Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 91
Vökvakerfi í vinnuvélum auka
afköst og létta stfórn þeirra
Frjáls verzlun leitar til umboðsfyrirtækja
og kannar nýjungar á vinnuvélamarka5i
Orka hf.
Orka hf. hefur umboð fyrir
brezka fyrirtækið Aveling
Bradford sem er eitthvert elsta
fyrirtaeki sinnar tegundar í
heiminum. AB framleiðir
ýmsar tegundir vinnuvéla, svo
sem hjólaskóflur, veghefla
grjótbíla og valtara, en valt-
ara byrjaði fyrirtækið, fyrst
allra, að framleiða 1867. Er
valtarinn í Árbæjarsafni m. a.
frá AB, sagði Bragi Jónsson,
framkvæmdastjóri, í við-
Bradford-veghefill.
tali við FV. Orka hefur eink-
um lagt áherzlu á innflutning
Bradford veghefla, eða snjó-
ruðningshefla, en þeir eru
með drifi á öllum hjólum og
geta líka beygt á afturhjólunr
um. Orka hefur flutt milli 15
og 20 þannig hefla inn, eink-
um fyrir Vegagerð ríkisina
Er hægt að fá þá með V
plógi, en fyrir aftan er snjó-
vængur, sem ýtir ruðningun-
um betur frá. Svona heflar
kosta um tíu milljónir án
ruðningstækjanna, og sagði
Bragi að all margir væru nú
í pöntun og kæmu væntan-
lega á þessu ári. Einnig hefur
Orka flutt inn svonefndan
Dump truck eða grjótbíl, sem
tekur 35 tonna hlass, en það
er mesta hleðsla sem nokkur
bíll á íslandi tekur.
Þá hefur Orka hf. umboði
fyrir dótturfyrirtæki AB, sem
nefnist Goodvin Plant, en það
er með stærstu fyrirtækjum
Evrópu á sviði grjótmulnings-
samstæða, malbikunarstöðva
og þess háttar.
Veltir og
Gunnar As-
geirsson hf.
Hjól undan gamalli Loftleiða-
flugvél voru notuð undir fyrstu
Bröyt gröfuna, sem smíðuð var
í Noregi á sínum tíma, en þrátt
fyrir að hlutirnir í þessa til-
raunasmíð hafi komið víða að,
tókst tveim norskum bræðrum
að raða þeim saman á þann hátt
að á örfáum árum hafa Bröyt
gröfurnar náð ótrúlegum vin-
sældum og þá ekki síst hér.
Gunnar Ásgeirsson h.f., hefur
flutt um hundrað Bröyt gröfur
hingað inn á sl. árum. Að sögn
Jóns Þ. Jónssonar, sölumanns
hjá Gunnari Ásgeirssyni h.f., er
það einkum tvennt, sem á sinn
þátt í vinsældum þessara véla
hér. Þær eru jafn hentugar til
ámoksturs og graftrar og mjög
liprar, auk þess hversu auðveld-
ar þær eru í flutningi. Allir
venjulegir vörubílar geta flutt
Bröyt, enda taka tvö hjól gröf-
unnar þátt í flutningum. Bröyt
eru nú framleiddar í þrem
stærðum en fjórum gerðum.
Minnst er X-2-B, og kostar hún
um 6,2 milljónir, þá X-20, sem
kostar 7,5 milljónir króna. Þess-
ar tvær eru í sama stærðar-
flokki. Stærri gerð, X-30 var
Bröyt X-20.
fyrst flutt inn fyrir tæpum
tveim árum, en hún hefur þegar
náð vinsældum og eru nú átta
vélar seldar. Stærst er X-4 og
hefur ein þannig verið flutt inn.
Veltir h.f., sera er systurfyrir-
tæki Gunnars Ásgeirssonar h.f.,
flytur inn þungavinnuvélar frá
Volvo, en þar er Jón Þ. einnig
sö'lumaður. Hingað til hefur
verið lögð áhersla á innflutning
einnar tegundar véla^ Bolinder
FV 1 1975
91