Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 68
Tækninýjungar hjá IBM
Lítil fullkomin talva
Að undanförnu hefur mikið
verið ritað og rætt um tölvur,
ekki hvað minnst um „mini-
tölvur“. Svo vildi til að ný-
lega var blaðamanni F. V. boð-
ið til kynningar á IBM System
3 model 6 tölvu. Þá vaknaði á-
hugi hjá F. V. að kynna fyrir
lesendum blaðsins „Iitla tölvu“,
sem þó er „mjög stór“, og er
þá átt við afkastagetu.
Hvað langt orðið tölva nær
niður í reiknandi tækjum, verð-
ur ekki skilgreint hér, en sagt
frá tölvu, sem tekur við skip-
unum samkvæmt skrifaðri for-
skrift í RPG II forskriftarmáli,
geymir upplýsingarnar í minni
og vinnur mjög flókin verkefni.
IBM System/3 model 6 verð-
ur gerð hér að umtalsefni, enda
eru IBM S/3 kerfin mest út-
breidd í heiminum og er model
6 minnsta tölvan í því kerfi og
ódýrust. Er mánaðarleiga að-
eins frá kr. 85.000.
Þetta kerfi býður mjög mikla
möguleika bæöi viðskiptalegs
eðlis og tæknilegs. IBM S/3
model 6 tölvukerfi er samsett
úr mörgum einingum t. d. aðal-
vél með minni, seguldiskum,
prentara, spjaldalesara og gat
ara. Tölvukerfið má nota sjálf-
stætt, í tengslum við aðra
stærri tölvu eða sem miðstöð í
fjarskiptakerfi, þ. e. við S/3
model 6 má tengja ýmsar gerð-
ir af endastöðvum.
í aðalvélinni (Central Proces-
sing Unit) eru framkvæmdar
skipanir samkvæmt forriti, sem
geymt er í minni. Aðalvélin
stjórnar öllum öðrum tækjum
í kerfinu. Vélin er fáanleg með
3 minnisstærðum, 8k, 12k eða
16k (lk= 1000 bytes). Hraði
vélarinnar, svo kallaður „Cycle
time“ er mjög mikill eða 1.52
mikrósekúndur.
Á System/3 model 6 er mögu-
legt að hafa aðgang að 2.4,
4.9, 7.3 eða 9.8 milljón stöfum
af upplýsingum á seguldiskum
í einu, en þar fyrir utan má
skipta um seguldiska eftir því
hvaða verkefni er verið að
vinna.
Stjórnarritvélin er hluti af
aðalvélinni og er alltaf fyrir
hendi á S/3 model 6. Ef ekki
er verið með gatara og gat-
spjalda-inntak, er stjórnvélin
notuð sem inntakstæki jafn-
framt því sem hún er notuð til
að gefa vélinni fýrirskipanir
um hvaða verkefni hún eigi að
vinna hverju sinni.
Bæði er um að ræða rit- og
reiknivélarborð fyrir utan
ýmsa stjórn-hnappa og ljós.
Prentarinn notar 7X7 púnkta
töflu til að mynda stafina og
letur er mjög greinilegt. Hann
prentar 85 eða 115 stafi á sek-
úndu. Einnig er hægt að fá
prentara með útbúnaði til að
lesa af og skrifa á bókhalds-
spjöld með segulræmum.
Sjónvarpsskerma er mögu-
legt að tengja við S/3 model
6 sem úttakstæki og á þeim er
hægt að birta 15 línur með 64
stöfum í hverri línu. Þetta get-
ur verið hagkvæmt ef t. d. þörx
er á fyrirspurnum í skrár á
sama tíma og verið er að skrifa
út skýrslur á prentarann.
S/3 model 6 býður upp á við-
tengda götunarvél, bæði vél,
sem notar 80 dálka spjöld, og
vél, sem notar 96 dálka spjöld.
Vélina má svo nota á marga
vegu.
Tengibúnaft fyrir fjarskipti
(Binary Synchronous Com-
f
Á system/3 model 6 er mögulegt að hafa aðgang að 9.8 milljón stöfum af upplýsingum á
seguldiskum í einu.
68
FV 10 1973