Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 29
frá, að sonur hennar hefði leg- ið í sætinu við hlið sér. Rann- sóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu, að barnið hefði henzt fram úr sætinu, þegar hemlað var fyrir áreksturinn, og þess vegna ekki notið vernd- ar loftpúðans. Frá General Motors bárust fréttir af loftpúða, sem þand- ist út án nokkurrar skýranlegr- ar ástæðu. Það var einvörð- ungu púðinn fyrir framan farþegasætið, sem þetta gerði. Talsmenn verksmiðj- anna sögðu, að af þessu hefði farþeginn hlotið skrámur í andliti og fingur hefði farið úr liðnum. Bílaverkfræðingar í Detroit eru almennt sammála áliti Fred Seerist, eins af yfirmönn- um Ford-verksmiðjanna, sem sagði við vitnaleiðslur fyrir þingnefnd um umferðaröryggi: „Loftpúðarnir hafa reynzt vera bezta vörnin, sem enn er fyrir hendi, gegn afleiðingum af árekstri framan á bíl. Þeir halda farþegum ekki örugglega í skorðum í mörgum öðrum tegundum árekstra eins og þegar um veltu eða árekstur á hlið er að ræða.“ AUKABÚNAÐUR FYRIR 200 DOLLARA Bifreiðar með loftpúðum verða í fyrsta sinn á almenn- um markaði snemma á næsta ári. Talsmenn General Motors segja, að hjá þeim verði smíð- aðir 100.000 bílar af gerðunum Cadillac, Oldsmobile og Buick, búnir loftpúðum. Þessi auka- búnaður mun kosta um 200 dali. Allir aðrir bandarískir bílar af árgerðinni 1974 verða þann- ig búnir, að ekki verður hægt að setja vélina í gang án þess að beltin séu spennt í fram- sætunum. Verkfræðingar viðurkenna, að þetta nýja kerfi sé ekki full- komið og verði mikil brögð af því, að menn reyni að komast undan því, muni loftpúðarnir verða næstir á dagskrá. Fjármál: Auðmennirnir í Ameríku Það gerist enn þann dag í dag vestur í Bandaríkjunum, að menn eignist á nokkrum árum slík auðæfi að ótrúlegt má heita. Sögur þar vestra eru samt ekki eins ævintýralegar nú, og þær voru fyrir nokkrum áratugum. Á undanförnum fimm árum hefur 12 mömium tekizt að eignast 100 milljónir dala, eða meira, og þannig komist Vellauðugir Bandaríkjamenn skipta tugum eða jafnvel fáein- um hundruðum, þ. e. a. s. menn sem eiga eignir og fjármuni sem samtals nema meira en $ 100,- 000.000.00. í útliti og hugsun eru þessir menn sagðir vera eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir þeirra láta bera mikið á sér og haga sér eins og ríkum mönnum ber. Aðrir láta lítið fyr- ir sér fara, og lifa fábreytilegu einkalífi. og forðast athygli al- mennings eins og heitan eldinn. Þá eru í hópnum loftkastala- menn og einnig heittrúaðir ein- staklingar, sem fylgja ritning- unni út í ystu æsar. Þessir ríku einstaklingar eru á öllum aldri og hafa eignast auð inn eftir ólíkustu leiðum. Það eina sem þeir eiga raun- verulega sameiginlegt, er að vera það, sem nefnt er á enska tungu, „self-made millionaires“. MENN HAGNAST Á ÖÐRUM SVIÐUM EN OLÍU OG STÁLFRAMLEIÐSLU. Það, sem er athyglisvert við þessa nýríku einstaklinga, er að enginn þeirra hefur orðið auð- kýfingur á olíu- eða stálfram- leiðslu, eða rekstri járnbrautar- félagsskap múltimillanna. félaga, eins og auðkýfingar fyrri tíma, þar í landi. Þessir menn hafa skapað sér auðæfi sín á ó- trúlegustu sviðum fram- kvæmdalífsins, eins og t. d. með því að sóla bíldekk, framleiða ávaxtasafa og jafnvel sjóða nið- ur hundafæði. HINIR AUÐUGU MENN ÁTTUNDA ÁRATUGSINS. Eins og fyrr greindi hafa 12 Bandaríkjamenn náð að eignast meira en 100 milljónir dala á fimm s.l. árum, hver um sig. Tveir eða þrír tugir manna til viðbótar hafa eignazt milli 50 og 100 millj. dala á sama tíma. Þessar athyglisverðu upplýsing- ar koma fram í grein september- hefti bandaríska ritsins Fortune, sem ber fyrirsögnina „Hinir auð- ugu menn áttunda áratugsins". Höfundur greinarinnar er Arth- ur M. Luis, en fyrir 5 árum rit- aði hann sams konar grein í sama rit, en þá taldi hann upp 153 Bandaríkjamenn með nafni, sem áttu eignir upp á a. m. k. $ 100.000.000.00. Nú, eins og þá, tekur hann ekki með í greininni menn sem áttu 50-100 millj. fyr- ir 5 árum, eða þá sem erft hafa auðæfi sín, heldur aðeins þá menn, sem raunverulega hafa skapað sér umræddan auð á þessu árabili. MENN, SEM KUNNA AÐ NOTA ÓÁNÆGJU NEYT- ANDANS. Greinarhöfundur segir það vonlaust verk að gera nákvæm- an lista yfir alla auðmenn þar í landi, þar sem ekki sé hægt að fá opinberar upplýsingar um fjölda einstaklinga, sem vitað er að eiga miklar eignir. Louis byggir skrif sín aðeins á opin- berum upplýsingum, skýrslum og öðrum staðreyndum. Hann heldur því fram, að margir hinna nýríku hafi eignazt hinn mikla auð vegna þess að hinn bandaríski neytandi hefur lýst stríði á hendur verðbólgunni í landinu, umræddir athafna- menn eiga flestir fyrirtæki sem selja ódýra framleiðslu eða þjónustu, eins og t. d. matvöru, lyf, tryggingar og annað eftir því. Það athyglisverða er, að flest allir mannanna eru annað hvort innflytjendur til Banda- ríkjanna eða komnir af foreldr- um, sem flutzt hafa til landsins. Þetta sannar því hið gamla mál- tæki „Bandaríkin eru land tæki- færanna“. HUNDAFÆÐUFRAMLEIÐ- ANDI EFSTUR Á LISTANUM. Sá einstaklingur í hópi hinna 12 nýriku manna, sem eignast hefur mestu auðæfin á þessum fimm árum, er maður að nafni Leonard N. Stein, en hann á fyr- FV 10 1973 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.