Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 90

Frjáls verslun - 01.07.1974, Page 90
um 1100 tonn. Alls starfa urn 40 manns hjá byggingarfélag- inu Brún hf. Hlaðbær hf. Síðumúla 21. Fyrirtækið vinnur við íþróttavallargerð í Laugardal, Kópavogi og Breiðholti. Þá er unnið að gatna og hol- ræsagerð fyrir Reykjavíkurborg og ýmis smærri verkefni á veg- um einkaaðila. Framkvæmdastjóri Hlaðbæj- ar hf. er Páll Hannesson. Hlaðpryði hf. Skipholti 35. Um þessar mundir er unnið að því að malbika stórt plan fyrir Glóbus h/f. Er það eina stórverkefnið á vegum fyrir- tækisins um þessar mundir, en það sér líka um að malbika plön við íbúðarhús. Framkvæmdastjóri hjá Hlað- prýði er Sigurður Sigurðsson. Jarðvinnslan s. f. Sí2jumúla 25. Fyrirtækið sér um leigu á vinnuvélum, og aðalleigjend- urnir eru ríkið og Reykjavíkur- borg, og eru verkefnin nær ein- göngu á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Velakostur fyrirtækisins er jarðýtur, bröytgröfur og trakt- orsgröfur af flestum stærðum. Eigendur Jarðvinnslunnar eru Þorsteinn Sigurðsson og Pálmi Friðriksson. Jarðýtan s.f. Ármúla 40. Jarðýtan vann í sumar að verkefnum á Stór-Reykj avíkur- svæðinu, aðallega gatna- og lóðaframkvæmdum, og við Sig- öldu í grunni fyrir stöðvarhús. Forstjóri Jarðýtunnar er Óli Pálsson. Loftorka s.f. Skipholti 35. Fyrirtækið vinnur við hita- veitulagnir og skolpfrágang í Kópavogi, á svæðinu á milli Álfhólsvegar og Digranesvegar út að Hafnarfjarðarvegi, og í Hafnarfirði er unnið að hita- veitulögn við Norðurbraut og eitthvað í nýja hverfinu. Grjót- nám við Korpúlfsstaði og Selás fyrir Malbikunarstöðina er stór liður í starfsemi Loftorku. Einnig er unnið í grunnum og öðrum smærri verkefnum fyrir einstaklinga. Framkvæmdastjóri Loftorku er Sigurður Sigurðsson. IUidfell hf. Funahöfða 7. Fyrirtækið vinnur að lóða- frágangi við dælustöðina að Reykjum og hitaveitulögn í Breiðholti 2, og er að ljúka við gatnagerð við Austurberg í Breiðholti, og Grindavíkur- og Sandgerðisveg. Miðfell sér einnig um mal- bikun gatna á Vestfjörðum, í Bolungarvík, á Þingeyri, Flat- eyri og ísafirði, og fyrir Vega- gerðina á Hnífsdalsvegi. Olíu- möl h/f gerði samning við sveitarfélög um vegafram- kvæmdir á þessum stöðum, og er Miðfell h/f undirverktaki fyrir Olíumöl h/f. Þá vinnur fyrirtækið að olíu- malarframkvæmdum í Vík í Mýrdal, Hellu, Hvolsvelli og Eyrarbakka, og á veginn á milli Sandskeiðs og Svína- hrauns er verið að leggja yfir- lag. Framkvæmdastjóri hjá Mið- felli h/f er Leifur Hannesson. JVorðurves'k Dagverðareyri, Akureyri. Fyrirtækið hefur nýlokið við framkvæmdir við Lagarfljóts- virkjun, og um mánaðamót ágúst-september mun það ljúka við ræsi í Breiðholti og Árbæ. Einnig vinnur fyrirtækið að minni verkefnum fyrir norðan. * Oskar og Bragó Óskar og Bragi hafa s.l. ár séð um byggingu á 9 hæða blokk að Veltigerði 4 í Stóra- gerðishverfinu. í þessari blokk eru 43 íbúðir og er áætlað að framkvæmdum ljúki á árinu 1975. Múrverk er nú langt kom- ið, og er byrjað að múra átt- undu hæðina bæði að utan og innan cg verður lokið við þá níundu í október. Einnig hefur verið unnið að lóðagerð og und- irbúningi fyrir byggingu bíl- skúra við Veltigerði 4. Sveinbjörn Runólfsson s.f. Breiðholti 11. Fyrirtækið vinnur við vega- gerð á Suðurlandsvegi fyrir austan Selfoss, og er áætlað að því verki ljúki næsta haust. Fyrr í sumar vann fyrirtækið í grunnum í Reykjavík. 90 FV 7 1974

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.