Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 38
Keyptu ullarflíkur fyrir 80 þús. dollara Ætla að gera samninga um svipað magn á þessu ári „Salan á ullarfatnaðinum til verzlana Carson, Pirie & Scott í Chicago er eitt bezta málið, sem Útflutningsmiðstíðin hefur hingað til haft afskipti af. Alls keypti þetta fyrirtæki vörur fyrir 80 þús. dollara í fyrra og við vonum að samningar um annað eins eða meira verði gerðir í ár“. Haukur: „Iðnaðurinn á við mjög innhverfan hugsunarhátt ráðamanna að stríða vegna toll- verndarinnar. Það er jafnan á hana bent, þegar afkoma iðnaðarins er rædd. Tollvernd- in er vissulega staðreynd. En hún var fyrst og fremst ákveð- in til þess að afla ríkinu tekna en ekki til verndar einstökum iðngreinum. Vegna tollverndar- innar hefur ekki verið gripið til nauðsynlegra aðgerða á að- lögunartímanum, þegar fyrir- tækin þyrftu að hafa góða arðsemi til að byggja sig upp fyrir harðnandi samkeppni. Óréttlætið kemur einna skýrast fram í því, að iðnaðr urinn verður að greiða sölu- skatt af fjárfestingarvörum. Nú hefur hann verið felldur niður að hálfu af vélum en stendur eftir sem áður hvað snertir byggingar, olíu, raf- magn og hjálparefni við iðn- aðarframleiðsluna. Samkeppn- isiðnaðurinn í nágrannalöndun- um býr ekki við svo slæm kjör. Einu raunhæfu lausn- ina á þessu máli teljum við felast í virðisaukaskattinum.“ F.V.: Hvernig er íslenzk- ur iðnaður settur með raforku- kaup á sama tíma og orkuþátt- urinn er sívaxandi áhyggj'u- efni í rekstri iðnfyrirtækja er- lendis?“ Haukur: „Maður skyldi ætla, að íslenzkur iðnaður nyti góðs af ágætum skilyrðum, sem hér eru til raforkufram- leiðslu. Það eru auðvitað miklir kostir fyrir iðnað ann- arra landa, ef hráefnin eru fá- anlega í heimalandi hans og þess er hann þá látinn njóta. Á sama hátt væri eðlilegt, að iðnaðurinn á fslandi ætti kost á sérstökum vildarkjörum í orkukaupum. Svo er þó alls ekki. Beinn samanburður milli tveggja ákveðinna fyrirtækja af sömu stærð og í sömu fram- leiðslu hér á íslandi og í Dan- mörku leiðir í ljós mun lakari kjör íslenzka fyrirtækisins að þessu leyti. Það borgar kr. 4.50 fyrir hverja kílówatt- stund en danska fyrirtækið sem nemur kr. 2.00 á kíló- wattstund. Og nú er talað um að málm- blendiverksmiðjan í Hvalfirði fái kílówattstundina á 60 aura. Er ekki kominn tími til að hugsað sé um hagsmuni ís- lenzku iðnfyrirtækjanna?“ Carson, Pirie & Scott: Þetta sagði Úlfur Sigur- mundsson, framkvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvarinnar í viðtali við F.V. um kynningu og sölu á íslenzkum útflutn- ingsvörum í Chicago í fyrra. Upphaf þess máls sagði Úlf- ur að mætti rekja til kynn- ingar á íslenzkri framleiðslu, sem fram fór í sambandi við fyrstu áætlunarferðir Loft- leiða til borgarinnar snemma sumars 1973. Þá keypti Car- son Pirie & Scott nokkrar nrufur. í janúar í fyrra fóru Eggert Sverrisson frá Út- flutningsmiðstöðinni og Tom Holton, frá útflutningsfyrir- tækinu Hildu, til Chicago og áttu viðræður við fulltrúa verzlunarfyrirtækisins Carson, Pirie & Scott. Samningur við þá var svo gerður í marz í fyrra en þá keypti fyrirtækið ullarflíkur fyrir 30 þús. doll- ara frá Hildu og Álafossi. ÁÆTLUN f MÖRGUM LIÐUM Söluáætlunin var í nokkrum þáttum. Gert var ráð fyrir, að salan færi fram frá sept- emberbyrjun og fram að ára- mótum, en áður átti að kynna vörurnar í verðlista fyrirtæk- isins, sem nefndur er „Best of the World“, ennfremur í litl- um sérbæklingi, sem sendur var út með reikningum til fastra viðskiptavina. Þá var og ákveðið, að allar flíkurn- ar skyldu fáanlegar á einum stað í verzlunarhúsunum, þ. e. a. s. í eins konar íslandsdeild, í stað þess að vera dreift milli deilda eftir tegundum. Loks þótti rétt, að salan færi fram samtímis í öllum búð- um fyrirtækisins á Chicago- svæðinu. DÝRASTA FLÍKIN SELD Á $210 Þessar áætlanir voru end- urskoðaðar og í júlí kom hing- að til lands fimm manna sendinefnd frá Carson, Pirie & Scott til að ganga endanlega frá samningum og skömmu síðar komu Ijósmyndarar, sem fengu íslenzkar sýningarstúlk- ur í lið með sér og tóku mynd- ir fyrir kynningarbæklingana. Viðbótarpantanir voru gerðar og samkvæmt síðustu upplýs- ingum, sem Úlfur Sigur- mundsson hefur fengið, virð- ast söluáætlanir hafa staðizt. Búizt er við, að pantanir fyr- ir næsta haust berist um mán- aðamótin febrúar-marz og verði um svipað magn að ræða og í fyrra. Þá keypti Car- son, Pirie & Scott tólf teg- undir af íslenzkum ullartízku- fatnaði og voru dýrustu flík- urnar seldar á 210 dollara út úr búð. Þetta er ein stærsta vöru- kynning, sem Útflutningsmið- stöðin hefur átt aðild að vest- an hafs. Samningaumleitanir við nokkur önnur stórfyrirtæki vestan hafs, á borð við Carson, Pirie & Scott standa nú yfir. Útflutningsmiðstöðin gerir ráð fyrir að útflutningur ull- ar- og skinnavöru nemi alls 750 milljónum króna 1975 en var um 500 milljónir í fyrra. 38 FV 1 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.