Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 25
regla líka til æðsta embættis í fyrirtækinu. Halle, sem nú er 45 ára, hóf störf hjá Coke í Essen í Þýzka- landi. Hann hefur sjálfur kom- izt til æðstu metorða og ein- mitt vegna þess leggur hann á- herzlu á, að mönnunum í hin- um dreifðu miðstöðvum skuli treyst. Þó að sérstaklega erfið vandamál komi upp, heyrir það til undantekninga, að Halle biðji viðkomandi forstjóra að koma til Atlanta til viðræðna. Hann fer sjálfur að heimsækja undirmanninn. „Hann getur ekki flutt umhverfi sitt með sér,“ segir Halle. „Með því einu að tala við manninn í réttu um- hverfi er hægt að skilja eðli vandans. Séð frá skrifstofun- um hér í Atlanta virðist hann kannski hafa algjörlega á röngu að standa, en sé farið á staðinn kemur fram, að hann hefur rétt fyrir sér. Það er mikilvægt að fela forstjórunum völd, því að aðstaða þeirra til að dæma rétt er betri en okkar hér í aðal- stöðvunum.“ • STRANGAR REGLUR UM EYÐSLU Forstjórarnir á vettvangi er- lendis eru sammála þessum kenningum. Charles Hulley, 45 ára gamall Ástralíumaður, sem nú er svæðisforstjóri 1 Aþenu, fékk augastað á manni, sem hann taldi heppilegan til að setja á stofn kókverksmiðju í Tabriz í íran. En þar eð Hull- ey þekkti siði og venjur hinna innfæddu, varð meðferð hans á málinu allsérstæð. „Ég heimsótti hann og við sátum á teppi, þar sem glæsileg máltíð var fram borin. Við töl- uðum um allt annað en við- skipti, sem eru raunar það sío- asta, sem rætt er um í þessum heimshluta," sagði Hulley, sem jafnframt rifjaði upp, að um miðnættið byrjaði gestgjafinn að segja langa og flókna þjóð- sögu. Með því vildi hann láta Hulley skilja, að enn væri hann ekki tilbúinn. Hulley sagðist ekki hafa minnzt einu orði á kókið þetta kvöld en innan árs höfðu þeir undirritað samning. „Ég nýt mikils sjálfstæðis í starfi mínu,“ segir Hulley, ,,en eins og allir skynsamir menn fer ég varlega með það.“ Og vissulega er sjálfstæði forstjór- anna takmörk sett. í strangri reglugerð um völd eru t. d. mjög hörð ákvæði um risnu þeirra, og í flestum stefnumót- andi málum er ákvörðunarvald- ið hjá aðalskrifstofunni í At- lanta. • UPPBYGGINGIN Forstjórarnir á hinum ein- stöku starfsstöðvum lúta yfir- boðurum í mörgum þrepum valdastigans. Undir forstjóra Coke Export í Atlanta heyra fjórar heimshlutaskrifstofur fyrir Asíu, Afríku, rómönsku Ameríku og Evrópu. Þá er Jap- an orðið sérstakt svæði í þess- um skilningi vegna þess hve öflugt markaðssvæði landið er orðið. Heimshlutaskrifstofan á- kveður kók-stefnuna á sínu umráðasvæði og stjórnar svæða- skrifstofum, sem eru næsta stig fyrir neðan. Hver þessara svæðaskrifstofa sýslar svo með málefni undirdeilda, sem venjulega ná til eins stórs lands eða tveggja eða þriggja smærri. En þrátt fyrir alla þessa yfir- byggingu hafa deildar- og svæðisstjórarnir umtalsverð á- hrif. Hver um sig velur sínar eigin verksmiðjur, ákveður markaðsöflun og nýjungar í framleilislu og mótar stefnuna í starfsmannahaldi eftir því sem þekking hans á aðstæðum seg- ir til um. Um allar meiriháttar ákvarðanir er þó enn fjallað á æðri stöðum. Deildarfor- stjórarnir kunna að velja verk- smiðjur til átöppunar en þó ekki án þess að ráðfæra sig við svæðisskrifstofu og heimshluta- skrifstofuna. Og væri um fyrstu tilraun að ræða á nýju, stór markaðssvæði, er senni- legt, að málið yrði líka borið undir Halle. Milli Halle og Duncan, aðal- forstjóra móðurfyrirtækisins, er síðan náið samband. J. Paul Austin, stjórnarformaður, er líklegur til að fást við erfið vandamál, sem upp kunna að rísa erlendis. Hann er stöðugt í ferðum milli skrifstofa Coke utan Bandaríkjanna og í sum- ar fór hann til Sovétríkjanna til viðræðna við ráðamen þar. Pepsi-Cola hefur þegar tryggt sér réttindi til að selja frarn- leiðslu sína á sovézka markað- inum. Forráðamenn Coke svíð- ur sárt undan þeirri staðreynd. Engu að síður eru nýir mark- aðir að opnast víða fyrir Coca- Cola. Fyrsta átöppunarverk- smiðjan í Laos tók til starfa í fyrra mánuði og í Indónesíu- var ný verksmiðja opnuð fyrir skömmu, önnur sinnar tegund- ar. Þá er fyrirhugað að setja upp verksmiðjur á næstunni í Brasilíu, Suður-Kóreu, Ung- verjalandi, Nígeríu og á Spáni. Allt þetta eykur á góða af- komu Coke. Alls jókst hagnað- ur af rekstri fyrirtækisins um 14% á fyrra helmingi ársins 1973 og starfsemin utan Banda- ríkjanna átti áreiðanlega mjög verulegan þátt í aukningunni. Sumir sérfræðingar álíta, að á heimamarkaði muni hagnaður af rekstri Coca-Cola aðeins aukast um 7% árlega um sinn en hagnaður erlendis verði meira en tvöfalt hærri. Það er fyrst og fremst þessi hagnaðar- von Coke á erlendum mörkuð- um, sem hefur örvað fjármála- menn til að fjárfesta í fyrirtæk- inu. Hlutabréf í Coke sem eru 139 dollarar að nafnverði voru fyrir nokkrum vikum seld á fertugföldu því verði í New York. J. Paul Austin er bjartsýnn á afkomuna erlendis í framtíð- inni. Hann segist sjá fram á, að 75% af öllum hagnaði Coca- Cola komi frá stöðvum þess ut- an Bandaríkjanna. FV 10 1973 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.