Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 63
mannaflann. Þróunin í launamálum hefur verið það ör, að forráðamenn fyrirtækjanna hugsa mikið um það, hvort þeir eigi ekki að taka vél- ina fram yfir manninn. Þeir eiga þó ekki alltaf kost á því. Oftast er það fjármagnsskortur, sem háir þeim. FV: Staðgreiðslukerfi skatta. Af hverju hefur því ekki verið komið á? Jón: Ég vil aðeins segja nokkur orð um stað- greiðslukeríið. Það er eingöngu greiðsluaðferð og í framkvæmdinni verkar það svo, að fyrir- fram er verið að reyna að gera sér grein fyrir, hvað hlutaðeigandi skattgreiðandi muni þurfa að borga í skatta, þegar endaniega verður lagt á hann fyrir það ár, sem hann er að vinna fyrir tekjunum. Augljóst er, að í löndum, þar sem meginhluti fóiks vinnur fyrir tiitölulega stöð- ugum tekjum frá mánuði til mánaðar allt árið verður þetta vel fyrirsjáanlegt. Við erum ekki í hópi þessara þjóða. Hér eru sveiflur í tekjum miklu meiri en tíðkast erlend- is, bæði milli ára og innan ára. Hásetar á loðnu- skipunum taka t. d. inn nokkur hundruð þús- und krónur á einum mánuði á vorin. Svo fer engum sögum af því, hverjar tekjur þeir hafa að öðru leyti. Reynslan í Danmörku, þar sem við höfum sérstaklega kynnt okkur þetta, er sú, að framkvæmd staðgreiðslukerfisins hefur gengið mjög erfiðlega, sérstaklega með auk- inni verðbólgu síðustu árin. Óánægja með kerf- ið segir í vaxandi mæli til sín. Síðastliðið vor var mörkuð stefna í þessu efni hér á landi með lagasetningu. Heimildir fjár- málaráðherra til ákvörðunar um fyrirkomulag fyrirframgreiðslna skatta voru rýmkaðar. Regl- urnar um þetta hafa enn ekki verið mótaðar, en opnaður hefur verið möguleiki á að nálgast greiðslufyrirkomulag, sem reynist þægilegra í framkvæmd. Það verður ekki staðgreiðslukerfi, heldur reynum við að endurbæta fyrirfram- greiðslukerfið, sem við höfum haft, og jafna greiðslum betur fyrir árið, svo að komið verði í veg fyrir, að menn fái kannski litlar eða engar launagreiðslur hluta úr árinu. Ef hægt yrði að breyta sjálfum skattalögunum, sjálfum álagn- ingaraðferðunum, bæði með því að losna við eitthvað af frádráttarheimildum og með því að gera tekjuskattinn líkari útsvarinu, kynni stað- greiðslukerfi að verða auðveldara. Það er til- tölulega einfalt mál að eiga við þetta, ef skatt- urinn er flöt prósenta af brúttótekjum. En vegna þess að skatturinn er stighækkandi og við höf- um þessar geysimiklu frádráttarheimildir, þá verður erfitt að finna rétta prósentu. Hjörtur: Ég veit, að reynsla Dana í þessu efni er slæm, en þetta kerfi tíðkast nú víðar en í Danmörku, t. d. í Bandaríkjunum og Þýzka- landi, þar sem árangurinn hefur orðið mjög góður. í Bandaríkjunum nota menn þetta jafn- vel til spörunar, uppsöfnunar á endurgreiðslu á greiddum sköttum. Brynjólfur: Verðlagsmálin hafa einkanlega hindrað að fyrirtækin réðust í meiri hagræð- ingu og bættu við sig vél'am og spöruðu mann- aflann. Tekjusveiflurnar hérlendis hafa nú verkað þannig að mínum dómi, að menn gera meiri kröfur til staögreiðsluskatta en ella heíði orðið, vegna þess, að menn fá skattinn svo misjafnan og alltaf eftir á. í staðgreiðslukerfinu er alls staðar gert ráð fyrir, að menn geti leiðrétt þetta eítir þvi sem tekjurnar breytast. Þeir, sem hætta að hafa tekjur, eins og gamalt fólk, lenda í vítahring miðað við núgildandi kerfi hjá okkur, þegar skattarnir koma eftir á. Menn, sem fá háa skatta, lenda líka í vítahring, og mér íinnast vera svo ótal mörg dæmi, sem styðja það, að við reynum að finna upp kerfi, sem okkur hentaði. Ég held það hljóti að vera til. Guðmundur: Sé litið á sérstöðu okkar varð- andi virðisaukaskatt og eins staðgreiðslukerfi eru aðstæður slíkar hér á landi, að fjöldi ein- staklingsfyrirtækja er tiltölulega mikill, inn- heimtuaðilarnir eru margir, og það skapar viss vandamál. Menn eru kannski launþegar part af árinu, en stunda sjálfstæðan atvinnurekstur á öðrum tímum, eins og maðurinn, sem stundar byggingarvinnu ýmist hjá sjálfum sér eða öðr- um á sama ári. Ég hallast á þá sveif eins og er, að við ætt- um að taka upp staðgreiðslukerfið. Slík kerfi eru mismunandi. Danska kerfið nálgast að vera aukning fyrirframgreiðslu með spá um tekju- aukninguna á árinu. Vandinn þar verður sá sami og hér á landi að áætla tekjuaukninguna rétt. Hún getur verið mjög mismunandi eftir atvinnugreinum og erfitt að sjá hana fyrir. Með aukningu fyrirframgreiðslu næst ekki hlutur þeirra, sem eru að byrja á vinnumarkaðinum. Vegna ýmissa frádráttarliða, hafa Danir far- ið út í að veita breytingar innan ársins. Kaupi maður hús, fer hann á skattstofuna og ber fram ósk um að fá að greiða minna, þar eð áætlun hans sé breytt. Þannig er margsinnis lagt á hann og fyrirhöfnin geysimikil við það. í Þýzkalandi og Bandaríkjunum hefur þetta aftur á móti verið gert einfaldara og við gæt- um tekið upp þannig reglur, að í fyrsta lagi FV 10 1973 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.