Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 43
til grundvallar fremur en þjóð- arframleiðslan, en munurinn á þessum hugtökum fer eftir þróun viðskiptakjara), eru eft- irfarandi: 1. Tækniframfarir og hag- nýting þeirra. An tæknifram- fara væru íslendingar, eins og flestir aðrir, sennilega enn fá- tækir bændur. Þótt við höfuð hagnýtt okkur talsvert af þeirri tækni, sem þegar er þekkt, skortir mikið á, að allir kostir séu tæmdir. Ýmsir hafa reynd- ar haldið því fram, að þjóð, sem ekki væri í fararbroddi tækni- nýjunga, gæti tileinkað sér þær með ódýrari hætti en frum- kvöðlarnir, en þeir verða að standa straum af ýmsum byrj- unar- og tilraunakostnaði. — Sömuleiðis eru möguleikar nýrra uppgötvana fyrir hendi, enda þótt það kunni að hafa dregið úr hraða uppgötvana og hagnýtingu þeirra. 2. Þekking og stjórnun. Það er engu síður unnt að tala um þekkingarbyltingu og stjórnun- arbyltingu en iðnbyltingu. Hag- kvæm ráðstöfun framleiðslu- þátta, aukin hagkvæmni í rekstri og beiting þekkingar al- mennt við úrlausn hvers kyns vandamála hlýtur að gefa meira af sér en ella í beinu magni, eða spara kostnað við framleiðslu á tilteknu magni. Nú á tímum er viðurkennt, að mannauður sé mikilvægari en fastafjármunir. 3. Gæði lands og sjávar og skynsamlg nýting þeirra. Því ber ekki að neita, að gæði lands og sjávar séu takmörkuð, en skynsamleg nýting þeirra. Því endurnýjun eykur nýtingu þeirra yfir lengri tíma séð. 4. Fjármunamyndun. Fjár- festing í vélum, tækjum og ytri umgerð þjóðfélagsins, ein og í samgöngumálum og heilbrigðis- málum, auk fjárfestingar í menntun og þekkingarleit, hef- ur löngum verið talin undir- staða hagvaxtar. Það fjármagn, sem til ráðstöfunar er í þessu skyni, fer annars vegar eftir spörun þjóðfélagsins, þ. e. hve mikið verður afgangs, þegar greitt hefur verið fyrir neyzlu- vörur á líðandi stund, og hins vegar eftir lánamöguleikum er- lendis. 5. Viðskiptakjör. Eins og glöggt má sjá um þessar mund- ir, geta þjóðartekjur aukizt, ef verðlag afurða okkar hækkar tiltölu meira á erlendum mark- aði en aðföng, sbr. verðlags- þróun sjávarafla og aflamagn. 6. Innbyrðis afstaða fram- leiðsluþátta. Ef til vill er rétt að tiltaka sérstaklega innbyrð- is afstöðu framleiðsluþátta. Með því á ég við, að miklu ræður í hvaða hlutföllum auka þarf vinnuafl og fjár- magn til þess að auka fram- leiðsluna um tiltekið magn. Önnur hlið á þessu máli er sú, að hve miklu leyti einn fram- leiðsluþáttur getur komið í stað annars. Að hve miklu leyti er unnt að bæta sér upp minnk- andi afla með því að nota auk- ið fjármagn? Hve mikið er unnt að auka framleiðsluna með fjár- munamyndun án þess að mann- afla fjölgi? Eða er unnt að halda framleiðsluaukningu á mann óbreyttri eða auka hana með meiri fjármagnsnotkun og þá hve mikilli? Hver er þáttur menntunar og tækni í fram- leiðsluaukningu á mann? Lítil fylgni auðlinda og hagsældar. Eins og dæmin sanna, virðist ákaflega lítil fylgni milli nátt- úruauðlinda og hagsældar þjóða. Má í því sambandi nefna annars vegar Danmörku og Japan, en hins vegav Brasilíu og Nígeríu. Að vísu má til sanns vegar færa, að dregið geti úr hraða tækninýjunga, viðskipakjör geti orðið lakari, hagræðingartæki- færi tæmzt og að framleiðslu- aukandi fjárfestingu séu tak- mörk sett. En mikið má til, að þetta eigi sér allt stað samtím- is. Kostnaður vegna sameiginlegra þarfa. Iðulega hefur verið á það bent, að tiltölulega mikill „fastur kostnaður“ er því sam fara að búa í fámennu og strjál- býlu landi, sem auk þess er afskekkt og að sumra dómi „á mörkum hins byggilega heims.“ Ætla má í fljótu bragði, að fjár- festingar af ýmsu tagi nýttust betur, ef kostnaðurinn dreifðist á fleira fólk en nú er að ein- hverju leyti. Þetta fer þó mjög eftir tegund fjárfestingar og kostnaðurinn oft stökkbreyti- legur, sbr. stór orkuver og veit- ur. Auk þess er kostnaðurinn á mann ekki óháður því, hvermg fólkið dreifist um landið og því hvernig fjármunamyndunin cr samsett. Sveiflur á vinnumarkaðnum og hagstjórn. Eins og er, vantar alls stað- ar fólk í vinnu. Á kreppuárun- um fékk stór hópur enga vinnu. Þetta er að vísu engin sönnun þess, að hagsæld á mann geti ekki minnkað, en bendir þó tii þess, að við höfum betra lag á að stýra hagkerfinu en áður. Allt bendir til þess, að draga hefði mátt úr atvinnuleysi á 4. tug aldarinnar með beitingu gengisins. Þetta hefði að vísu ekki læknað öll mein, a. m. k. ekki strax, en ástæða er til að ætla, að gengislækkun hefði beint framleiðsluþáttunum yf- ir í útflutningsgreinar fyrr en ella, þ. e. sjávarútveg fyrst og fremst. Þetta hefði síðan orðið lyftistöng fyrir atvinnu í heild, þótt sveiflum hefði ekki verið útrýmt að öllu leyti. Hægari fjölgun. Allar spár, sem gerðar voru um tölu íslendinga árið '2000 eru úreltar að því leyti, að þeir munu verða nokkrum tugum þúsunda færri en gert var ráð fyrir. Ástæðan er einfaldlega sú, að barnsfæðingum hefui fækkað að tiltölu. Það virðist því sem fæðingartölur bendi til þess, að draga muni úr fólks- fjölgun. Þetta myndar minni þrýsting á framleiðslugæðin, að öðru jöfnu, og ætti þar msð að draga úr ótta um, að hagvöxt- urá mann muni í reynd fara minnkandi. Tölurnar tala Ef litið er á hagvöxt og fólksfjölgun hér á landi eftir FV 10 1973 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.