Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 73
Verzlun og iðnaður í V-Evrópu:
„Hagnaður of lítill til þess að
fyrirtæki geti starfað eðlilega”
Rætt við prófessor Palle Hansen frá Danmörku
Prófessor Palle Hansen á námskeiði Stjórnunarfélags íslands.
„Verzlun og iðnaður í Vestur-
Evrópu á það sameiginlegt, að
liagnaður er of lítill til að fyrir-
tæki geti starfað eðlilega.“ Svo
mæltist prófessor Palle Han-
sen, þegar Prjáls verzlun ræddi
við hann um daginn. Próf. Han-
sen starfar við Verzlunarhá
skólann í Kaupmannahöfn og
stjórnar jafnframt Institutet
for Lederskab og Lönsomhed,
sem er ráðgefandi stofnun um
rekstur fyrirtækja. Hann gefur
út tímarit um stjórnun fyrir-
tækja á dönsku og sænsku.
Ðagana 19. til 22. september
stjórnaði Hansen námskeiði á
vegum Stjórnunarfélags íslands
í samráði við Iðnþróunarstofn-
un S. Þ. um rekstur fyrirtækja
og sóttu það margir forráða-
menn íslenzkra fyrirtækja.
„Til þess að viðskiptalífið í
Danmörku geti starfað eðli-
lega þarf hagnaður að vera 25%
af fjárfestingu,“ sagði Hansen,
,,en þá er gert ráð fyrir að
skattar, vextir og arður séu ó-
greiddir auk þess sem fyrir-
tækið þarf að geta lagt fyrir fé
í varasjóð til að tryggja sig fyr-
ir minnkandi kaupmætti vegna
verðbólgu og sveiflna á mark-
aði. Við hér á námskeiðinu
reiknuðum út lauslega, þann
hagnað, sem íslenzk fyrirtæki
þyrftu til að tryggja eðlilegan
rekstur og starfsöryggi og kom-
umst að þeirri niðurstöðu, að
40% væri lágmark, vegna,
hinnar miklu verðbólgu, sem
hér er.
Ekki eru öll fyrirtæki þá á
sama báti, hvað hagnað og vel-
gengni snertir. Það eru til ein-
stök fyrirtæki í Danmörku og
þetta á einnig við um ísland og
flest önnur lönd, sem sýna á-
gætan hagnað, stundum allt að
20% á meðan greinin í heild
berst í bökkum eða sýnir mjög
rýran hagnað. Það eru mörg
dæmi um slíkt bil á milli aristó-
kratanna í viðskiptalífinu og
svo hinna.
Þegar við lítum nánar á þessi
aristókratisku fyrirtæki og ber-
um þau saman við hin þá kom-
umst við oftast að þeirri niður-
stöðu, að þau eiga velgengni
sína stjórn fyrirtækisins að
þakka.
Stjórnunarhæfilcikar —
þjálfaðir eiginleikar.
Það að geta stjórnað fyrir-
tæki er að hafa þann eiginleika
að geta lagað sig að síbreytileg-
um aðstæðum. Margt það fólk,
sem tekur að sér stjórnunar-
störf hjá fyrirtækjum er alls
FV 10 1973
73