Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Síða 79

Frjáls verslun - 01.07.1974, Síða 79
hálftómum bílum ásamt dýr- um byggingum, sem ráðizt var í að reisa, reyndust félaginu þungar í skauti. VILJA NIÐURSUÐU LANDBÚNAÐARAFURÐA Leitast 'hefur verið við, að koma á léttum iðnaði í Vík. Stofnað var hlutafélag um prjónastofu, sem nú hefur um 20 manns í vinnu, aðallega húsmæður í þorpinu. Byrjað var á að prjóna kápurnar frægu, en svo varð nokkur samdráttur á erlendum mörk- uðum. Sagði sr. Ingimar útlit- ið nú vera gott, og myndi markaðir opnast í Ameríku, Rússlandi og,á Norðurlöndum. Álafoss, Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og Sambandið sja um_ dreifingu á prjónavörunni. Ýmislegt annað hefur verið íhugað og hafa hreppsyfirvöld leitað fyrir sér með niður- suðu á landbúnaðarvörum, sem þau vilja koma á laggim- ar í Vík. Er mikill áhugi á þessu máli og ætlar hreppsfé- lagið að greiða fyrir því, að einstaklingar hefji slika starf- semi. OLÍUMALARLAGNIR. Um framkvæmdir 'hreppsfé- lagsins, sagði sr. Ingimar, að gatna- og holræsagerð hafi staðið yfir. Þurfti að skipta um allt kerfið, sem var gert úr tunnum, og þær farnar að láta á sjá nú. Áf aðalgötunni í þorpinu hafa verið steyptir 420 metrar, og núna er lokið undirbúningi fyrir lagningu olíumalar á allt, sem eftir er af gatnakerfinu, og er ætlun- in að Ijúka því verki næsta sumar. Þegar hefur 9 milljón- um króna verið varið til gatnagerðar. Nú hefur Hvammshreppur eignazt allar lóðir og land í nágrenni Víkur. f fyrra voru tvær jarðir í nágrenni kaup- túnsins, Norður- og Suður-Vík, keyptar á 15 millj. Eru þær 2000 hektarar ræktaðs lands með tveimur íbúðarhúsum og sæmilegum útihúsum á ann- arri jörðinni. Verður nú ráð- izt í skipulagningu á landi um- hverfis Vík í Mýrdal, sem nægja mun 3000 manna byggð. Hreppsfélagið hefur í undirbúningi að reisa íbúðar- hús fyrir kennara og héraðs- hjúkrunarkonu, svo að hús- næðisskortur komi ekki í veg fyrir, að þessir starfskraftar ráðist til starfa þar eystra. Húsnæðisskortur er í Vík, eins og víðar í dreifbýlinu, og voru marfíir á biðlista, er kaupfé- lagið afréð að byggja fjórar í- búðir í fyrra. Þær voru gerð- ar fokheldar, en kaupendur fengu þær á bví stigi og klár- uðu, en greiddu áfallinn kostn- að. Er fullur hugur í mönnum að byggja meira með þessum hætti, ef fjármagn verður fyr- ir hendi. iSr. Ingimar Ingimarsson tjáði F. V., að viðhald vega í nágrenni Víkur væri ekki nógu gott. Fyrir ofan Vík er vegarkafli, sem lokast af snjó og er oft eini farartálminn á leið til Víkur. Ef höfn verður gerð við Dyrhólaey eða um- ferð eykst til muna, telja Vík- urbúar eðlilegt, að vegur verði lagður fyrir Reynisfjall eða í gegnum það. Á Mýrdalssandi verður oft illfært vegna krapa og snjóa. Tillögur hafa verið gerðar um að flytja veginn nær sjó en þeim ekkert ver- ið sinnt. Þeirri afstöðu yfir- valda veldur sennilega yfirvof- andi Kötluhlaup. Aðspurður um viðbúnað í Vík vegna Kötlugoss, sem beðið er eftir, sagði sr. Ingi- mar, að búið væri að skipu- leggja og æfa almannavarna- kerfi, sem mikið öryggi ætti að vera í. Það eru aðallega bílar á Mýrdalssandi og byggð- in niðri á sandinum hjá Vík, sem yrðu í hættu, en ekkert ber á ugg hjá íbúum Víkur vegna þessarar hættu. Um hafnargerð í Dyrhólaey sagði sr. Ingimar að lokum, að rannsóknum væri ekki lokið, og á meðan aðhefðust stjórn- völd ekkert. Það er trú Víkur- búa eins og fleiri aðila, að á svæðinu allt frá Höfn í Horna- firði til Þorlákshafnar sé hafn- argerð í Dyrhólaey langhag- kvæmust og heppilegust. Veld- ur því fyrst og fremst lega helztu fiskimiða bátaflotans rétt undan eynni og sagði sr. Ingimar, að á veturna minnti ljósadýrðin frá bátunum á miðunum á stórborg að kvöld- lagi. Pálmi Jóhannsson, verk- fræðingur, telur, að miðað við verðlag 1973 megi koma upp góðri innri- og ytrihöfn við Dyrhólaey fyrir rúmar 1000 milljónir króna. „Hafnarmálastjóri segir hins vegar, að kostnaðurinn verði 2000 milljónir og þar stendur hnífurinn í kúnni“, sagði sr. Ingimar að lokum. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Eina íþróttablað landsins. Fjallar um íjDróttir og útilíf. Áskriftasímar 82300 — 82302 FV 7 1974 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.