Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 50
Fólksfjölgun á ísafirði: Nýtt aðalskipulag miðar að mikilli útþenslu byggðar Tillögur að nýju skipulagi fyrir fsafjarðarkaupstað verða Iagðar frani á næstunni til samþykkt- ar, eða þegar búið verður að fella smávægilegar breytingartillögur inn í þær. Nýja skipulagið er mál málanna á ísafirði nú, en meðal þess sem fram kemur þar, er skipulag nær þrjú þúsund manna byggðar í landi Seljalands, Tungu og Hafrafells, en það svæði fullbyggt þýðir tvöföldun kaupstaðarins, því íbúar í ísafjarðarka'upstað eru nú um 3100. Rösklega 2700 manns búa á ísafirði og rösklega 300 í Eyrarhreppi, en Hnífsdalur var í 'honum. Sameinaðist hreppur- inn kaupstaðnum árið 1971, enda aðeins um þrír kílómetr- ar á milli staðanna. í Hnífs- dal er mikið undirlendi óbyggt og eru þenslumöguleikar stað- arins fimm til tífaldir. Ekki er þó reiknað með að byggðin í Hnífsdal tengist ísafjarðar- byggð, því þar er ekkert und- irlendi á milli. EYRIN FULLBYGGÐ. Þetta kom fram er FV átti viðtal við bæjarstjórann á ísa- firði, Bolla Kjartansson. Nýja svæðið, sem fyrr er getið, er nefnt Fjarðarsvæði, og er það fyrir botni Skutulsfjarðar, í sjónlinu við ísafjörð og er lík- legt að í fyrstunni muni byggð vaxa þar örar en í Hnífsdal, en segja má að Eyrin sé full byggð og hlíðin ofan við. Þar sem Eyrin má heita ful'l- byggð, var þörfin fyrir aðal- skipulag orðin brýn og árið 1972 samdi bæjarstjórn í sam- ráði við skipulagsstjórn rikis- ins við þá aðila, sem árið 1971 hlutu viðurkenningu í sam- keppni skipulagsstjórnar ríkis- ins um skipulagningu sjávar- kauptúna. Þá tillögu og tillög- ur að skipulagi ísafjarðar unnu Ingimundur Sveinsson, arkitekt, Ólafur Erlingsson, verkfræðingur, Ólafur Ragnar Grímsson, lektor og Garðar Halldórsson, arkitekt. Voru til- lögurnar kynntar bæjarbúum um leið og þær voru unnar. LÓÐAÚTHLUTUN HAFIN. Fjarðarhverfið nýja, er að- allega hugsað sem íbúðahverfi með einbýlishúsum, raðhúsum og lágum fjölbýlishúsum, og er gert ráð fyrir að þjónustu- miðstöð rísi þar fyrir hverfið. Þegar er byrjað að úthluta lóðum þar og er þegar 58 lóð- um úthlutað. Að sögn bæjar- stjóra er mikil húsnæðisekla á ísafirði og var skipulagið því tilbúið á heppilegum tíma. íbú- unum hefur fjölgað um 200 á síðustu tveim árum og sagði bæjarstjóri, að sumstaðar 'byggju tvær fjölskyldur í sömu íbúðinni. í fyrra var út- hlutað lóðum undir byggingu 60 íbúða eða húsa, en í ár verður líklega úthlutað lóðum undir byggingu 70 íbúða. Bæj- arstjórn hefur sótt um að 120 þeirra 1000 ibúða, sem Hús- næðismálastofnun ríkisins ihyggst beita sér fyrir að reist- ar verði út um landsbyggðina á næstu fimm árum, verði reistar á ísafirði. Fengist hef- ur þegar samþykki fyrir að 28 þeirra verði reistar þar og eru 12 þeirra nú komnar á loka- stig hvað undirbúning snertir, en umsækjendur um þær eru mun fleiri. SVEIFLUR í ÍBÚATÖLU. Upphaf Isafjarðarkaupstaðar er markað 1866, og voru þá 220 íbúar þar. Fram undir aldamót óx staðurinn mjög ört og um aldamótin voru íbúarn- ir orðnir 1067. 1930 voru þeir orðnir 2411 og 2919 árið 1945 eða örlítið fleiri en nú búa á ísafirði einum. Upp úr því fer svo fólkinu að fækka aftur. Þá fór að verða mikið streymi af landsbyggðinni allri til Reykja- víkursvæðisins, og fór ísafjörð- ur ekki varhluta af þeirri þró- un. Einnig færðist í vöxt að ungt fólk legði fyrir sig lang- skólanám, en þar sem sjávar- útvegur var nær eina starfs- greinin á staðnum, fékk þetta fólk ekki störf miðað við menntun sína og fluttist ann- að. Loks má svo geta þess að sjávarafli fór þá einnig minnk- andi. 1965 var íbúafjöldinn t. d. 2683. Síðustu tvö árin hef- ur svo aftur farið fjölgandi og sagði bæjarstjóri að sú fjölg- un hefði orðið meiri, ef hús- næðisskortur hefði ekki komið í veg fyrir það, því atvinna væri næg og á fleiri sviðum en áður. Bolli Kjartansson, bæjarstjóri á ísafirði. 50 FV 1 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.