Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 19
framkvæmdastjóri verksmiðj- unnar í Kjeller, rétt utan við Oslo. í Kjeller-verksmiðjunni starfa nú meir en 700 manns, en innan tíðar verður henni skipt í tvær verksmiðjur sam- kvæmt reglum fyrirtækisins. B YGGING AREGLURN AR ERU STRANGAR. Vebjörn hefur samið mjög strangar byggingareglur fyr- ir nýjar verksmiðjur. Til dæmis mega þær aldrei skera sig úr umhverfinu þar sem þær eru reistar, sem m. a. þýðir, að engin þeirra má vera meira en ein eða tvær hæðir. Þar að auki verða þær að vera staðsettar nálægt útivistarsvæðum og í fallegu umhverfi. Aðaistöðv- arnar í Kjelsás eru rétt við skíðasvæði og fallegt skóg- lendi. „Margir starfsmannanna vinna í kjallara hússins,“ seg- ir Vebjörn, ,,en þeir eru samt sem áður ánægðir með útsýn- ið“. Gluggar snúa flestir norð- ur, ef þess er nokkur kost- ur, til þess að vernda starfs- fólkið fyrir sterkri sól norska sumarsins. Aðeins einn inngangur er heimilað- ur fyrir allt starfsfólkið og hann er hafður eins glæsi- legur og kostur er á, „til þess að starfsfólkið geti verið hreykið af fyrirtækinu sínu“. „Við eyðum miklu fjármagni í aukahlutina“, segir stofnand- inn. MÖTUNEYTIN ERU HLJÓM- LEIKASALIR. í hverju mötuneyti er svið fyrir leiklist og hljómlist og þangað er íbúum viðkomandi staðar oft boðið upp á „menn- ingarneyslu“, ásamt starfsfólk- inu. Skemmtinefnd hverrar verksmiðju fær ákveðna pen- ingaupphæð árlega til þess að greiða fyrir skemmtiferðir, skemmtanir og íþróttir fyrir starfsfólkið. Sambúð verk- smiðjanna og bæjarfélaganna, þar sem þær eru staðsettar, er ætíð góð. Vebjörn hefur reynt að koma í veg fyrir að verksmiðjurnar séu stærstu vinnuveitendurnir á hverjum stað, til þess að forðast ágrein- ing milli fyrirtækisins og íbúa staðarins. STARFSMENN GANGA FYRIR í STÖÐVEITINGUM. Starfsmenn Tandberg A/S ganga fyrir þegar yfirmenn á FV 1 1975 öllum sviðum rekstursins eru valdir, en það kemur yfirleitt aldrei fyrir að utanaðkomandi fólk sé ráðið í mikilvæg störf. Þessi regla hefur skapað vandamál undanfarin ár, vegna þess hve ört fyrirtækið hefur stækkað, þ. e. a. s. að ekki er nægilegur tími til þess að þjálfa nægilegan starfs- kraft í öll mikilvægustu störf- in. Á undanförnum þremur ár- um hefur starfsemin aukist um 30-40% á ári. Starfsmenn á „neðri þrepun- um“ ráða að mestu sjálfir hverjir eru skipaðir í yfir- mannastörf. Hver deild velur sér sjálf sinn yfirmann, en fær oft ráðleggingar og að- stoð í því sambandi frá öðr- um deildum. Yfirmenn ræða reglulega við hvern einstakan starfsmann og þá kemur í ljós hvaða einstaklingar þykja efni- leg „yfirmannsefni“. í hverri deild eru 20-30 starfsmenn spurðir t. d. hvað þeim finn- ist um einn eða annan sam- starfsmann sem hugsanlegt yf- irmannsefni. Þetta skipulag reynist allvel að dómi ráða- manna Tandberg A/S. Allir starfsmenn verða að byrja á „botninum" og reynslan sýnir, að það hefur engin á’hrif haft á. starfsumsóknir f aglærðs fólks. „Verkfræðingar byrja í verksmiðjunum, enda vita þeir að með tímanum geta þeir unnið sig upp í starfinu“, seg- ir starfsmannastjórinn. YFIRMENN SKOÐA STARF- SEMINA Á HVERJUM DEGI. Á hverjum degi verða yfir- menn verksmiðjanna að fara um alla verksmiðjuna og ganga úr skugga um að allt gangi sinn rétta gang. Starfs- mennirnir eru hvattir til þess að ræða við þá um eigin vandamál og koma á framfæri kvörtunum sínum. Simon Zijp, sem er af hollensku bergi brotinn og nýr starfs- maður hjá Tandberg segir: „Það er skrítið að geta stöðvað yfirmennina og þeir hlusta á mann“. Vebjörn Tandberg heim- sækir reglulega allar verk- smiðjurnar, sem eru í grennd við Osló. Á veturna fer hanr> í bíl, en á sumrin notar hann reiðhjól. íþróttaiðkun er í há- vegum höfð í fyrirtækinu, enda segir Vebjörn: „Beztu verkstjórarnir okkar stunda fótbolta eða aðrar íþróttir11. STÖÐUG STARFSÞJÁLFUN. Tækniþróunin hefur verið svo ör, að stöðugt þarf að þjálfa starfsmennina í tækni- nýjungum. Auk námskeiða fá starfsmenn ókeypis skemmti- ferð til útlanda og er þá séð til þess, að þeir geti skoðað svip- uð fyrirtæki í viðkomandi löndum, en það hefur orðið til þess, að þeir snúa heim með nýjungar í kollinum sem oft reynast vel. Starfsmennirnir draga um ferðirnar og á sl. ári 19 Vebjörn Tandberg (í miðju) gengur á milli starfsmanna í verksiniðju sinni og hefur við þá góða samvinnu. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.