Frjáls verslun - 01.07.1974, Side 93
„Verktakafyrirtæki eins og verka-
maður á eyrinni9’
Rætt við Pál Sigurjónsson framkvæmdastjóra og Einar Sigurðsson
yfirverkfræðing hjá Istak
„Erfiðast við rekstur verk-
takafyrirtækis á íslandi er hve
markaðurinn er lítill og stór-
verkefnin tiltölulega fá og
langt á milli þeirra. Þetta 'hef-
ur þó aðeins lagast á síðustu
árum. Þá eru verðþólgan,
spenna á vinnumarkaðnum og
skortur á rekstrarfjármagni
oft þrándur í götu“ sögðu þeir
Páll Sigurjónsson fram-
kvæmdastjóri fstaks og Einar
Sigurðsson yfirverkfræðingur
fyrirtækisins, er F. V. hitti þá
að máli í aðalstöðvum ístaks
í húsi íþróttahreyfingarinnar í
Laugardal, en fyrirtækið er
nýlega flutt þangað.
Við spyrjum þá félaga fyrst
um aðdragandann að stcfnun
fyrirtækisins.
— Fyrirtækið var stofnað
árið 1970 og voru stofnendur
þess, Páll Sigurjónsson, Einar
Sigurðsson, Jónas Frímanns-
son, Kay Langvad, Sören
Langvad og Gunnar Möller.
Hinir fimm fyrsttöldu eru all-
ír verkfræðingar og höfðiu
starfað hjá Fosskraft, en
Gunnar er lögfræðingur. Segja
má, að fyrirtækið hafi verið
stofnað er verkum Fosskraft
lauk hér á landi. Við stofnuð,-
u.m þá fyrirtækið fslenzkt
verktak hf. — ístak, sem bauð
í Vatnsfellsveitu I, en það er
vatnsmiðlunarskurðurinn úr
Þórisvatni. Við fengum það
verk fyrir 70 milljónir, en
svona til að gefa mynda af því,
hvernig tilboð verktaka geta
verið, má geta þess að annað
tilboð hljóðaði upp á 90 millj-
ónir og hið þriðja upp á 170
milljónir. í þessu verki gróf-
um við burtu um 1,2 milljónir
rúmmetra, eða sem svarar 2
milljónum lesta. Við þessa
framkvæmd störfuðu milli 60-
70 manns, auk þess sem við
vorum með stórvirkar vinnu-
vélar, sem, eins og gefur að
skilja, voru nauðsynlegar til að
geta framkvæmt verkið. 1971
sömdum við svo um Vatns-
fellsveitu II, sem var stíflu-
gerðin í veituskurðinum og
veituskurðinn út í Þórisvatn.
Því verki lukum við á sl.
hausti. í þær framkvæmdir
fóru 6500 rúmmetrar af
steypu. Þetta var upphafið að
okkar starfsemi.
— Hvað er hlutaféð mikið
hjá fyrirtækinu?
— Það var í upphafi 10
milljónir, en hefur nú verið
aukið i 25 milljónir.
VERKEFNIN.
— Þið hafið auk þess feng-
ist við ýmisleg stórverkefni á
sl. árum.
— Já, það má segja að
starfsemin hafi gengið nokk-
uð vel hjá okkur. Við lögðum
tvo vegakafla á Suðurlands-
vegi, kaflann frá Rauðavatni
upp að Lögbergi og kaflann
frá Hveradölum niður Kamba,
en þetta voru verk upp á 213
milljónir. Þá lögðum við kafl-
ann úr Kollafirði, sem nýlok-
ið er við, sem kostaði 80 millj.
og nú íhöfum við nýlega gert
samning um að leggja fyrir
Vegagerð ríkisins 14 km af
varanlegum vegi frá Selfossi
að Skeiðavegsafleggjaranum.
Þetta verk tökum við ásamt
Sveinbirni Runólfssyni og er
udp á 170 milljónir. Þá má
nefna, að við byggðum hús
Vladimars Askenasys, birgða-
stöð Rafmagnsveitu Ríkisins
og erum nú með framkvæmdir
við lagningu hitaveitu til
Hafnarfjarðar, sem er verk
upd á 90 milljónir, stækkun
Mjólkárvirkjunnar, 140 millj.
króna, auk vikurhreinsunar í
Vestmannaey.ium, sem er um
50 milljónir. Þar ökum við úr
bænum um 17000 lestum af
vikri á sólarhring. Auk þess
reisum við nú 38 einbýlishús í
Eyjum fyrir Hamar sf. Þá er-
um við um þessar mundir að
ganga frá samningi um
stærsta verkið, sem við höfum
tekið að okkur, en það er
stækkun hafnarinnar í Þor-
lákshöfn og hljóðar samning-
Einar Sigurðsson, yfirverkfræðingur, og Páll Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri.
FV 7 1974 93
L