Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 80

Frjáls verslun - 01.10.1973, Side 80
Hansa; Hansasamsfæð- an hentuga Stálhusgagnagerð Steinars Jóhannssonar: Vönduð eldhúshúsgögn f Stálhúsgagnagerðinni eru smíðuð nær eingöngu skóla- og eldhúshúsgögn. Eldhúshúsgögn- in eru falleg, stílhrein og sterk og eiga vel við í hvaða eldhúsi sem er. Til eru ýmsar stærðir og gerðir af eldhúshúsgögnunum, svo sem kringlótt, sporöskju- laga og köntuð, og getur kaup- andinn einnig valið um fjöl- marga liti á eldhúsborðið. Á borðplötunum er harðplast, sem framleitt er nú í öllum tízkulitum. Borðin eru einnig af ýmsum stærðum. Þessi borð eru mikið seld á veitingastaði út um allt land, bæði hótel- og matsölu- staði. Borðin eru mjög vönduð, og hægt er að fá plastkant eða viðarkant á borðið eftir ósk- um. Stólarnir eru mjög vand- 80 Gífurleg sala hefur verið í Hansa húsgögnunum, og þó að- allega hansahillunum frægu, sem hvert mannsbarn þekkir nú orðið, og eru á allmörgum heimilum á landinu. Svo mikil er eftirspumin eftir hillunum kunnu, að smiðirnir hafa varla undan við að smíða, og aldrei er nógsamlega smíðað. Þær fást í tveimur viðartegundum, eik og teakki, og kostar hver hilla um 830 krónur. Nú eiga milliveggir til að skipta herbergjum miklum vinsældum að fagna hérlendis. Þessir milliveggir fást í Hansa og eru nefndir Hansasamstæð- ur. í Hansasamstæðum eru fá- anlegar þrjár breiddir af hill- um, 8 gerðir af skápum, með viðar- eða glerhurðum, og tvær gerðir af borðum. Samstæðan er góð lausn á því vandamáli að nýta húsnæði á sem smekk- legastan hátt, og hafa þó sem mest svigrúm fyrir íbúana. Hansa milliveggur á heimili í Reykjavík. Hansasamstæðan fæst í þremur viðartegundum, eik, teak og maghony. Kaupa má einingar í samstæðuna eftir þörfum. Þessi samstæða hent- ar vel í nær öll herbergi íbúð- arinnar, stofu, dagstofu, boi'ð- stofu, forstofu og svefnher- bergi, því að hún hentar ekki aðeins sem milliveggur, held- ur einnig uppi við vegg. Einnig má skipta herbergjum á mjög skemmtilegan hátt. í íbúðum, þar sem t. d. er stór stofa, en engin borðstofa, má nota þessa milliveggi til að skipta stofunni í borð- og stássstofu. Sporöskjulaga eldhúsborð og stólar. aðir og stílhreinir. Kaup- endur geta valið um tau- eða plastáklæði eftir smekk. Húsgögn þessi eru ekki dýr og kostar kringlótt eldhúsborð með fjórum stólum aðeins um 14 þúsund krónur. Það má geta þess, að auðveldlega komast 6 manns við kringlótt borð og hefur það verið vinsælt að kaupa litla kolla með. Eru þeir ekki dýrir og kosta frá 655- 850 krónum. Sporöskjulaga borð með fjórum stólum er nokkuð dýrara eða um 20 þús- I und krónur. Verðmismunurinn liggur m. a. í því, að meira er borið í stólana. En verðið á stólunum í Stálhúsgagnagerð- inni er frá 1500-3000 krónur. Stálhúsgagnagerð Steinars Jó- hannssonar smíðar skólaborð og stóla fyrir alla barna- og gagnfræðaskóla í Reykjavík, en einnig húsgögn fyrir aðra skóla, svo sem Háskóla íslands. í Stálhúsgagnagerðinni vinna að staðaldri 20-30 manns við járnsmíði, trésmíði og bólstr- un. FV 10 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.