Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 67
Seifur hf. Fiutt í nýtt og stærra húsnæði Eigendur Seifs, t. v. Ævar Guðmundsson og Stei'án G. Steians- son ásamt starfsmanni heildsölunnar í nýju skrifstofunni við Tryggvagötu. Snemma í októbermánuði flutti umboðs- og heildverzlun- in Seifur h.f. í nýtt og stærra húsnæði við Tryggvagötu 10 í Reykjavík. Hafði heildverzlun- in áður verið starfrækt í Kirkjuhvoli. Heildvcrzlunin verzlar með útgerðar- og bygg- ingarvörur, og eru eigendur hennar Ævar Guðmundsson og Stefán G. Stefánsson. Frjáls verzlun kom nýlega að máli við þá félaga og átti við þá stutt samtal. Ævar stofnaði heildverzlun- ina árið 1969 og hóf hún starf- semi sína í Kirkjuhvoli. Flutti hann þá nær eingöngu inn byggingarvörur. Það var ekki fyrr en á síðasta ári að inn- flutningur á útgerðarvörum frá Noregi hófst. Sagði Ævar, að upphaflega hefði athafna- þráin rekið sig út í þessi við- skipti, en einnig hefði hann mjög gaman af að fást við út- gerðarvörur. Sögðu þeir Ævar og Stefán, að kosturinn við nýja húsnæð- ið væri, að það er stærra, auk þess sem það er nálægt höfninni, á jarðhæð og er þar gott lagerpláss. Aukning í sölu Seifs h.f.^ hef- ur orðið gifurleg frá því, að fyrirtækið var stofnað. Að sögn Stefáns var 200% aukn- ing í sölu í krónutölu fyrstu 6 mánuði þessa árs miðað við fvrstu 6 mánuði ársins áður. Á síðasta ári var heildárveltan 3 milljónir króna, en heildar- velta á þessu ári er áætluð 20 milljónir króna. Sagði Stefán, að veltan í útgerðarvörunum væri töluvert hærri, en í bygg- ingarvörunum. Þær byggingarvörur, sem heildsalan flytur inn, eru m. a. Gaf gólfdúkar, sem fluttir eru inn frá Bandaríkjunum. Gólf- dúkar þessir njóta mikilla vin- sælda hérlendis nú. Þeir eru úr víneli, yfirborðið er upphleypt og ekki þarf að bóna þá. Gaf gólfdúkar eru til í ótalmörgum mynstrum. Þeir eru einnig breiðari en aðrir gólfdúkar og eru þeir 2,74 m á breidd. Aðrar byggingarvörur, sem heildverzlunin verzlar með, eru gluggakítti, loftplötur, gólfflísar, margar gerðir af gólfteppum og þakefni, sem nýlega er komið á markaðinn, en þetta er nýtt bandarískt þakefni. Söluaðilar fyrir byggingar- vörur Seifs í Reykjavík eru H. Benediktsson h.f. og Bygg- ingavöruverzlun Kópavogs, en einnig eru umboðsmenn um land allt. Af útgerðarvörum, sem heildverzlunin verzlar með, má nefna loðnu- og síldarnætur, efni í hvort tveggja, alls kon- ar tóg, svo sem teinatóg og landfestatóg, togvira, þorska- net og troll fyrir hvaða veiðar sem er. Útgerðarvörurnar eru flestar fluttar inn frá norsku fyrirtæki. Sagði Ævar, að eftirspurn eftir veiðarfærum væri mikil og mikið hefði selzt af loðnu- nótum fyrir næstu loðnuvertíð. Sagði hann ennfremur, að út- gerðarmenn byrjuðu að tryggja sér nætur strax á vorin. Sagði Ævar í lok spjallsins, að hann vseri nokkuð uggandi um hráefnisskort á næstu ár- um. Sagði hann það há mark- aðinum mikið. Gerviefni eru framleidd úr olíuafgöngum, og má búast við olíukreppu vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðar- hafs. Almennt leiguflug með farþega og vörur bæði innan- lands og til nágrannaland- anna. Aðeins flugvélin fær betri þjónustu en þér. FLUGSTOÐIN REYKJAVIKURFLUGVELLI SÍMI 11422 FV 10 1973 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.