Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 79

Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 79
hálftómum bílum ásamt dýr- um byggingum, sem ráðizt var í að reisa, reyndust félaginu þungar í skauti. VILJA NIÐURSUÐU LANDBÚNAÐARAFURÐA Leitast 'hefur verið við, að koma á léttum iðnaði í Vík. Stofnað var hlutafélag um prjónastofu, sem nú hefur um 20 manns í vinnu, aðallega húsmæður í þorpinu. Byrjað var á að prjóna kápurnar frægu, en svo varð nokkur samdráttur á erlendum mörk- uðum. Sagði sr. Ingimar útlit- ið nú vera gott, og myndi markaðir opnast í Ameríku, Rússlandi og,á Norðurlöndum. Álafoss, Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og Sambandið sja um_ dreifingu á prjónavörunni. Ýmislegt annað hefur verið íhugað og hafa hreppsyfirvöld leitað fyrir sér með niður- suðu á landbúnaðarvörum, sem þau vilja koma á laggim- ar í Vík. Er mikill áhugi á þessu máli og ætlar hreppsfé- lagið að greiða fyrir því, að einstaklingar hefji slika starf- semi. OLÍUMALARLAGNIR. Um framkvæmdir 'hreppsfé- lagsins, sagði sr. Ingimar, að gatna- og holræsagerð hafi staðið yfir. Þurfti að skipta um allt kerfið, sem var gert úr tunnum, og þær farnar að láta á sjá nú. Áf aðalgötunni í þorpinu hafa verið steyptir 420 metrar, og núna er lokið undirbúningi fyrir lagningu olíumalar á allt, sem eftir er af gatnakerfinu, og er ætlun- in að Ijúka því verki næsta sumar. Þegar hefur 9 milljón- um króna verið varið til gatnagerðar. Nú hefur Hvammshreppur eignazt allar lóðir og land í nágrenni Víkur. f fyrra voru tvær jarðir í nágrenni kaup- túnsins, Norður- og Suður-Vík, keyptar á 15 millj. Eru þær 2000 hektarar ræktaðs lands með tveimur íbúðarhúsum og sæmilegum útihúsum á ann- arri jörðinni. Verður nú ráð- izt í skipulagningu á landi um- hverfis Vík í Mýrdal, sem nægja mun 3000 manna byggð. Hreppsfélagið hefur í undirbúningi að reisa íbúðar- hús fyrir kennara og héraðs- hjúkrunarkonu, svo að hús- næðisskortur komi ekki í veg fyrir, að þessir starfskraftar ráðist til starfa þar eystra. Húsnæðisskortur er í Vík, eins og víðar í dreifbýlinu, og voru marfíir á biðlista, er kaupfé- lagið afréð að byggja fjórar í- búðir í fyrra. Þær voru gerð- ar fokheldar, en kaupendur fengu þær á bví stigi og klár- uðu, en greiddu áfallinn kostn- að. Er fullur hugur í mönnum að byggja meira með þessum hætti, ef fjármagn verður fyr- ir hendi. iSr. Ingimar Ingimarsson tjáði F. V., að viðhald vega í nágrenni Víkur væri ekki nógu gott. Fyrir ofan Vík er vegarkafli, sem lokast af snjó og er oft eini farartálminn á leið til Víkur. Ef höfn verður gerð við Dyrhólaey eða um- ferð eykst til muna, telja Vík- urbúar eðlilegt, að vegur verði lagður fyrir Reynisfjall eða í gegnum það. Á Mýrdalssandi verður oft illfært vegna krapa og snjóa. Tillögur hafa verið gerðar um að flytja veginn nær sjó en þeim ekkert ver- ið sinnt. Þeirri afstöðu yfir- valda veldur sennilega yfirvof- andi Kötluhlaup. Aðspurður um viðbúnað í Vík vegna Kötlugoss, sem beðið er eftir, sagði sr. Ingi- mar, að búið væri að skipu- leggja og æfa almannavarna- kerfi, sem mikið öryggi ætti að vera í. Það eru aðallega bílar á Mýrdalssandi og byggð- in niðri á sandinum hjá Vík, sem yrðu í hættu, en ekkert ber á ugg hjá íbúum Víkur vegna þessarar hættu. Um hafnargerð í Dyrhólaey sagði sr. Ingimar að lokum, að rannsóknum væri ekki lokið, og á meðan aðhefðust stjórn- völd ekkert. Það er trú Víkur- búa eins og fleiri aðila, að á svæðinu allt frá Höfn í Horna- firði til Þorlákshafnar sé hafn- argerð í Dyrhólaey langhag- kvæmust og heppilegust. Veld- ur því fyrst og fremst lega helztu fiskimiða bátaflotans rétt undan eynni og sagði sr. Ingimar, að á veturna minnti ljósadýrðin frá bátunum á miðunum á stórborg að kvöld- lagi. Pálmi Jóhannsson, verk- fræðingur, telur, að miðað við verðlag 1973 megi koma upp góðri innri- og ytrihöfn við Dyrhólaey fyrir rúmar 1000 milljónir króna. „Hafnarmálastjóri segir hins vegar, að kostnaðurinn verði 2000 milljónir og þar stendur hnífurinn í kúnni“, sagði sr. Ingimar að lokum. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Eina íþróttablað landsins. Fjallar um íjDróttir og útilíf. Áskriftasímar 82300 — 82302 FV 7 1974 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.