Frjáls verslun - 01.07.1974, Qupperneq 87
Verklegar framkvæmdir
Nóg að starfa á vegum
verktaka
Frjáls verzlun hafði samband við nokkra verktaka og spurðist fyrir um
helztu verkefni, sem þeir vinna að um þessar mundir.
Ástvaldur Jónsson s.f.
Stigahlíð 37.
Ástvaldur Jónsson, rafvirkja-
meistari tjáði blaðinu, að á sín-
um vegum væri verið að leggja
raflagnir í tvö stór hús, Heild
hf., hús samtaka heildsala við
Klettagarða, og hús Blindrafé-
lagsins við Hamrahlíð. Eru
framkvæmdir þegar komnar á
lokastig, og verður lokið við að
leggja raflagnir í hús Blindra-
félagsins í haust. Önnur aðal-
verkefni Ástvalds eru smíði á
stórum rafmagnstöfluskápum
fyrir stórar byggingar, svo sem
verksmiðjur, og einnig hefur
verið unnið við raflagnir fýrir
einkaaðila í Reykjavík og ná-
grenni.
Björgun hf.
Sævarhöfða 13.
Verkefni fyrirtækisins eru
öll tengd sanddæluskipinu
Sandey, en það skip sér sem-
entsverksmiðjunni á Akranesi
fyrir öllum þeim skeljasandi,
sem verksmiðjan þarfnast
til sementsframleiðslunnar. —
Skeljasandinum er dælt í skip-
ið úr Faxaflóa á þann hátt, að
49 m langt sogrör er sett niður
á botn flóans og sandi dælt upp
frá botninum og í lestir skips-
ins. Þegar lestirnar hafa verið
fylltar og sjórinn skilinn frá
sandinum er siglt til Akraness,
og sanddæla skipsins er þar á
höfninni tengd við landleiðslu
og sandinum dælt inn í þró við
Sementsverksmiðju ríkisins.
Sandey dælir að meðaltali upp
120 þúsund rúmmetrum af
sandi á ári fyrir Sementsverk-
smiðju ríkisins. Að sögn Einars
Halldórssonar, skrifstofustjóra
Björgunar hf., hefur sanddælu-
skipið einnig unnið við það að
dæla sandi og möl á land við
Sævarhöfða, en sá sandur hef-
ur áður verið sóttur upp í Hval-
fjörð. Sandurinn og mölin eru
flokkuð, en síðan seld til
steypustöðvanna sem bygging-
arefni. Alls vinna hjá Björgun
hf. milli 40-50 manns, þar af
14 manns á sanddæluskipinu
Sandey.
Borgir s. f.
Auðbrekku 53, Kópavogi.
Borgir s.f. er tiltölulega nýtt
fyrirtæki í eigu þeirra Hákonar
Kristjánssonar, Magnúsar Bala-
vinssonar og Kristjáns Guð-
mundssonar. Borgir s.f. hafa
FV 7 1974
87