Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 13
Efnahagsmál
Fiskiðjan
FREYJA HF.
SUÐUREYRI
Fiskverkun
Fiskim j ölsverksmiS j a
Lifrarbræðsla
•
OTGERÐ
Kristján
Guðmundsson,
Sigurvon, Björgvin.
Símar 94-6105
94-6106
Suðureyri
Erlend langtímalán
38,6 milljarðar 1974
í nýlegri skýrslu Seðlabanka íslands er fja.llað um lántökur cr-
lendis og segir þar m.a., að á sl. áratug hafi skuldir í hfutfalli
við þjóðartekjur numið hámarki árin 1968 og 1969, en það megi
rekja til kreppunnar, sem þá reið yfir landið, og til aðgerðanna
gegn henni.
í árslok 1969 námu fastar
erlendar skuldir tæpum 35%
af þjóðarframleiðslu, en síðan
hefur hlutfallið lækkað og er
áætlað að vera 24-25% árið
1974.
Nýjar lántökur erlendis til
langs tíma hafa numið 12.860
millj. kr. á árinu 1974, en af-
borganir 3.860 millj. kr., sam-
kvæmt ■ síðustu áætlunum.
Nettó-aukning erlendra lána á
árinu verður þá 9.000 millj.
kr., en allar eru þessar tölur
miðaðar við gengi krónunnar
í septemberbyrjun 1974. Sam-
kvæmt þessu verða fastar er-
lendar skuldir til langs tíma
38.650 millj. kr. í árslok 1974.
32% til
einkaaðila
Erlend lán taka opinberir
aðilar, lánastofnanir og einka-
aðilar. Af nýjum lánum á ár-
inu 1974 er áætlað, að opin-
berir aðilar hafi tekið 30%
einkaaðilar 32%, en lánastofn-
anir 38%.
I lánaflokkun er opinberum
aðilum skipt í ríkissjóð og rík-
isstofnanir, ríkisfyrirtæki og
bæjar- og sveitarfélög. Lán-
tökur hinna síðastnefndu eru
einkum vegna ýmissa fram-
kvæmda, svo sem við hitaveit-
ur og rafveitur. Lán til raf-
orkuframkvæmda hafa einnig
vei'ið afarstór liður í lántök-
um ríkisfyrirtækja og má þar
nefna erlend lán Landsvirkj-
unar og Rafmagnsveitu ríkis-
ins. Innkomnum erlendum lán-
um ríkissjóðs og ríkisstofnana
er varið til ýmissa fram-
kvæmda, svo sem vegagerðar,
en einnig eru þau endurlánuð,
til dæmis til kaupenda skut-
togara á undanförnum misser-
um.
Lánastofnanir, sem erlend
lán taka, eru Seðlabankinn,
viðskiptabankax' og fjárfesting-
arlánasjóðir, en lánin eru síð-
an endurlánuð ýmsum inn-
lendum aðilum. Á undanförn-
um árum hefur starfsemi fjái'-
festingarlánasjóða verið svo
umfangsmikil, að þörf þeirra
fyrir aukið lánsfé umfram eig-
ið fé og hefðbundna skatt- og
lánsfjárstofna, hefur farið
hraðvaxandi. Hefur verið horf-
ið að því ráði að jafna bilið
með erlendum lántökum. Loks
er algengt, að einkaaðilar taki
lán erlendis til dæmis vegna
skioakaupa.
Áætlað er, að 44% þeirra
lána, sem tekin verða erlend-
is á árinu 1974, renni til skipa-
kaupa, og eru þar talin fiski-
skip og önnur skip. Tæpum
30% lánanna verður varið til
orkuframkvæmda, um 7 %
renna til fjárfestingarlána-
sjóða, en 19% lánanna vei'ður
vai'ið til annarra nota.
Endurgreiðsla erlendra lána
fer fram á mjög mislöngum
tíma, allt frá einu ári til 20
ára tímabils, en lán opinberra
aðila eru yfirleitt til lengri
tíma en til annarra aðila, eink-
um einkaaðila. Meðalvextir af
erlendum lánum hafa hækkað
nokkuð jafnt og þétt á undan-
förnum árum. Árið 1964 voru
meðalvextir 4,6%, en 7% árið
1973.
FV 1 1975
13