Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 41
Grcinar og aiðtöl Dr. Guðmundur IUagnússon, prófessor: * Eru Islendingar að verða margir? Sú kenning er ekki ný af nálinni, að fólksfjölgun geti farið fram úr aukningu þjóðar- framleiðslu (þjóðartekna). Fyrr á tímum var nízku mó'ður jarðar um kennt og takmarkað jarðnæði talið setja hagvexti og fólksfjölgun þröngar skorð- ur. Nú á tímum á kenningin aðallega við um þau þróunar- lönd, þar sem framfarir lækna- vísindanna og aðstoð í marg- víslegri mynd hafa orðið þess valdandi, að meðallífslengd hefur aukizt, en framleiðslan ekki að sama skapi. Þá hafa ný- lega verið leidd rök að því með rafreiknilíkönum, að hagvexti væru takmörk sett. Helzta til- efni þessarar greinar er þó það, að því hefur verið haldið fram á opinberum vettvangi hér a landi í tvígang á undanförnum 4—5 árum, að sennilega væru Islendingar að verða of margir í þeim skilningi, að hagvöxtur á mann hefði náð hámarki. Maltus og nauðþurfta- kenningin. Rétt áður en landfundirnir í Nýja heiminum kornust i gagn- ið var sú kenning ofarlega á baugi, að allur þorri fólks yrði að lifa á sultarmörkunum. Landrými var talið af skornum skammti og því yrði að yrkja æ lélegri jörð. Englendingur- inn Maltus hélt því fram í kringum 1800, að fólki mundi fjölga margfalt hraðar en þeim gæðum, sem til skiptanna væru, ef ekkert væri í veginum. Hins vegar mundi framleiðsluaukn- ingin setja fólksaukningunni skorður við sultarmörkin. Það, sem þessum spámönnum yfirsást, voru landfundirnir í Vesturheimi og tækniframfar- ir, sem margfölduðu afköst og og afrakstur. Hallæri á íslandi. í ritgerð, sem Hannes Finns- son, biskup, skrifaði árið 1793 „Um mannfækkun af hallærurn á íslandi" í rit „þess konung- lega lærdómslistarfélags“, kem- ur fram, að margir efuðust á þeim tíma um, að landið væri byggilegt. Segir hann á einum stað m. a.: ,,að þótt ísland sé hallærasamt, þá er það samt eigi óbyggjandi; þau góðu árin eru miklu fleiri en þau hörðu.“ Og á öðrum stað segir Hannes Finnsson: „Engin sveit hefur nokkurn tíma af hallæri lagst algerlega í eyði á íslandi, en eigi fáar þeirra af jarðeldi, og nokkrar af stórsóttum, svo aldregi hafa síðan byggst. f þau 919 ár, sem ísland hefur verið byggt, hafa komið 90 harðindaár, af hverjum helm- ingur að vísu hefur engu mann- falli valdið, en reiknast má, að tvisvar hafi markvert mann- fall af hallæri orðið, sem þó oftast eður ætíð af fleiri fædd- u.m hefur aftur náðst.“ Fyrir utan þá merkilegu heimildarsögu, sem ritgerð þessi geymir má lesa af skrif- um biskups, að menn hafi haft meiri áhyggjur af því, að fólki fækkaði of mikið af hallærum, jarðeldum og jarðskjálftum ein- stök ár, fremur en að landið gæti ekki brauðfætt fleiri að meðaltali (til langframa). Vesturfarar. Á næsta ári verður haldið upp á hundrað ára afmæli ís- lendingabyggðar í Kanada. Ekki er að efa, að margir hafa aðhyllzt þá skoðun hér á seinni hluta 19. aldar, að landið gæti ekki veitt öllum landsins börn- um bætt kjör. Kreppuárin. Ekki hef ég kannað skrif manna á kreppuárunum, en ekki kæmi mér á óvart, þótt kenningin um „hlutfallslega of- fjölgun“ hafi þá skotið upp kollinum. Atvinnuleysi var þá mikið um tíma og stjórnvöld virtust úrræðalaus. Síðustu ár. Kennin'gin um „hlutfallslega offjölgun11 hefur verið sett fram í tvígang á undanförnum árum. Fyrra sinnið var í sambandi við áfallaárin 1967—68, þegar fleiri fluttu úr landi en til landsins og atvinnuleysi var meira en þekkzt hafði um árabil. Síðara sinnið var á þessu ári, og má sennilega rekja hugmyndinn 1 þeirra takmarkana, sem auðæfi sjávarins umhverfis landið virðast setja lífskjörum þjóðar- innar, en afli margra fiskteg- unda hefur minnkað, þrátt fyrir aukna sókn. Hvað ræður mestu um liagvöxt? Þau atriði, sem mestu máli skipta varðandi vöxt þjóðar- tekna, (sem hér verða lagðar FV 10 1973 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.