Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 37

Frjáls verslun - 01.10.1973, Page 37
Að jafnaði eru birgðir til þriggja mánaða á lager Á.T.V.R. Lagerinn getur verið 20—40 millj. kr. virði á hverjum tíma og er óvátryggður samkvæmt fyrirmælum ráðuneytis. í vínbúðunum í Reykjavík nam salan 923 millj. kr. í fyrra. nokkuð hægfara. í fyrra nam neyzlan 2,8 lítrum af hreinu alkóhóli á mann, 2,7 lítrum 1971 og 2,5 lítrum 1970. Aukn- ingin er ekki meiri hér en annars staðar, og við erum enn lægstir í neyzlu af öllum Evrópuþjóðum. — Sér Á.T.V.R. góðtemplur- um á íslandi fyrir einhverjum peningastyrkjum? — Nei. Það er mikill mis- skilningur, að bindindishreyf- ingin hafi beinar tekjur frá okkur. Hins vegar leggjum við til ákveðna upphæð í gæzlu- vistarsjóð, sem ætlaður er til byggingar lokaðs visthælis fyr- ir áfengissjúklinga, og sú upp- hæð var 20 millj. í fyrra. Misnotkun áfengis er okkur hér hjá þessari stofnun áhyggjuefni sem öðrum og að mínu mati þurfum við að leggja miklu meira upp úr fræðslustarfi en gert er. Það þarf á skynsamlegan hátt að hefja fyrirbyggjandi aðgerðir þegar í barnaskóla með því að leiða nemendum fyrir sjónir hverja hættu áfengisneyzlan getur haft í för með sér. Um þessi mál þarf að fjalla af fullu hispursleysi, en því miður hafa áfengismál hér alltaf verið hálfgerð feimnismál, sem menn vilja helzt ekki minnast á. í bandarískum skólum veit ég að haldið er uppi öflugri fræðslu, sem þykir gefa góða raun, og gagnvart unglingum og öðrum almenningi í Svíþjóð veit ég að einkasölurnar halda beinlínis uppi áróðri fyrir því, að neytendur kaupi létt vín, en ekki þau sterku. Til slíkra aðgerða skortir okkur heimild- ir. — Er það ekki svolítið mót- sagnakennt að sitja hér í for- stjorastol og afia ríaissjóðnum þusunda miiljóna í tekjur með þvi að seija landsmönnum tó- hak og brennivín, en vinna svo jafnframt að því í nefnd, með fjármagni frá Á.T.V.R., að hvetja fólk til að neyta ekki söluvöru ykkar, þar sem tóbak- ið er? — Það er fullkomlega rétt athugað, að þetta er alveg ein- stök aðstaða, sem ég er í að þessu leyti. Eðii málsins er það, að stór hluti þjóðarinnar vill innflutning á tóbaki til landsins. Löggjafarsamkundan er honum fylgjandi sömuleiðis. Aftur á móti hafa rannsóknir síðustu ára leitt í ljós, að vindl- ingareykingar eru stórskaðleg- ar og þvi talið rétt, að ríkið vari við þeirri hættu. Á þessu ári verður varið rúmum 2 millj. króna til áróðurs gegn sígarettureykingum, en verði ekki sjáanlegur samdráttur á sölu sígaretta mun það að sjálfsögðu verða endurmetið, hvort þeirri starfsemi skuli fram haldið eða ekki. — Áfengislöggjöf okkar hef- ur af ýmsum ástæðum þótt úr sér gengin og margir hafa hvatt til þess, að hún yrði end- urskoðuð. Hverja teljið þér helztu vankanta á löggjöfinni? — Það er rétt, að áfengis- löggjöfina þarf að endurskoða vegna breyttra aðstæðna. í hana skortir t. d. refsiákvæði um leynivínsölu og ákvæði um upplýsingamiðlun um skað- semi áfengis. Fræðslustarf af því tagi á að lögfesta. — Þér minntuzt á leynivín- sölu. Er ekki hætt við FV 10 1973 37

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.