Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 27

Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 27
Samiiéarmaður Davíð Sch. Thorsteinsson, iðnrekandi: „ Eigum að endurskoða afstöðu okkar til EFTA-aðildarinnar fáist aðlögunartíminn ekki lengdur” Framtíð dreifbýlisins byggist á því að þar verði stundaður framleiðsluiðnaður Davíð: „Samkeppni íslenzkra iðnfyrirtækja hefur veitt erlendu fyrirtækjunum aðhald og haldið verðlaginu niðri.“ Davíð Sch. Thorsteinsson er einn þeirra ungu íslenzku at- hafnamanna sem á síðustu ár- um hafa getið sér gott orð fyr- ir farsæla stjórnun á stóru fyr- irtæki en jafnframt haft tíma aflögu til að vinna ötullega að félagsmólum í þágu hins al- menna borgara og ekki síður á hinu þrengra sviði hagsmuna- samtaka iðnrekenda á íslandi. Davíð lauk stúdentsprófi ár- ið 1949 og las síðan læknis- fræði við háskólann. Þar lærði hann undirstöðuatriði efna- fræði, sem áreiðanlega hafa komið honum að gagni þegar hann breytti algjörlega um starfsvettvang og fór að vinna sem verksmiðjustjóri hjá smjörlíkisgerðunum þrem í Reykjavík. árið 1951. Og þeg- ar fyrirtækin síðar sameinuð- ust um eitt framleiðslu- og sölufyrirtæki, sem síðar var nefnt Smjörlíki hf., var hann ráðinn annar framkvæmda- stjóri þess. Þau eru ófá trúnaðarstörfin, sem Davíð Sch. Thorsteinsson hefur gegnt á liðnum árum og rækir enn. Hann hefur verið formaður stjórnar Rauða kross íslands og Flóttamannaráðs. Hann hefur verið í stjórn Verzlunarráðs íslands og á nú sæti í stjórn Vinnuveitenda- sambands íslands. En síðustu árin hefur Davíð einkanlega helgað stafskrafta sína ýmsum samtökum, stjórnum og nefnd- um frajnleiðsluiðnaðarins og nú fyrir skömmu var hann kjörinn formaður Félags ís- lenzkra iðnrekenda, í stað Gunnars J. Friðrikssonar, sem lét af störfum eftir langt og fax-sælt starf í þágu félagsins. í tilefni af þessum tímamót- um er F.V. ánægja að ræða við Davíð Sch. Thorsteinsson og þá fyrst og fremst um hagsmunamál íslenzks iðnaðar eins og staða hans er um þess- ar mundir. F.V.: — Það er sagt að vandi f ylgi vegsemd hverri. Krefst ekki formennska í sam- tökum iðnrekenda mikils tíma, fyrirhafnar og raunverulega átaka stundum, ef menn ætla að vera „góðir formenn“? Davíð: — Mér er það mikill heiður 'xð hafa verið sýnt það traust að vera kosinn formað- ur í Félagi ísl. iðnrekenda. En FV 7 1974 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.