Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 47
tryggingamálaráðherra nýverið
skipað nefnd manna til að
kanna, hvort unnt sé að
tryggja menn gegn náttúru-
hamförum með einhvers konar
skyldutryggingu, sbr. t. d. nú-
verandi kei’fi brunabótatrygg-
inga á 'húsum.
F.V.: — Stórfelldur halli á
viðskiptum við útlönd er ein
augljósasta meinsemdin í efna-
hagslífinu. Teljið þér koma
til álita að gera sérstakar
ráðstafanir til gjaldeyrissparn-
aðar, t. d. með takmörkun
innfíutnings, hærri gjöldum á
munaðarvöru, skatti á ferða-
lög til útlanda eða öðru því
um líku?
Forsætisráðherra: — Það er
aðeins hægt að jafna hallann á
viðskiptunum við útlönd með
því að auka útflutninginn, eða
fá hærra verð fyrir það magn,
er við nú flytjum út. Ekki
blæs byrlega fyrir okkur í
þeim efnum um þessar mund-
ir. Þó kann útfærsla fiskveiði-
lögsögunnar að marka þátta-
skil. Þó er það of mikil bjart-
sýni að ætla, að umhvörf til
hins betra verði snögg. Enn-
fremur er unnt að jafna hall-
an með því að draga úr inn-
flutningi. Svo það verði, er
nauðsynlegt að minnka _ eftir-
spurnina eftir gjaldeyri. Égtel,
að það verði ekki gert nema
með aðhaldsemi og hófsemi í
útgjöldum opinberra aðila og
einstaklinga.
Það er unnt að takmarka
eftirspurnina innanlands með
almennum ráðstöfunum eins
og auknum sköttum, ef tekjur
af þeim eru þá um leið fryst-
ar eða notaðar til að greiða
upp eldri skuldir.
Hins veðar tel ég neyðar-
ráðstöfun, ef reynt er að draga
úr sölu gjaldeyris með höftum.
Fríverzlunin er svo mikilvæg
forsenda fyrir því, að fram-
leiðsluþættir þjóðfélagsins séu
nýttir á hagkvæmasta hátt.
Við höfum einnig tekið á
okkar skuldbindingar með
viðskiptasamningum við aðr-
ar þjóðir þ. á. m. tollsamn-
ingum. Vegna þessara samn-
inga höfum við ekki leyfi til
að mismuna mjög með aðr
flutningsgjöldum.
Nú á tímum er oft erfitt að
gera sér grein fyrir, hvað eru
munaðarvörur og hvað nauð-
synjavörur. Ýmsir telja ferða-
lög til útlanda óþarfa. Stað-
reyndin er samt sú, að þúsund-
ir íslendinga vilja eyða aflafé
sínu á þennan hátt. Ég tel
nauðsynlegt, að menn geti ráð-
stafað aflafé sínu að eigin vild
á hverjum tima. Annars eru
launatekjur fólks ekki ávísanir
á verðmæti, þá er frelsi fólks
til að verja tekjum sínum tak-
markað, og um leið er dregið
úr kaupmættinum og því verið
að blekkja fólk með slíkri
haftastefnu. Hitt er annað mál,
að t. d. ferðalög, sem byggjast
á fölskum kaupmætti og
skuldasöfnun erlendis, geta
ekki gengið til frambúðar.
Því er hollast á hverjum tíma
að gera sér grein fyrir þvi,
hvað þjóðarbúið í heild þolir.
F.V.: — Eru liorf'ur á, að
heildarmyndin í viðskiptum
okkar við útlönd breytist frá
því sem nú er t. d. þannig
að við þurfum meira að
treysta á markaði Austur-Ev-
rópu en verið hefur nú um
nokkurt skeið?
Forsætisráðherra: — Ég á
ekki von á því, að við munum
eiga greiðari aðgang að mörk-
uðum í Austur-Evrópu en ver-
ið hefur nú um nokkurt skeið
og þar verður því tæpast unnt
að selja þann varnig, sem við
getum ekki komið í verð ann-
ars staðar.
Við höfum enn takmarkaðan
aðgang að mörkuðum í Ev-
rópu, þar sem tollaívilnanir á
sjávarafurðum okkar hafa ekki
gengið í gildi í Efnahags-
bandalagslöndunum. Það er
því nauðsynlegt að ná þeim
viðskiptakjörum sem okkur
eru hagkvæmust á þessu svæði
til þess að þurfa ekki að
treysta eingöngu annars vegar
á markaði í Austur-Evrópu og
hins vegar í Ameríku. Við
þurfum að eiga sem flestra
kosta völ við sölu á afurðum
okkar.
Forsætisráðherra kannar tjón af völdum snjóflóðanna í Neskaupstað. Bjarni Þórðarson, fyrrv.
bæjarstjóri, og Logi Kristjánsson, bæjarstjóri, lýsa skemmdunum fyrir ráðherranum.
FV 1 1975
47