Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 98
Frá
ritstjárn
Byggðakjarnar
í allri umræöu um jafnvægi í byggö
landsins og svokallaða byggðastefnu hefur
áherzla verið lögö á myndun byggðakjarna
úti í landshlutunum, sem væru sjálfum
sér nógir um nauðsynlegustu þjónustu-
greinar og dreifbýlinu umhverfis einnig.
Augljóst er að byggðakjarnar þurfa að
vaxa og eflast. Til þess að svo megi veröa
þarf vitaskuld í mörgum tilfellum aukið
landrými umfram það, sem sveitarfélögin
hafa nú til ráöstöfunar.
Votmúlamálið svonefnda á Selfossi hef-
ur vakið menn til tímabærra umhugsun-
ar um þróunar- og skipulagsmál sveitar-
félaga og hvers sé að vænta í þeim efn-
um á komandi tímum.
Sem stendur skortir mikið á, aö skipu-
lagsmál einstakra sveitarfélaga séu í við-
unandi horfi, og að áætlanir séu gerðar
um framtíðaruppbyggingu þeirra. Þetta
er verkefni, sem tvímælalaust á að færa
út í landshlutana sjálfa en ekki fela einni
skipulagsskrifstofu í höfuðborginni.
Þá hljóta menn líka að hugleiða með
hvaða kjörum þessir vaxandi byggða-
kjarnar eigi að geta öðlast aukið land-
rými. Langheppilegasta leiðin er vitaskuld
sú, að eigendaskipti á landi fari fram með
frjálsum samningum. En því eru tak-
mörk sett, hve miklu fjármagni sveitar-
félögin geta varið í jarðakaup. Þær tölur,
sem nefndar hafa verið sem hugsanlegt
söluverð nokkurra jaröa á næstu ákjósan-
legum skipulagssvæðum sumra sveitarfé-
laganna eru svo svimandi háar að þær
eru langt frá því að vera í samræmi við
neinn raunveruleika. Mikil óvissa ríkir því
um hvert raunverulega stefnir, því að
engir forráðamenn sveitarfélaga vilja setja
fordæmi um að sprengja verð á landi upp
úr öllu valdi. Þarna þurfa aðilar að nálg-
ast hver annan og landeigendur að verja
rétt sinn til sölu á frjálsum grundvelli með
því að stilla verðlagningu sinni í hóf og
sýna sanngirni, svo að eignarrétturinn
verði ekki skertur eða afnuminn á þeirri
forsendu að „almennings heill“ krefjist
þess.
Sjávarfréttir
Það er almannarómur, að enginn ríði
feitum hesti frá blaðaútgáfu á íslandi.
Staðreyndirnar eru alla vega þær að út-
gáfa á blaði og ritstjórn þess eru hvort
tveggja störf, sem krefjast áræðni, hug-
myndaflugs og þekkingar ef vel á að fara.
Barlómurinn og kveinstafirnir í sumum
pólitísku skriffinnunum, sem sífellt eru að
væla um auman hag og krefjast aukinna
ríkisstyrkja til málgagna sinna, eru alls
ekki réttur mælikvarði á möguleika í ís-
lenzkri blaðaútgáfu um þessar mundir.
Þeir menn eru að skrifa fyrir sjálfa sig og
ekki víðan lesendahóp.
Nýlega hóf göngu sína nýtt tímarit,
Sjávarfréttir, sem Frjálst framtak hf. gef-
ur út. Er þetta enn nýr þáttur í útgáfu-
starfsemi fyrirtækisins, sem hefur á fá-
einum árum orðið stærsta blaðaútgáfu-
fyrirtæki á landinu, þegar stærstu dag-
blöðunum sleppir.
Með Sjávarfréttum er farið inn á nýjar
brautir, sem ekki hafa áður verið kann-
aöar í íslenzkri blaðaútgáfu. Það má raun-
ar teljast furðulegt, að slíkt rit, helgað
sjávarútvegsmálum eingöngu, skuli ekki
hafa komiö út um árabil á íslandi. Þau
tímarit, um sjávarútveginn, sem áður hafa
komið út, eru bundin starfstéttum eða
félagsskap og hafa ekki náð almennri út-
breiðslu. Sjávarfréttum er hins vegar ætl-
að að koma almennum fróðleik um mikil-
vægustu atvinnugrein landsmanna til
þeirra sjálfra á víðum grundvelli. Fyrsta
tölublaðið spáir góðu.
98
FV 10 1973