Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 47
tryggingamálaráðherra nýverið skipað nefnd manna til að kanna, hvort unnt sé að tryggja menn gegn náttúru- hamförum með einhvers konar skyldutryggingu, sbr. t. d. nú- verandi kei’fi brunabótatrygg- inga á 'húsum. F.V.: — Stórfelldur halli á viðskiptum við útlönd er ein augljósasta meinsemdin í efna- hagslífinu. Teljið þér koma til álita að gera sérstakar ráðstafanir til gjaldeyrissparn- aðar, t. d. með takmörkun innfíutnings, hærri gjöldum á munaðarvöru, skatti á ferða- lög til útlanda eða öðru því um líku? Forsætisráðherra: — Það er aðeins hægt að jafna hallann á viðskiptunum við útlönd með því að auka útflutninginn, eða fá hærra verð fyrir það magn, er við nú flytjum út. Ekki blæs byrlega fyrir okkur í þeim efnum um þessar mund- ir. Þó kann útfærsla fiskveiði- lögsögunnar að marka þátta- skil. Þó er það of mikil bjart- sýni að ætla, að umhvörf til hins betra verði snögg. Enn- fremur er unnt að jafna hall- an með því að draga úr inn- flutningi. Svo það verði, er nauðsynlegt að minnka _ eftir- spurnina eftir gjaldeyri. Égtel, að það verði ekki gert nema með aðhaldsemi og hófsemi í útgjöldum opinberra aðila og einstaklinga. Það er unnt að takmarka eftirspurnina innanlands með almennum ráðstöfunum eins og auknum sköttum, ef tekjur af þeim eru þá um leið fryst- ar eða notaðar til að greiða upp eldri skuldir. Hins veðar tel ég neyðar- ráðstöfun, ef reynt er að draga úr sölu gjaldeyris með höftum. Fríverzlunin er svo mikilvæg forsenda fyrir því, að fram- leiðsluþættir þjóðfélagsins séu nýttir á hagkvæmasta hátt. Við höfum einnig tekið á okkar skuldbindingar með viðskiptasamningum við aðr- ar þjóðir þ. á. m. tollsamn- ingum. Vegna þessara samn- inga höfum við ekki leyfi til að mismuna mjög með aðr flutningsgjöldum. Nú á tímum er oft erfitt að gera sér grein fyrir, hvað eru munaðarvörur og hvað nauð- synjavörur. Ýmsir telja ferða- lög til útlanda óþarfa. Stað- reyndin er samt sú, að þúsund- ir íslendinga vilja eyða aflafé sínu á þennan hátt. Ég tel nauðsynlegt, að menn geti ráð- stafað aflafé sínu að eigin vild á hverjum tima. Annars eru launatekjur fólks ekki ávísanir á verðmæti, þá er frelsi fólks til að verja tekjum sínum tak- markað, og um leið er dregið úr kaupmættinum og því verið að blekkja fólk með slíkri haftastefnu. Hitt er annað mál, að t. d. ferðalög, sem byggjast á fölskum kaupmætti og skuldasöfnun erlendis, geta ekki gengið til frambúðar. Því er hollast á hverjum tíma að gera sér grein fyrir þvi, hvað þjóðarbúið í heild þolir. F.V.: — Eru liorf'ur á, að heildarmyndin í viðskiptum okkar við útlönd breytist frá því sem nú er t. d. þannig að við þurfum meira að treysta á markaði Austur-Ev- rópu en verið hefur nú um nokkurt skeið? Forsætisráðherra: — Ég á ekki von á því, að við munum eiga greiðari aðgang að mörk- uðum í Austur-Evrópu en ver- ið hefur nú um nokkurt skeið og þar verður því tæpast unnt að selja þann varnig, sem við getum ekki komið í verð ann- ars staðar. Við höfum enn takmarkaðan aðgang að mörkuðum í Ev- rópu, þar sem tollaívilnanir á sjávarafurðum okkar hafa ekki gengið í gildi í Efnahags- bandalagslöndunum. Það er því nauðsynlegt að ná þeim viðskiptakjörum sem okkur eru hagkvæmust á þessu svæði til þess að þurfa ekki að treysta eingöngu annars vegar á markaði í Austur-Evrópu og hins vegar í Ameríku. Við þurfum að eiga sem flestra kosta völ við sölu á afurðum okkar. Forsætisráðherra kannar tjón af völdum snjóflóðanna í Neskaupstað. Bjarni Þórðarson, fyrrv. bæjarstjóri, og Logi Kristjánsson, bæjarstjóri, lýsa skemmdunum fyrir ráðherranum. FV 1 1975 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.