Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 89
REIÐHJÓLAVERZLUNIN
ÖRNINN.
Reiðhjólaverzlunin Örninn
hefur á boðstólum ýmsar gerðir
reiðhjóla og þríhjóla. Má þar
nefna ensku Philips reiðhjólin,
sem eru heimsþek’kt gæðavara,
með eða án gíra, fyrir drengi
og stúlkur.
Dönsk S.C.O. barna- og fjöl-
skylduhjól, með og án gíra,
eru þar til sölu einnig S.C.O.
þrekhjól. Þá eru á boðstólum
tékknesk Eska, Velamos og
Favorit hjól. Eska hjólin eru
ætluð drengjum og stúlkum
10 ára og eldri. Velamos
reiðhjólin eru til í þremur
stærðum, 16", 20" og 24". Tvær
minni gerðirnar eru ætlaðar
börnum á aldrinum 4—7 ára
og eru með hjálparhjólum.
Favorita fjölskylduhjólin
sameina kosti Eska og Velamos
í einu hjóli fyrir alla. Og verð-
ið er mjög hagstætt. Örninn
hefur einnig til sölu Winter þrí-
hjól fyrir yngstu börnin. Þessi
hjól eru til í miklu úrvali
stærða og gerða.
Loks má geta þess að Örninn
sér um varahlutaþjónustu fyr-
ir öll framangreind hjól.
HALLDÓR EINARSSON,
umboðs- og lieildverzlun.
Henson íþróttafatnaður er
framleiddur hjá umboðs- og
heildverzlun Halldórs Einars-
sonar. Með víðtækum könnun-
um hefur heildverzluninni nú
tekizt að tryggja sambönd við
framleiðendur á beztu efnum
í framleiðslu í íþróttafatnað.
Efni í æfingarfatnað er flutt
inn frá Danmörku, þar sem það
er unnið með einkaleyfi frá
stórfyrirtækinu Monsanto.
Efnið í keppnisbúningana er
flutt inn frá Englandi og er
hið sama og þorri knattspyrnu-
liða þar nota. Henson íþrótta-
fatnaður er nú einn mest seldi
íþróttafatnaður hérlendis. —
Landsleikir íslendinga eru flest-
ir háðir í Henson keppnisbún-
ingum, og íslandsmeistararnir í
knattspyrnu, handbolta og
körfubolta leika allir í Henson.
Umboðs- og heildverzlun Hali-
dórs Einarssonar var stofnuð
árið 1968 og er því tiltölulega
ungt fyrirtæki. í upphafi var
meginverkefnið framleiðsla Og
innflutningur á sportvörum.
Síðusu tvö árin hefur þó fram-
leiðslan setið í fyrirrúmi, utan
þess sem heildverzlunin flytui
inn íþróttasokka frá fyrirtæk-
inu Star Sportswear Ltd.
VEIÐIMAÐURINN.
Veiðimaðurinn er eina sér-
verzlunin á fslandi, sem selur
allar vörur til Iax- og silungs-
veiða. Þar fæst ótrúlegt úrval
af veiðivörum.
Þar fást 50—60 mismunandi
gerðir af veiðistöngum. 30—35
gerðir af veiðihjólum, svo og
allur annar búnaður, sem til
veiða þarf, s. s. spúnar, flugur,
veiðitöskur, veiðistígvél, hatt-
ar, net, önglar, veiðikassar og
margt fleira.
Veiðimaðurinn hefur einnig
mikið úrval og margar tegund-
ir af byssum og skotfærum.
SKÁTABÚÐIN.
Skátabúðin Ieggur mikla á-
herzlu á skíðavörur og fást þar
svigskíði frá Hagan og Kiistle.
Skíðin frá Hagan eru ódýrari
og aðallega seld sem barna- og
unglingaskíði. í verzluninni
fást margar gerðir af Kiistle.
skíðum, allt fiber-skíði frá
byrjendaskíðum og upp í dýr-
ustu keppnisskíði. Einnig fæst
í verzluninni mikið úrval af
skíðaskóm, s. s. frá Daclistein
og eru það smelluskór. Þá eru
einnig til reimaðir skór frá
Montan fyrirtækinu. Skátabúð-
in er með bindingar frá Marker
og eru það allt öryggisbinding-
ar, en ennfremur eru til norsk-
ar gormabindingar.
Þar fæst einnig annað sem
þarf til skíðaiðkana og má þar
t. d. nefna skíðaáburð, skíða-
gleraugu og hanzka. Loks má
nefna norsk gönguskíði, sem
þar eru seld svo og einnig
gönguskíðaskó, bindingar, stafi,
og áburð fyrir göngu. Norsku
skíðin eru frá Skilom.
í Skátabúðinni er einnig mik-
ið úrval af alls konar viðlegu-
útbúnaði og er stór áherzla
lögð á ferðavörur, s. s. 2ja—5
manna tjöld frá Belgjagerðinni
og Tjaldborg. Fyrir jöklafara
eru fáanleg skozk tjöid frá fyr-
irtækinu Blacks, og fyrir
göngukappa fást þar einnig létt
göngutjöld frá Vango.
Mikið úrval er af svefnpok-
um frá íslenzkum framleiðend-
um, og er það mest ullar-, dio-
len og dralon pokar. Þá fást
þar bæði íslenzkir og erlendir
dúnpokar m. a. frá Belgjagerð-
inni og Blacks og eru þeir pok-
ar sérstaklega góðir til notkun-
ar í miklum kulda.
Annað af fei'ðavörum sem
selt er í verzluninni er t. d.
vindsængur, prímusar, potta-
sett, picknikksett, grill og sól-
húsgögn.
Skátabúðin selur einnig ýms-
ar vörur til lax- og silungsveiða
t. d. veiðistengur, sem settar eru
saman hérlendis og einnig fást
þar ódýrar japanskar stengur.
ANDVARI H.F.
Andvari h.f., umboðs- og
heildverzlun, selur ýmsan úti-
legubúnað til ferðalaga. Má
þar t. d. nefna ýmsar gerðir af
tjöldum í stærðunum 3ja—6
manna frá verksmiðjunni
Magna. Ennfremur tjaldhimna.
Heildverzlunin selur einnig
annað til útilegu, s. s. -svefn-
poka frá verksmiðjunni Magna.
Eru það ullarkembusvefnpokar
og diolín-svefnpokar. Mikið úr-
val er af þessum ferðavörum.
Af öðrum útilegubúnaði hef-
ur heildverzlunin á boðstólum
útigrill, sem njóta mikilla vin-
sælda nú. Einnig viðarkol, úti-
vistartöskur og matartöskur,
sem eru mjög hentugar í ferða-
lög.
Þá fæst úrval af vindsængum
í mörgum litum, og einnig
svampdýnum, sem þykja mjög
þægilegar, þegar sofið er 1
tjaldi. Þá er flest það upp talið
af útlegubúnaði, sem fæst í
heildsölunni utan pottasetta
og bakpoka. Mikið úrval af
slíkri vöru er fáanlegt.
MAGNÚS HARALDSSON,
umboðs- og heildsala.
Hjá umboðs- og lieildverzlun
Magnúsar Haraldssonar eru
seldir badmintonspaðar frá fyr-
irtækinu Stannn í Þýzkalandi.
Til eru ýmsar gerðir bæði af
spöðum og kúlum. Ein er sú
íþrótt hér á landi, sem á síaukn-
um vinsældum að fagna og það
er badminton íþróttin. Að vetr-
arlagi eru starfræktir badmin-
FV 10 1973
89