Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 43
greitt 43 millj. kr. af framlag-
inu.
Á undanförnum árum hefur
verið auglýstur tími til mótr
töku á lánsumsóknum til sjóðs-
ins. Ákveðið var á síðasta ári
að taka við umsóknum allt ár-
ið og verður svo, þar til annað
verður ákveðið.
Umsóknir mótteknar á árinu
1973 fengu eftirgreinda af-
greiðslu:
Samþykktar voru 290 eða57%
Synjað var...... 139 eða28%
Óafgreitt 31/12’73 77 eða 15%
506 100%
Heildarlánsbeiðnir umsókna
voru á árinu 1.192 millj. kr.,
sem er næstum þreföldun frá
1972. Samtals var á árinu sam-
þykkt að lána 342.5 millj. kr.
til útborgunar árin 1973 og
1974.
Eigið ráðstöfunarfé sjóðsins
er áætlað um 270 millj. kr. á
þessu ári. Verði ekki gerðar
aðrar ráðstafanir, er ljóst, að
nauðsynlegt verður að auka til
muna lántökur sjóðsins á næst-
unni, ellegar verður nauðsyn-
legt að sinna hlutfallslega
færri umsóknum nú en undan-
farin ár.
Þann 1. júlí 1971 skipaði iðn-
aðarráðherra eftirtalda menn í
stjórn Iðnlánasjóðs til fjögurra
ára: Formaður, Tómas Vigfús-
son, húsasmíðameistari, skipað-
ur af ráðherra án tilnefningar,
Gunnar J. Friðriksson, forstjóri,
tilnefndur af Félagi íslenzkra
iðnrekenda og Ottó Schopka,
framkvæmdastjóri, tilnefndur
af Landssambandi iðnaðar-
manna. Með bréfi dags. 21. jan-
úar 1972 skipaði iðnaðarráð-
herra Inga R. Helgason, hrl.,
formann stjórnai- sjóðsins í
veikindaforföllum Tómasar Vig-
fússonar. Þá var Ottó Schopka
leystur frá störfum að eigin
ósk í upphafi þessa árs og í
stað hans tilnefndi Landssam-
band iðnaðarmanna Gunnar S.
Björnsson, húsasmíðameistara.
• Iðnrekstrarsjóður
Lög um Iðrekstrarsjóð voru
samþykkt á Alþingi í apríl 1973.
í 6. og 7. gr. laga sjóðsins segir
svo um hlutverk hans:
6. gr.
Hlutverk sjóðsins skal vera
að styrkja útflutningsstarfsemi
og erlenda markaðsöflun í þágu
iðnaðarins m. a. með eftirfar-
andi aðgerðum:
,að stuðla að aukinni ráðgjöf,
þjálfun og tækniþjónustu með
framlögum eða lánum til stofn-
ana, sem starfa einvörðungu í
þágu iðnaðarins,
að auka framleiðni með
stuðningi við aðgerðir, sem
stefna að aukningu afkasta í
iðnaði, meiri sérhæfingu í fram-
leiðslu iðnfyrirtækja og virkari
stjórnun þeirra,
að hvetja til samvinnu og
samr,una iðnfyrirtækja með lán-
um eða styrkjum, í þeim til-
gangi að byggja upp hagkvæm-
ari rekstrareiningar, þó þannig
,að ekki verði dregið úr eðlilegri
samkeppni innanlands.
7. gr.
Sjóðurinn má kaupa og selja
hlutabréf í starfandi fyrirtækj-
um, taka þátt í stofnun nýrra
hlutafélaga, sem og með öðrium
hætti afla sér eignarhluta í
starfandi eða nýjum fyrirtækj-
um, enda samrýmist slík ráð-
stöfun tilgangi sjóðsins.
Stjórn sjóðsins ákveður skil-
yrði fyrir þátttöku sjóðsins
hverju sinni, hvort sem um er
að ræða hlutafjárkaup, fjár-
framlög, lánveitingar eða styrk-
veitingar. Sama gildir um láns-
kjör.
Við ákvörðun lánskjara og
vaxta skal leita umsagnar
Seðlabanka íslands.
Enda þótt hlutverk sjóðsins
sé tæplega nægilega vel skil-
greint með tilliti til annarra
sjóða, sem starfa í þágu iðnað-
arins, er ekki vafi á því, að
hann getur margt gott látið af
sér leiða. Hefur sjóðsstjórnin
því lagt áherzlu á að vinna i
takt við aðra sjóði, einkum Iðn-
lánasjóð og Iðnþróunarsjóð.
Þær kröfur hafa verið gerð-
ar til umsókna, að verkefnin
væru vel skilgreind og afmörk-
uð í tíma og að í þeim fælust
útflutningsmöguleikar.
Um 40 umsóknir
Ráðstöfunarfé sjóðsins á síð-
asta ári nam um 96 m. kr., en
einungis 8 m. kr. voru veittar
í lán og/eða styrki. Var var-
færni beitt í upphafi við lána-
og styrkveitingar á meðan starf-
semi sjóðsins var í mótun.
Samtals hafa sjóðnum borist
um 40 umsóknir frá upphafi og
hafa margar þeirra hlotið af-
greiðslu á þessu ári.
Lánakjör sjóðsins hafa verið
ákveðin í samráði við Seðla-
banka íslands og eru þau 11%
vextir af almennum lánum og
11V2% vextir af véla- og bygg-
ingalánum. Lánstími vélalána
getur verið allt að 7 ár og ann-
arra lána allt að 12 ár. Lánin
skulu að jafnaði vera fasteigna-
tryggð og má lánsupphæð ekki
fara yfir 70% af verðmæti
hinnar veðsettu eignar. Stjórn
sjóðsins er heimiit í sérstökum
tilvikum að víkja frá áður-
nefndum lánskjörum.
Fulltrúi F.Í.I. í stjórn Iðn-
rekstrarsjóðs er Haukur Bjöims-
son, framkvæmdastjóri F.Í.I.
Fundir árið 1974 voru 11.
FV 7 1974
43