Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 86
Málning hf.
Samvinna við erlendar málningar-
verksmiðjur
Einn af starfsmönnum hjá Málning h/f við framleiðslustörf.
Málning hf. var stofnað í
janúar 1953 að Kársnesbraut
32 í Kópavogi, þar sem hún er
enn til húsa.
Upphaflega var húsnæðið,
sem fyrirtækið hafðd til um-
ráða aðeins 60 fermetra að
stærð og framleiðsluvörur
voru málning og dúkalím.
Nú er fyrirtækið starfrækt í
2000 fermetra húsnæði, og
vinna þar 55 manns, sem sjá
um framleiðslu á límum, hús-
gagna- og gólflökkum, þétti-
efnum, bæsum og málningu.
Plastmálning er stærsti liður-
inn, eða um 20% af heildar-
sölunni.
Eigendur fyrirtækisins eru
Baldvin Einarsson, Björn Hall-
dórsson, Kolbeinn Pétursson,
Eggert Kristinsson og Hall-
dóra Samúelsdóttir. Fram-
kvæmdastjóri er Ragnar Þór
Magnússon.
Fyrirtækið hefur alla tíð
unnið í samvinnu við erlend-
ar málningarverksmiðjur, til að
tryggja gæði þeirrar vöru, sem
er á boðstólnum. Lengst fram-
an af var unnið í samvinnu
við bandaríska verksmiðju, en
árið 1973 hófst samstarf við
dönsku verksmiðjuna Dyrup
og Co., og er hún með stærstu
verksmiðiium sinnar tegundar
í Danmörku. Samvinnan er að-
allega á sviði plastmálningar
og nýtur Málning góðs af
framförum, sem fram koma
hjá verksmiðjunni, jafnframt
því að hafa aðgang að rann-
sóknarstofu hennar. Þá hefur
Málning einnig flutt inn vörur
frá Dyrop, sem ekki eru fram-
leiddar hérlendis, til að gefa
viðiskiptavinum kost á sem
mestu úrvali.
LYKTARLAUST
VATNSLAKK.
Ein nýjasta uppfinningin á
sviði málningarvöru í heimin-
um, er vatnslakk, sem kemur
í staðinn fyrir olíulakk. Máln-
ing hf. framleiðir þetta nýja
lakk, undir nafninu Kópal-
hitt, og sagði Ragnar Magnús-
son, framkvæmdastjóri, að
vatnslakkið væri ekki eins
vandmeðfarið og olíulakkið,
auk þess er það lyktarlaust.
Vatnslakkið er slitsterkara, en
málning. og hægt er að nota
það utanhúss, sem innan á tré
stein og járn. Það er nýjung
að vatnsþynnt efni sé notað á
járn. Siðast en ekki sízt er
það stór kostur á tímum
mengunar, að nota vatn í stað-
inn fyrir olíu við framleiðslu.
800 LITIR.
Um leið og samvinnan við
Dyrop 'hófst, tók Málning hf.
upp nýtt kerfi í sambandi við
litaval á málningu. Þá var
byrjað að framleiða málningu
eftir dönsku og sænsku lita-
kerfi, sem hægt er að blanda
með litarefnum í þar til gerð-
um vélum, sem eru í verzlun-
um. Með þessari nýju aðferð
er hægt að ná fram 800 mis-
munandi litum í úti — sem
innimálningu.
Hvað viðkemur utanhúss-
málningu (Kopal dyrotex) eru
einnig framleiddir 11 stand-
ardlitir. Þessum litum er síðan
hægt að blanda innbyrðis og
ná þannig fram 40-50 litum.
Litaspjöld liggja frammi í
verzlunum, og á þeim standa
blöndunarreglur fyrir hvern
lit.
FYLGJAST VEL MEÐ
FRAMLEIÐSLUNNI.
Að lokum má geta þess að
Málning hf. starfrækir rann-
sóknarstofu, og vinna við hana
tveir verkfræðingar og tveir
aðstoðarmenn. Tilgangur rann-
sóknarstofunnar er fyrst og
fremst sá að fylgjast með
framleiðslunni, til að tryggja
gæði hennar, og auk þess er
sifellt verið að prófa nýjar
framleiðsluvörur, og reynt að
koma öllum uppfinningum,
sem fyrst á markaðinn.
86
FV 7 1974