Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 45
um 31,6%. Þannig er verðið nú. Um verð á fiskflökum er það að segja, að þorskflökin standa enn í 87 centum en ýsuflökin hafa fallið um 10 cent. Með þessar staðreyndir í huga, er ljóst, að verð á loðnu hlýtur að lækka, og ekki eru góð skilyrði til þess að hækka fiskverð. þótt þörf væri á því. Menn kunna að þurfa að svara þeim einföldu en afdrifa- ríku spurningum hvort við eig- um að róa til fiskjar eða leggja árar í bát. Á það verðr ur að reyna, hvort menn kjósa. Almenningur má hins vegar aldrei gleyma því, að hér er um frumframleiðslugrein þjóð- arinnar að ræða, sem aflar 'hráefnis til helsta útflutnings- atvinnuvegs landsmanna, og því hlýtur að vera nauðsyn- legt, að kjör sjómanna séu á hverjum tima samkeppnisfær við kjör í landvinnu. F.V.: — Þér hafið marg- ítrekað iýst þeirri skoðun yð- ar, að alla áherzlu beri að leggja á tryggingu fullrar at- vinnu í landinu. í hvaða atvinnugreinum álítið þér mesta hættu á atvinnuleysi? Forsætisráðherra; — Megin stefnumið núverandi ríkis- stjórnar er að tryggja fulla at- vinnu í landinu og koma í veg fyrir atvinnuleysi. Ég tel hættulegast, ef helztu atvinnu- vegir landsmanna eru reknir með halla, þannig að ekki líði á löngu að atvinnurekstur stöðvist. Við ráðum ekki verðlagi á útflutningsafurðum okkar og verðum að horfast í augu við, að afurðir okkar verða að selj- ast. Við lifum ekki á öðru en því, sem þær gefa í aðra hönd. Ýmsir telja hættuna mesta í ýmsum iðngreinum edns og byggingariðnaði. Þó eru menn sammála um, að of mikil spenna hafi rikt á því sviði, og hafi hún átt sinn þátt í verðbólgu undanfarinna ára. Spennan í byggingariðnaðdnum má því minnka, þótt varast beri, að byggingarstarfsemi taki þær dýfur, sem oft á tíð- um hafa orðið. Ýmist er of eða van í þeim efnum. Ég held, að slakna megi töluvert á spennunni í bygg- ingariðnaðinum án þess að til atvinnuleysis komi þar, og tel jafnvel, að framkvæmdafyrir- ætlanir opinberra aðila, bæði ríkis og sveitarfélaga, séu í mesta lagi. En fjáröflunin til Forsætisráðherra.: Eigum við að róa til fiskjar eða leggja árar í bát? þeirra getur veikst ef gjald- eyrisöflun skortir, og í því felst ákveðin hætta. F.V.: — Að undanförnu hafa orðið umtalsverðar hækk- anir á verði vöru og þjón- ustu, sem valda því að menn spyrja, hvort mikils meira af því tagi sé að vænta án þess að nokkur breyting verði á kaupi. Hverju spáið þér? Forsætisráðherra: — Ég vona, að nauðsynlegustu verðr hækkanir á vörum og þjónustu séu nú komnar fram, svo fram- arlega sem ekki verða breyt- ingár á tilkostnaði innanlands af okkar eigin völdum eins og t. d. launahækkanir, eða hækk- anir á verði innfluttra vara. Auðvitað óar okkur öll við þeim verðhækkunum, sem orðið hafa, en við verðum að gera okkur grein fyrir því, að bæði atvinnuvegír og þjónustu- fyrirtæki voru rekin með halla og söfnuðu skuldum, ým- ist innanlands eða erlendis. Sú skuldasöfnun varð einn þátt- ur og orsök verðbólgunnar. Nú þarf ekki eingöngu að jafna þennan halla atvinnu- og þjónustufyrirtækja heldur enn fremur að endurgreiða á- falinar skuldir og loks að mæta þeirri aukningu á til- kostnaði, sem almennt hefur orðið í þjóðfélaginu. Við eig- um einskis annars úrkosti en láta þessar hækkanir koma fram í verðjaginu. Ef við vilj- um kaupa vöru eða njóta þjónustu, verður það ekki gert til lengdar undir kostnaðar- verði. Aðilar vinnumarkaðarins eru nú byrjaðir viðræður um kaup og kjör. Ríkisstjórnin er bundin lögfestu fyrirheiti um að taka launajöfnunarbæturn- ar frá því í haust til endur- skoðunar. Bætur þessar voru ákveðnar, þegar framlengt var það tímabil, sem kaupgjalds- vísitalan er tekin úr sambandi, eins og það er orðað. Við þá endurskoðun kunna að verða einhverjar breytingar á kaupi. Öllum breytingum eru þó þröng takmörk sett vegna af- komu atvinnuvegana. Nýjar kauphækkanir um- fram það, sem atvinnuvegirn- ir þola, eru ekki líklegar til þess að hafa kjarabætur í för með sér. Hugsanlegt er að bæta kjör þeirra lægst laun- uðu að vissu marki á kostnað þeirra, sem hærri tekjur hafa. En það svigrúm er lítið, eins og nú horfir. F.V.: — Með hverjum hætti skal þetta gert og hvaða tekju- flokka miðið þér við? Forsætisráðherra: — Ég tel rétt að leitast við að leysa kjaramálin nú, þegar við erum í svo þröngri stöðu, sem raun ber vitni, með því fyrst og fremst að hyggja að kjörum hinna lægst launuðu. Ég miða þá við sama mark og launa- jöfnunarbæturnar voru miðað- ar við, þ. e. a. s. lægstu launa- flokka verkamanna, eða allt upp í 50-53 þús. kr. mánaðar- laun. Þó er vafasamt, að unnt sé að halda lengra á braut launajöfnunarbóta, sem falla niður við ákveðið tekjumark. Kemur því til álita að hækka kaup með ákveðinni krónu- tölu. FV 1 1975 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.