Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 71
Segulnálin
Bandarikin: IMý ferða-
mannaparadís ?
— eftir Hörð H. Bjarnason, blaðafulltrúa
Ýmsar ástæður valda því, að Bandaríkin eru skyndilega
orðin mjög aðlaðandi fyrir erlenda ferðamenn. Sem dæmi
má nefna batnandi aðstöðu alþjóðagjaldmiðla gagnvart
Bandaríkjadal, t. d. hefur íslenzka krónan hækkað um 16%
gagnvart Bandaríkjadal síðan í apríl sl. og sömu sögu má
segja um aðra gjaldmiðla.
Verðbólgan í Bandaríkjun-
um hefur verið mun minni en
annars staðar í heiminum og
þá sérlega í Evrópu, þar sem
verðbólgan fór sums staðar
upp í 20% í fyrra á sama tíma
og hún var aðeins 5.6% í
Bandaríkjunum. Hækkandi
verð alls staðar í Evrópu, á
þeim stöðum, sem hvað vin-
sælastir hafa verið, ásamt sí-
fjölgandi fólksmergð á helztu
baðströndum Evrópu hefur
valdið því, að evrópskir ferða-
menn hafa í auknum mæli not-
ið sumarleyfa sinna í Banda-
ríkjunum, fyrir svipað verð
eða lægra.
BANDARÍKIN SEM FERÐA-
MANNALAND. — MIAMI
BEACH
Eins og áður segir, þá hefur
ferðamannastraumurinn aukizt
til Bandaríkjanna undanfarið
ár vegna hagstæðs gengis
gjaldmiðla gagnvart Banda-
ríkjadal. Aðrir þættir hafa
einnig sín áhrif. Flugfargjöld
milli heimsálfa hafa farið
lækkandi og fólk er farið að
sækjast eftir tilbreytingu frá
hinum hefðbundnu ferða-
mannastöðum við Miðjarðar-
haf. Bandaríkin eru loks orðin
fullkomlega samkeppnishæf
SIGHTSEEING TOURS
Grsater Miami...
við Evrópu, hvað viðvíkur
verðlagi og standa nú betur
en jafnfætis gagnvart Evrópu,
hvað þjónustu- og vöruverð
snertir, þannig að nú eru sum-
ar vörur í Bandaríkjunum allt
að helmingi ódýrari en í
Hörður Bjarnason
Evrópu. Að sjálfsögðu eru hér
undantekningar, t. d. má segja,
að yfirleitt sé New York-borg
ennþá nokkuð dýrari en aðrar
stórborgir, en New York er í
algerri sérstöðu í Bandaríkjun-
um og er ekki sambærileg við
aðrar borgir þar í landi.
Fyrir þá, sem sækjast eftir
sólríkum baðströndum til sum-
arleyfa hefur Miami Beach á
suðausturströnd Bandaríkjanna
nú mikið aðdráttarafl. Miami
Beach hefur um áraraðir ver-
ið einn helzti baðstaður Banda-
ríkjanna. Hingað til hafa fáir
íslendingar árætt að fara í
sumarleyfi þangað, bæði vegna
fjarlægðar og ókunnugleika.
Nú er hins vegar hægt að ferð-
ast til Miami Beach fyrir mjög
svipað verð og hin venjulega
Spánarferð kostar.
Bandaríkjamenn sækja sjálf-
ir til Miami mest frá jólum
fram til páska og er verðlag
þá um helmingi hærra þar en
hinn hluta ársins. Frá pásk-
um og fram um miðjan des-
ember er lítið um ameríska
ferðamenn í Miami. Á þessum
tíma kjósa þeir heldur að vera
um kyrrt í heimaríkjum sín-
um eða ferðast akandi og
stoppa stutt á hverjum stað.
Hins vegar sækja Bandaríkja-
menn til Miami yfir hávetrar-
tímann, einkum Norðurríkja-
menn, þegar kalt er í heima-
högum þeirra. Til skamms
tíma var flestum stöðum þess
vegna lokað á Miami yfir sum-
armánuðina.
OPIÐ ALLT ÁRIÐ
Fyrir nokkrum árum var
FV 10 1973
71