Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 50

Frjáls verslun - 01.01.1975, Side 50
Fólksfjölgun á ísafirði: Nýtt aðalskipulag miðar að mikilli útþenslu byggðar Tillögur að nýju skipulagi fyrir fsafjarðarkaupstað verða Iagðar frani á næstunni til samþykkt- ar, eða þegar búið verður að fella smávægilegar breytingartillögur inn í þær. Nýja skipulagið er mál málanna á ísafirði nú, en meðal þess sem fram kemur þar, er skipulag nær þrjú þúsund manna byggðar í landi Seljalands, Tungu og Hafrafells, en það svæði fullbyggt þýðir tvöföldun kaupstaðarins, því íbúar í ísafjarðarka'upstað eru nú um 3100. Rösklega 2700 manns búa á ísafirði og rösklega 300 í Eyrarhreppi, en Hnífsdalur var í 'honum. Sameinaðist hreppur- inn kaupstaðnum árið 1971, enda aðeins um þrír kílómetr- ar á milli staðanna. í Hnífs- dal er mikið undirlendi óbyggt og eru þenslumöguleikar stað- arins fimm til tífaldir. Ekki er þó reiknað með að byggðin í Hnífsdal tengist ísafjarðar- byggð, því þar er ekkert und- irlendi á milli. EYRIN FULLBYGGÐ. Þetta kom fram er FV átti viðtal við bæjarstjórann á ísa- firði, Bolla Kjartansson. Nýja svæðið, sem fyrr er getið, er nefnt Fjarðarsvæði, og er það fyrir botni Skutulsfjarðar, í sjónlinu við ísafjörð og er lík- legt að í fyrstunni muni byggð vaxa þar örar en í Hnífsdal, en segja má að Eyrin sé full byggð og hlíðin ofan við. Þar sem Eyrin má heita ful'l- byggð, var þörfin fyrir aðal- skipulag orðin brýn og árið 1972 samdi bæjarstjórn í sam- ráði við skipulagsstjórn rikis- ins við þá aðila, sem árið 1971 hlutu viðurkenningu í sam- keppni skipulagsstjórnar ríkis- ins um skipulagningu sjávar- kauptúna. Þá tillögu og tillög- ur að skipulagi ísafjarðar unnu Ingimundur Sveinsson, arkitekt, Ólafur Erlingsson, verkfræðingur, Ólafur Ragnar Grímsson, lektor og Garðar Halldórsson, arkitekt. Voru til- lögurnar kynntar bæjarbúum um leið og þær voru unnar. LÓÐAÚTHLUTUN HAFIN. Fjarðarhverfið nýja, er að- allega hugsað sem íbúðahverfi með einbýlishúsum, raðhúsum og lágum fjölbýlishúsum, og er gert ráð fyrir að þjónustu- miðstöð rísi þar fyrir hverfið. Þegar er byrjað að úthluta lóðum þar og er þegar 58 lóð- um úthlutað. Að sögn bæjar- stjóra er mikil húsnæðisekla á ísafirði og var skipulagið því tilbúið á heppilegum tíma. íbú- unum hefur fjölgað um 200 á síðustu tveim árum og sagði bæjarstjóri, að sumstaðar 'byggju tvær fjölskyldur í sömu íbúðinni. í fyrra var út- hlutað lóðum undir byggingu 60 íbúða eða húsa, en í ár verður líklega úthlutað lóðum undir byggingu 70 íbúða. Bæj- arstjórn hefur sótt um að 120 þeirra 1000 ibúða, sem Hús- næðismálastofnun ríkisins ihyggst beita sér fyrir að reist- ar verði út um landsbyggðina á næstu fimm árum, verði reistar á ísafirði. Fengist hef- ur þegar samþykki fyrir að 28 þeirra verði reistar þar og eru 12 þeirra nú komnar á loka- stig hvað undirbúning snertir, en umsækjendur um þær eru mun fleiri. SVEIFLUR í ÍBÚATÖLU. Upphaf Isafjarðarkaupstaðar er markað 1866, og voru þá 220 íbúar þar. Fram undir aldamót óx staðurinn mjög ört og um aldamótin voru íbúarn- ir orðnir 1067. 1930 voru þeir orðnir 2411 og 2919 árið 1945 eða örlítið fleiri en nú búa á ísafirði einum. Upp úr því fer svo fólkinu að fækka aftur. Þá fór að verða mikið streymi af landsbyggðinni allri til Reykja- víkursvæðisins, og fór ísafjörð- ur ekki varhluta af þeirri þró- un. Einnig færðist í vöxt að ungt fólk legði fyrir sig lang- skólanám, en þar sem sjávar- útvegur var nær eina starfs- greinin á staðnum, fékk þetta fólk ekki störf miðað við menntun sína og fluttist ann- að. Loks má svo geta þess að sjávarafli fór þá einnig minnk- andi. 1965 var íbúafjöldinn t. d. 2683. Síðustu tvö árin hef- ur svo aftur farið fjölgandi og sagði bæjarstjóri að sú fjölg- un hefði orðið meiri, ef hús- næðisskortur hefði ekki komið í veg fyrir það, því atvinna væri næg og á fleiri sviðum en áður. Bolli Kjartansson, bæjarstjóri á ísafirði. 50 FV 1 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.