Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 21

Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 21
Tungumálavandamái Sameinuðu I Þjóðanna Eftir að Austur- og Vestur- Þýzkaland fengu aðild að Sam- einuðu þjóðunum, hefur þrýst- ingurinn aukizt innan samtak- anna á að fjölga opinberum tungumálum, sem notuð eru innan vébanda þeirra. í lok síð- asta árs féllust Sameinuðu þjóð- irnar á kröfu Arabaríkjanna um að bæta arabísku við bau mál, sem notuð eru innan sam- takanna, en fyrir voru fimm tungumál, þ. e. a. s. enska, franska, spánska, rússneska og kínverska. Umrædd fimm tungumál hafa verið notuð frá stofnun samtakanna árið 1945. Notkun kínverskunnar var nánast engin meðan Formósa átti aðild að S.þ. og Kína fékk ekki aðild. Eftir að Kína varð aðildarríki, þá krafðist kín- verska stjórnin þess, að kín- verska yrði notuð á borð við hin tungumálin fjögur. Hin skyndilega krafa hefur kostað S.þ. háar fjárhæðir, enda var nauðsynlegt að þjálfa túlka á stuttum tíma, þýða flestöll skjöl samtakanna á kínversku og ýmislegt fleira fylgdi í kjöl- farið. Ríkisstjórn Líbíu krafðist þess, að arabíska yrði eitt af hinum opinberu tungumálum samtakanna og fékk sú krafa mjög góðan hljómgrunn hjá öðrum Arabaríkjum, en það varð til þess að hún var sam- þykkt. Hin auðugu olíuríki Araba féllust á að greiða kostn- aðaraukann sem, fylgdi breyt- ingunni innan S.þ. Krafa Araba- ríkjanna hefur orðið til þess, að nú óska fleiri ríki eftir því að opinberum tungumálum S.þ. verði enn fjölgað. Fulltrúi Keníu hefur bent á, að Afríka sé eina heimsálfan innan S.þ., sem ekki hefur fengið eitt af tungumálum sínum viðurkennt sem opinbert tungumál samtak- anna. Hann lagði til, að Swahíli yrði fyrir valinu. JAPAN í ÖRYGGISRÁÐIÐ? Japanska stjórnin hefur ekki haft mjög mikinn áhuga á að japanskan bætist á lista hinna opinberu tungumála S.þ. fram að þessu, en hún æskir þess, að Japanir fái fast sæti í Oryggis- ráðinu og byggir kröfu sína á þvi, að Japan sé eitt af vold- ugustu ríkjum heims. Ef þessi japanska tillaga á að ná fram að ganga, verður að breyta stofnskrá S.þ., en það er hæg- ara sagt en gert. Þjóðverjar vildu að S.þ. við- urkenndu þýzku sem, eitt aðal- mál samtakanna, en þeir drógu tillöguna til baka fljótlega eítir að bæði þýzku ríkin fengu að- ild að S.þ. Nú berast þær frétt- ir, að þeir ætli að endurnýja kröfurnar um þetta atriði, og benda t. d. á þá staðreynd, að rúmlega 100 milljónir manna nota þýzku sem móðurmál, en það eru fleiri en tala frönsku. Japanir voru fljótir að grípa þetta atriði, og segja nú, að 110 milljónir manna tali japönsku sem móðurmál og fleiri milljón- ir Asíubúa að auki nota jap- önsku sem aðalmál, eða sem aðal erlenda tungumálið, sem þeir nota. ENSKA ER AÐALMÁLIÐ Eins og á öllum sviðum heimsmálanna, þá er enskan aðaltungumálið innan S.þ., hvað svo sem hver segir eða vill. Flestallir fulltrúar, sem sitja þing S.þ. skilja og nota ensku á fundum og í öllu starfi innan samtakanna. Það má geta þess til gamans, að móðurmál Kurt Waldheims, aðalfram- kvæmdastjóra S.þ., er þýzka, en hann er Austurríkismaður, og hún var einnig móðurmál Henry Kissingers, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, áður en hann varð bandarískur þegn. Þegar Waldheim og Kissinger ræðast við, nota þeir aldrei ann- að en ensku. Ástæðan er sögð vera sú, að þeir skilji betur enskt diplomataorðalag en þýzkt. BRANDT HÉLT RÆÐU Á ÞÝZKU Þegar Willy Brandt, fyrrver- andi kanslari V.-Þýzkalands, flutti ræðu á Allsherjarþingi S.þ. í fyrra, talaði hann þýzku, en þar sem það er ekki opin- bert mál samtakanna, varð hann sjálfur að útvega túlkana. Brandt talaði á þýzku vegna þess að hann óttaðist, að ef hann notaði ensku, yrði það til þess, að fulltrúi A.-Þýzkalands talaði rússnesku, en það myndi undirstrika á óþægilegan hátt aðskilnað þýzku ríkjanna. FRAKKAR FAGNA FJÖLGUN TUNGUMÁLA Frakkar, sem ætíð hafa minnimáttarkennd gagnvart enskunni, eru hlynntir því, að opiberum málum S.þ. verði fjölgað á þeim forsendum að það myndi sjálfkrafa draga úr notkun enskunnar innan sam- takanna. Til skamms tíma fluttu flestir fulltrúar Araba- ríkjanna mál sitt á ensku, en nú tala þeir arabísku. Ef þýzka bættist við, þá gætu fulltrúar þýzku ríkjanna, Austurríkis og fleiri Evrópuþjóða talað þýzku

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.