Frjáls verslun - 01.10.1973, Blaðsíða 67
Seifur hf.
Fiutt í nýtt og stærra húsnæði
Eigendur Seifs, t. v. Ævar Guðmundsson og Stei'án G. Steians-
son ásamt starfsmanni heildsölunnar í nýju skrifstofunni við
Tryggvagötu.
Snemma í októbermánuði
flutti umboðs- og heildverzlun-
in Seifur h.f. í nýtt og stærra
húsnæði við Tryggvagötu 10 í
Reykjavík. Hafði heildverzlun-
in áður verið starfrækt í
Kirkjuhvoli. Heildvcrzlunin
verzlar með útgerðar- og bygg-
ingarvörur, og eru eigendur
hennar Ævar Guðmundsson og
Stefán G. Stefánsson. Frjáls
verzlun kom nýlega að máli
við þá félaga og átti við þá
stutt samtal.
Ævar stofnaði heildverzlun-
ina árið 1969 og hóf hún starf-
semi sína í Kirkjuhvoli. Flutti
hann þá nær eingöngu inn
byggingarvörur. Það var ekki
fyrr en á síðasta ári að inn-
flutningur á útgerðarvörum
frá Noregi hófst. Sagði Ævar,
að upphaflega hefði athafna-
þráin rekið sig út í þessi við-
skipti, en einnig hefði hann
mjög gaman af að fást við út-
gerðarvörur.
Sögðu þeir Ævar og Stefán,
að kosturinn við nýja húsnæð-
ið væri, að það er stærra,
auk þess sem það er nálægt
höfninni, á jarðhæð og er
þar gott lagerpláss.
Aukning í sölu Seifs h.f.^ hef-
ur orðið gifurleg frá því, að
fyrirtækið var stofnað. Að
sögn Stefáns var 200% aukn-
ing í sölu í krónutölu fyrstu 6
mánuði þessa árs miðað við
fvrstu 6 mánuði ársins áður.
Á síðasta ári var heildárveltan
3 milljónir króna, en heildar-
velta á þessu ári er áætluð 20
milljónir króna. Sagði Stefán,
að veltan í útgerðarvörunum
væri töluvert hærri, en í bygg-
ingarvörunum.
Þær byggingarvörur, sem
heildsalan flytur inn, eru m. a.
Gaf gólfdúkar, sem fluttir eru
inn frá Bandaríkjunum. Gólf-
dúkar þessir njóta mikilla vin-
sælda hérlendis nú. Þeir eru úr
víneli, yfirborðið er upphleypt
og ekki þarf að bóna þá. Gaf
gólfdúkar eru til í ótalmörgum
mynstrum. Þeir eru einnig
breiðari en aðrir gólfdúkar og
eru þeir 2,74 m á breidd.
Aðrar byggingarvörur, sem
heildverzlunin verzlar með,
eru gluggakítti, loftplötur,
gólfflísar, margar gerðir af
gólfteppum og þakefni, sem
nýlega er komið á markaðinn,
en þetta er nýtt bandarískt
þakefni.
Söluaðilar fyrir byggingar-
vörur Seifs í Reykjavík eru
H. Benediktsson h.f. og Bygg-
ingavöruverzlun Kópavogs, en
einnig eru umboðsmenn um
land allt.
Af útgerðarvörum, sem
heildverzlunin verzlar með, má
nefna loðnu- og síldarnætur,
efni í hvort tveggja, alls kon-
ar tóg, svo sem teinatóg og
landfestatóg, togvira, þorska-
net og troll fyrir hvaða veiðar
sem er. Útgerðarvörurnar eru
flestar fluttar inn frá norsku
fyrirtæki.
Sagði Ævar, að eftirspurn
eftir veiðarfærum væri mikil
og mikið hefði selzt af loðnu-
nótum fyrir næstu loðnuvertíð.
Sagði hann ennfremur, að út-
gerðarmenn byrjuðu að tryggja
sér nætur strax á vorin.
Sagði Ævar í lok spjallsins,
að hann vseri nokkuð uggandi
um hráefnisskort á næstu ár-
um. Sagði hann það há mark-
aðinum mikið. Gerviefni eru
framleidd úr olíuafgöngum, og
má búast við olíukreppu vegna
stríðsins fyrir botni Miðjarðar-
hafs.
Almennt leiguflug með
farþega og vörur bæði innan-
lands og til nágrannaland-
anna.
Aðeins flugvélin fær betri
þjónustu en þér.
FLUGSTOÐIN
REYKJAVIKURFLUGVELLI
SÍMI 11422
FV 10 1973
67