Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 97

Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 97
Þrír iðnaðarmenn, múrari, trésmiður og rafvirki voru að ræða málin í kaffistofu á vinnu- stað. Þeir fóru að rökræða, hver iðnin myndi nú vera elzt. — Auðvitað mín, sagði múr- arinn. — Það vorum við, sem reistum pýramídana. — Heyrðu mig nú, sagði tré- smiðurinn. Þá vorum við bún- ir að byggja turninn í Babýlon. — Heyr á endemi, sagði þá rafvirkinn. — Þegar Guð hafði skapað heiminn í upphafi, sagði hann: „Verði ljós“ og þá höfð- um við verið að draga í út um allar trissur. ★ — Gott kvöld, prófessor Braun. Við erum með glænýtt „show“ í kvöld^ Bíllinn varð benzínlaus á þjóðveginum og ökumaðurinn hraðaði sér heim á næsta bæ til að fá aðstoð. Hann kíkti inn um glugga næst útidyrunum og sá þá furðulega sýn. Um gólfteppið skreið húsmóðirin með grasklippur en húsbóndinn sat á stól á miðju gólfinu með riffil í fanginu. Dauðskelkaður hljóp bílstjór- inn lieim á næsta bæ og sagði frá því, sem hann hafði séð. — Er þetta snarvitlaust fólk? spurði hann. — Nei, nei, svaraði nágrann- inn. — Maðurinn er bara heyrn- arlaus. Konan hefur verið að segja lionum að fara út að sld en hann segist ekkert kæra sig nm það. þvi að hann ætli út á skytterí. ★ — Manstu þá tíð, þegar mað- ur gat fengið það fvrir tíkall sem maður var vanur að fá fyr- ir 50 aura? Það er hægt að skipta íbúum Moskvuborgar í tvo flokka, hina bjartsýnu og þá svart- sýnu. Bjartsýnismennirnir læra ensku en þeir svartsýnu kín versku. — í hvað á ég að fara í dag? — Eg skil nú ekki livaða lilut ærki ég gegni hér sem fyrirsæta. — Var einkaritarinn enn einu sinni að gefa þér undir fótinn, Sveinn Sveinsson? — Það var útilokað að koma henni fyrir í einum ramma. — Við höfum komizt að sam- komulagi um barnapössun við vinnukonuna okkar. Við pöss- um krakkana hennar tvö kvöld í viku. ★ — Mamma. Veiztu hvað er mikið remólaði í einni túbu? — Nei, vinurinn. — Þrír og hálfur metri. FV 10 1973 97

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.