Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Qupperneq 49

Frjáls verslun - 01.01.1975, Qupperneq 49
grunni íslands, sem bendir til þess, að olía eða gas finnist á þeim svæðum íslenzka land- grunnsins, þar sem nútíma tækni leyfir nýtingu þessara auðlinda. Á þeim slóðum, þar sem Rússar segjast hafa orðið varir við setlög, er dýpið 900 til 1000 metrar. Enn sem kom- ið er leyfir tæknin ekki vinnslu jarðefna á svo miklu dýpi. Eftir áratug kann tækn- in að verða komin á það stig, að tæknilega verði unnt að vinna olíu á því dýpi, sem er hér við land á þeim svæðum, þar sem mestar líkur eru fyrir því að olía eða gas finnist. Fram til þessa hafa íslenzk stjórnvöld ekki veitt nein skuldbindandi svör við fyrir- spurnum frá erlendum aðilum um þessi mál. Það hefur ekki enn verið talið tímabært, með- al annars með hliðsjón af því, að nokkur óvissa hefur ríkt um, hve víðtækur yfirráðarétt- urinn yfir landgrunninu sé í raun og veru. Það mál mun skýrast á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. F.V.: — Teljið þér góðar horfur á, að útfærsla fiskveiði- lögsögunnar í 200 niílur geti farið fram á þessu ári án þess að til stórvægilegra á- rekstra eða verulegra tilslak- ana og undanhága komi í samskintum við þær erlendar ríkisstjórnir, sem hér eiga hagsmuna að gæta? Forsætisráðherra: — Ríkis- stjórnin mun ekki víkja frá því að færa efnahagslögsöguna út í 200 mílur á þessu ári. Það fer eftir árangri af fund- um hafréttarráðst.efnu Sam- eiruðu bjóðanna á þessu ári, hve auðveld bessi útfærsla verður, og hvernig samið vc'rður við aðrar þióðir um nýtingu efnahagslögsögunnar. Fiskifélag fslands og Haf- rannsóknarstofnunin vinna nú að sérgreindum báttum til nndirbúnings útfærslunni. Fiskifélapið kannar á hvern >i°tt íslpndingar geta hagnýtt 200 siómilna efnahagslögsögu i eiftin bágu. Hafrannsóknastofn- un athugar bol fiskstofnanna við landið. Niðurstaða þessara athugana verður þungamiðjan í allri kvnningarstarfsemi og rökum okkar fvrir útfærslunni. TTm einstaka liði kynninftar- starfsins hefur_ ekki verið tek- in ákvörðun. Öllum á að vera lióst, að efnahagslögsaga ís- lands verður 200 mílur fyrir lok ársins 1975. Ríkisstjórnin stefnir að sam- stöðu allra stjórnmálaflokk- anna í málinu og hefur í því skyni komið á samstarfsnefnd þingflokkanna og ríkisstjórn- arinnar um það. F.V.: — Hvenær geta fram- kvæmdir á Keflavíkurflug- velli hafist samkvæmt nýgerðu samkom'ulagi ■ Washington? Eru Ba.ndaríkin reiðuhúin að leggja hvenær sem er fram fjármagn í hitaveitu á Reykja- nesi, og til annarra mann- virkja á vellinum, þannig, að þarna geti skapazt atvinna, ef samdráttur yrði á vinnumark- aði byggingamanna að öðru Ieyti? Forsætisráðherra: — Fram- kvæmdir á Keflavíkurflug- velli geta hafist strax. Heim- iluð hefur verið bygging þeirra 200 íbúða, sem eru fyrsti á- fangi í framkvæmd þeirrar stefnu að skapa skilyrði fyrir því, að allir varnarliðsmenn geti búið innan varnar- svæðisins á Keflavíkurflug- velli. Ekki er ljóst með hvaða hætti varnarliðið getur verið kaupandi að heitu vatni á Reykjanesi til unphitunar á Keflavíkurflugvelli eða hvort það leggur fram fjármagn í þessu skyni. í samningunum við Banda- ríkin er gert ráð fyrir því, að þau kosti alla mannvirkja- gerð á flugvellinum, sem nauð- synleg er vegna fiutnings á flugafgreiðslunni og flugstöð- inni. Hins vegar er ekki ætl- unin, að Bandarikin taki þátt í kost.naði við bvggingu nýrr- ar flugstöðvar. Vafalaust kem- ur bó til álita fyrirgreiðsla þeirra við lánsútvegun. Hingað til hefur verið við u^ð miðað, að ekki verði auk- ið við bað mannafl. sem bund- ið er við framkvæmdir á Kefla- víkurflugvelli til bess að gera t. d. útgerðinni á Reykjanesi ekki erfitt um vik, en vafa- lítið væri hægt að auka vinnu- aflið, ef þörf er talin á því, en ég vona að til bess komi ekki. F.V.: — Hvaða nýrri löftgiöf hvgftst ríkisstiórn yðar beita sér fvrir á nýja árinu? Mun hún að einhveriu leyti snerta haesmuni verzlunarinnar sér- staklega, t. d. lög um nýskip- an verðlagsmála? Forsætisráðherra: — Ýmis nv löggjöf er í undirbúningi. Áform ráðuneyta og ríkis- stjórnarinnar að þessu leyti komu fram í haust, þegar ég kynnti stefnu ríkisstjórnarinn- ar á Alþingi. Ástæðulaust er að tíunda þau hér, enda kem- ur árangurinn fram á Alþingi. í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar segir orðrétt um verðlagsmál: ..Undirbúin sé ný löggjöf um verðmyndun, viðskiptahætti og verðgæslu. Stefnt sé í átt til almenns eftirlits neytenda með viðskiptaháttum til að tryggja heilbrigða samkeppni og eðli- lega verðmyndun verzlunar- og iðnfyrirtækja til bættrar þjón- ustu fyrir neytendur. Haft sé samráð við hagsmunasamtök þau, sem hlut eiga að máli.“ Um þennan þátt stefnuyfir- lýsingarinnar sagði ég í stefnu- ræðu minni í haust: .,Síðastliðin þrjátíu og fimm ár hefur verið hér á landi verðlagseftirlit. sem falið hef- ur í sér bein afskipti af verð- lagningu í verzlun, iðnaði og þjónustu. Slíkt eftirlit tíðkað- ist í flestum löndum á styrj- aldarárunum, en var alls stað- ar afnumið á árunum eftir styrjöldina nema hér á landi, þar sem því hefur verið hald- ið áfram í lítt breyttri mynd fram á þennan dag. Þetta verð- lagseftirlit hefur alls ekki megnað að halda verðbólgunni í skefjum, sem þó átti að heita höfuðmarkmið þess. Kerfið hefur því ekki þjónað þeim tilgangi, sem til var ætl- ast. Það er því jafnmikið hags- munamál launþega, neytenda, iðnaðar og verzlunar að frá bessu kerfi sé horfið. í stað þess verður að koma ný lög- gjöf um verðmyndun, við- skiptahætti og verðgæslu í lík- ingu við þá, sem tíðkast í öll- um löndum, og stefnir til al- menns eftirlits neytenda með viðskiptaháttum, örvunar heil- brigðrar samkeppni og eðli- lesrar vei’ðmyndunar. Slík lög- giöf verður nú undirbúin í samráði við samtök launþega og neytenda annars vegar, og samtök verzlunar og iðnaðar hins vegar.“ Sú nvskipan, sem stefnt er að í verðlagsmálum, er auð- vit.að bundin því skilyrði. að við náum tökum á verðbólg- unni og getum skapað það jafnvægi í efnahagsmálum, sem er forsenda heilbrieðs efnahagslífs og bættra lífs- kjara almennings. FV 1 1975 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.