Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 83

Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 83
lendis frá og auka möguleika á snyrtilegri og gallalausri fram- leiðslu. Vélarnar eru keyptar frá Bandaríkjunum og Noregi og var verð þeirra 5 millj. Véla- kostur Glerborgar er nú lyfta, glerskurðarborð, límblöndunar- vél og þvottavél. Verð á glæru gleri er 3200-4500 krónur fermeter- inn, litað og munstrað gler er yfirleitt 10-15% dýrara. Aígreiðslutími glersins er 3-4 vikur eftir að breytingarnar urðu, þar sem hann var áður 6-8 vikur. Á s.l. ári var framleiðslan gleri, en áætlða er að hún verði á þessu ári 25-30000 fermetrar. Að lokum sagði Bjarni, að sala glers væri mjög árstíða- bundin og er mest sala seinni hluta árs, en janúar-maí er daufasti tíminn. 19000 fermetrar af einangrunar- Verk hf: Verksmiðjuframleidd einingahús gefa kosf á allt að 30% lægri byggingarkostnaði Sérhverjum húsbyggjenda hlýtur að vera það kappsmál, að byggingarkostnaður verði sem lægstur, og að vinnan geti gengið fljótt fyrir sig. Ýmsar tilraunir í þessa átt hafa verið gerðar víða um heim á undan- förnum árum, og beinist at- hyglin í vaxandi mæli að verk- smiðjuframleiðslu, til að spara álagið á iðnaðarstéttunum, sem eiga fullt í fangi með að svara sífellt aukinni eftir- spurn. Eitt af uppfinningum á sviði byggingarmála síðast liðin ár er Iramleiðsla einingarhúsa. Verk h/f hefur notfært sér þessa framför, og látið reisa 800 fermetra verksmiðju í Kópavogi til þess að framleiða veggeiningar úr járnbentri steinsteypu fyrir útveggi. j verksmiðjunni starfa 15-20 manns, og forstjóri hjá Verk h/f er Kjartan Blöndal, fram- kvæmdastjóri Gunnar Hólm- steinsson og sölumaður Páll Gunnarsscn. Rúmt ár er síðan að fram- leiðsla einingahúsanna hófst og á þeim tíma hefur fyrirtækið reist rúmlega eitt hundrað hús, en á næstu árum ætti afkasta- geta verksmiðjunnar að geta orðið 140-160 einbýlishús á ári. Breidd („modull") veggein- inganna er 60 sm og hægt er að fá fjórar hæðir: 0,45-0,90-1,80- 2,67 m og er stærsta einingin full vegghæð. Einingarnar henta flestum grunnmyndum af einnar hæða húsum, og þarf að- eins að gæta þess, að lengdir út- veggja séu margfeldi af 60. HÚSIÐ FOKHELT Á 10 DÖGUM Einingarnar eru auðflytjan- legar og sér Verk h/f um að flytja þær á byggingarstað. Með einföldum hjálpartækjum geta tveir til þrír menn reist húsið á nokkrum dögum. Einingarnar eru boltaðar saman að þéttilistum úr plasti cg er notkun krana ekki nauð- synleg. Býður þessi byggingar- aðferð upp á mikinn tímasparn- að, og hægt er að gerahúsin fok- held á tíu dögum frá því byrjað var að reisa veggeiningarnar. Auk þess er heildarkostnaður við fullfrágengin einingahús u. þ. b. 30% lægri, en þegar byggt er eftir gömlu aðferðinni. ÓDÝRARI ÞAKSPERRUR Verk h/f framleiðir einnig þaksperrur úr tré, og ef þær eru tilbúnar þegar veggir eru reistir er hægt að stífa húsið af jafn óðum. í þeim tilfellum, þar sem eitt eða tvö skilrúm í lengdarátt húss eru gerð bei'- andi, er hægt að komast af með efnisminni og þar af leiðandi ódýrari sperrur. MÚRHÚÐUN ÓÞÖRF Yfirborð veggeininganna er hraunað og er múrhúðun að ut- an óþörf; aðeins þarf að mála húsið. Við frágang útveggjanna að innan má t. d. setja upp tré- grind og festa hana að innan við fyrrnefnda bolta í útveggj- um. Síðan er einangrað og hægt er að koma raflögnum og hita- rörum fyrir í einangrun, og að lokum er veggurinn klæddur. STAÐLAÐIR GLUGGAR Fyrirtækið er um það bil að hefja framleiðslu á stöðluðum gluggum. Þeir verða framleidd- ir samkvæmt stöðluðum teikn- ingum og afhendast tilbúnir til samsetningar á byggingarstað. Áætlað er að sala glugganna hefjist fyrri hluta næsta vetrar. íþrótta- blaðið Eira íþróttablað landsins. Fiallar um íþróttir og útilíf. Áskriftasímar: 82300 — 82302 FV 7 1974 8,3

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.