Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 29
ur 20. Matvælaiðnaður er lang stærsta iðngrein landsmanna og hafa um 40% starfandi manna í iðnaði atvinnu sína af henni. Undir þennan flokk falla slátrun og kjötiðnaður, mjólkuriðnaður, fiskiðnaður allur, síldarsöltun, niðursuða og reyking fiskafurða, brauð og kökugerð, kexgerð, sælgæt- isgerð, og síðan annar mat- vælaiðnaður. Sá flokkur inni- felur mjög margvíslegar vörur, svo sem smjörlíki, kaffi, korn, tómatsósu, krydd, fóðurblönd- un og skepnufóður, hvalsúrsun og þangmjölsvinnslu, og fjöl- margt annað. Þá eru drykkjar- vörur, sem eru öl og gos- drykkjagerð og framleiðsla Á- fengisverzlunar ríkisins. Sér- stakur flokkur er fyrir tó- baksiðnað, sem hér er aðeins framleiðsla á neftóbaki, eftir að vindlagerð lagðist niður fyrir fjölda ára. ULL OG FATNAÐUR. Næst kemur vefjariðnaður, sem er ullarþvottur, spuni og vefnaður, framleiðsla á prjóna- voð og prjónafötum, köðlum, færum og netum, og fleiru. Þá kemur skógerð, fatagerð og framleiðsla á öðrum fullunn- um vefnaðarvörum. TRÉIÐNAÐUR. Nr. 25 er timburiðnaður margs konar, svo sem sögun- arverksmiðjur, framieiðsla flekahúsa, trétunnu- og tré- kassagerð. Nr. 26 er húsgagna- gerð og glugga og innréttinga- smíði. Þess má geta að þegar innréttingar eru smíðaðar á byggingarstað, teljast þær í flokki 4 með byggingarstarf- semi. PAPPÍR OG PRENT. Flokkur 27 er pappírsiðnað- ur, framleiðsla á pappír og pappa og ýmsum vörum úr þeim. Flokkur 28 er prentun, bóka- og blaðaiðnaður af ýmsu tagi. Undir hann fellur prent- myndagerð, bókband, blaða- og bókaútgáfa og starfsemi bóka- forlaga. Nr. 29 er skinna- og leðuriðnaður, annar en skó- og fatagerð. Nr. 30 er gúmmíiðn- aður, sem hér á landi er aðal- lega sólun á hjólbörðum. EFNAIÐAÐUR. Nr. 31 er kemískur iðnaður, framleiðsla tilbúins áburðar, ammóníaks, súrefnis, hval- vinnsla, lifrarbræðsla, lýsis- hreinsun og lýsishersla, síldar- og fiskimjölsvinnsla, málning- argerð og önnur kemisk fram- leiðsla, svo sem sápur og þvottaefni. Þá er kola og olíu- iðnaður, og framleiðsla úr þeim efnum, svo sem vatns- heldur tjörupappi. STEINEFNI. Nr. 33 er steinefnaiðnaður, framleiðsla úr leir og postulíni, gleriðnaður, sementsfram- leiðsla, malar- og sandnám, námugröftur, og annar stein- efnaiðnaður, svo sem fram- leiðsla á blandaðri stein- steypu, fínpússningu, steinull, hellum, pípum, hleðslusteinum, malbiki, og fleiru. Þá kemur málmnám nr. 34 og frum- vinnsla málma og er hér á landi eingöngu um álfram- leiðslu að ræða. MÁLMIÐNAÐUR. Nr. 35 er málmsmíði, sem er mjög margvísleg hér á landi. Nr. 37 er smíði og við- gerðir rafmagnstækja, og er þar aðallega um að ræða elda- vélar og ofna hér á landi. Þá er einnig framleitt allmikið af raftækjum í skip og báta. Undir þetta fellur starfsemi rafvélaverkstæða og fram- leiðsla á rafmagnsmótorum. Númer 38 er smíði og viðgerð- ir flutningatækja. Stærstu lið- ir í þessum flokki eru bíla- viðgerðir og skipasmíði og við- gerðir á skipum. Þá er einnig all stór iðnaður í framleiðslu yfirbygginga á bíla og fram- leiðsla á sturtum og pöllum á vörubílum. PLAST OG FLEIRA. Flokkur 39 nefnist ýmisleg- ur iðnaður og kennir þar margra grasa. Má þar nefna smíði og viðgerðir á vísinda- og mælitækjum, viðgerðir á klukkum og úrum, skartgripa- gerð og góðmálmasmíði, og burstagerð. Þar er einnig plastiðnaður, sem nú er orðinn mjög fjölbreyttur hér á landi. Má nefna framleiðslu á ein- angrunarplasti, leikföngum úr plasti, búsáhöldum, slöngum og rörum, einangrun á raflínum og fleira. Loks er flokkur yfir iðnað sem er annars staðar ó- talinn þar sem nefna má t. d. leikföng, íþróttatæki, lampa- skerma, skiltagerð, stimpla, dúnhreinsun, kolsýruhleðsiu, og fjöimargt annað. FV 1 1975 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.