverjum helm- ingur að vísu hefur engu mann- falli valdið, en reiknast má, að tvisvar hafi markvert mann- fall af hallæri orðið, sem þó oftast eður ætíð af fleiri fædd- u.m hefur aftur náðst.“ Fyrir utan þá merkilegu heimildarsögu, sem ritgerð þessi geymir má lesa af skrif- um biskups, að menn hafi haft meiri áhyggjur af því, að fólki fækkaði of mikið af hallærum, jarðeldum og jarðskjálftum ein- stök ár, fremur en að landið gæti ekki brauðfætt fleiri að meðaltali (til langframa). Vesturfarar. Á næsta ári verður haldið upp á hundrað ára afmæli ís- lendingabyggðar í Kanada. Ekki er að efa, að margir hafa aðhyllzt þá skoðun hér á seinni hluta 19. aldar, að landið gæti ekki veitt öllum landsins börn- um bætt kjör. Kreppuárin. Ekki hef ég kannað skrif manna á kreppuárunum, en ekki kæmi mér á óvart, þótt kenningin um „hlutfallslega of- fjölgun“ hafi þá skotið upp kollinum. Atvinnuleysi var þá mikið um tíma og stjórnvöld virtust úrræðalaus. Síðustu ár. Kennin'gin um „hlutfallslega offjölgun11 hefur verið sett fram í tvígang á undanförnum árum. Fyrra sinnið var í sambandi við áfallaárin 1967—68, þegar fleiri fluttu úr landi en til landsins og atvinnuleysi var meira en þekkzt hafði um árabil. Síðara sinnið var á þessu ári, og má sennilega rekja hugmyndinn 1 þeirra takmarkana, sem auðæfi sjávarins umhverfis landið virðast setja lífskjörum þjóðar- innar, en afli margra fiskteg- unda hefur minnkað, þrátt fyrir aukna sókn. Hvað ræður mestu um liagvöxt? Þau atriði, sem mestu máli skipta varðandi vöxt þjóðar- tekna, (sem hér verða lagðar FV 10 1973 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.