Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 17
UTLOND
Tandberg Radiofabrik A/S.:
Margháttaðar ráðstafanir til að tryggja
vellíðan starfsfólksíns á vinnustað
Eitt athyglisverðasta fyrirtæki Noregs er Tandbcrg Radiofabrik A/S, sem framleiðir útvarps-
og sjónvarpstæki. Maðurinn sem stofnaði fyrirtæ kið, og er enn potturinn og pannan í rekstri
þess, er Vebjörn Tandberg. Fyrir nokkrum árum sagði hann í gamansömum tón: „Ég er ekki
piparsveinn, ég er giftur fyrirtækinu“. Þeir sem þekkja til segja, að þetta séu orð að sönnu,
enda. hefur Vebjörn ætíð sagt: „Það sem er best fyrir einstaklinginn er einnig best fyrir fyrir-
tækið'.“
Forráðamenn Tandberg-verk-
smiðjanna leggja mikið upp úr
þeirri reglu, að hver einstakur
starfsmaður finni að hann sé
mikilvægur hlekkur í rekstri
fyrirtækisins. Tandberg A/S
þýður öllum starfsmönnum
sínum margs konar fríðindi
eins og t. d. ókeypis skemmti-
ferðir til útlanda og góð eftir-
laun, svo dæmi séu nefnd. í
hvert sinn sem nýrri verk-
smiðju er komið á laggirnar,
gengur Tandberg sjálfur úr
skugga um að ekki gleymist að
gera ýmsar þær ráðstafanir,
sem auðvelda starfsfólkinu
starfið. Hann krefst þess að
húsakynnin séu eins vistleg og
kostur er á og að vinnuþæg-
indi séu sem mest, auk þess
lætur hann gera tómstundaað-
stöðu fyrir fólkið í hverri
verksmiðju.
3000 STARFSMENN.
Tandberg A/S hóf starfsemi
sína árið 1933 og starfsmenn
þess vpru tveir, en eru nú
3000. Árið 1973 nam veltan
10,6 milljörðum ísl. króna, en
árið 1972 var hún 7.434 millj.
ísl. króna og gefur þetta til
kynna hve ört fyrirtækið vex.
Hagnaður árið 1973 var 472
millj. króna. Norska stjórnin
óskaði eftir því 1972, að Tand-
berg A/S tæki við rekstri
Radionette-samsteypunnar, sem
þá átti í rekstrarörðugleikum.
Tandberg féllst á þetta og var
ekki lengi að snúa 82.6 millj.
króna tapi i rekstrarhagnað,
sem hefur stöðugt aukist frá
þeim tíma.
Tandberg þykir góður vinnu-
veitandi í Noregi, enda hefur
hann ætíð reynt að finna leið-
ir, sem bæði launþeginn og
vinnuveitandinn geta sætt sig
við. Árið 1937 ákvað hann, að
allir starfsmenn fyrirtækisins
ættu að skila jafnlöngum
vinnudegi, en það þýddi fleiri
vinnustundir fyrir yfirmenn,
verkfræðinga og skrifstofufólk,
en það sætti sig við það. Með
þessu móti tókst honum t. d.
að koma á fyrirkomulagi, sem
gerði mögulegt að flytja starfs-
fólk á milli deilda, þ. e. a. s.
verkafólk inn á rannsóknar-
stofur og verkfræðinga út í
verksmiðjurnar, svo dæmi séu
nefnd. Paul Johnsen, starfs-
mannastjóri segir, að þetta fyr-
irkomulag hafi komið í veg
fyrir að starfsmannaklíkur
mynduðust í hinum ýmsu
deídum Tandberg A/S.
I seinni heimsstyrjöldinni á-
kvað Vebjörn Tandberg, sem
nú er 69 ára, að gefa starfs-
fólkinu fyrirtækið. Hann hafði
áhvggiur af því að þýzku nas-
istarnir myndu handtaka sig
og þá yrði úti um fyrirtækið.
Vebjörn breytti fyrirtækinu úr
einkafyrirtæki í sjálfseignar-
stofnun og í lögum þess segir,
að fjárfesta beri allan hagnað
fyrirtækisins í rekstri þess.
Hann sá til þess, að hann gæti
sjálfur starfað við Tandberg
Á/S án þess að eiga það á
hættu að vera settur til hliðar
eða rekinn. „Ég vildi koma því
þannig fyrir, að enginn utanað-
komandi aðili gæti haft áhrif
á reksturinn“, segir Vebjörn.
„FÓLKIÐ VERÐUR AÐ
KUNNÁ VEL VIÐ VERK-
SMIÐJUNA.“
Það er skoðun Tandbergs, að
starfsmennirnir verði að kunna
vel við verksmiðjuna, vegna
þess að það auðveldi þeim að
aðlagast starfseminni. Ein leið
til að tryggja þetta er að
starfsmannaf jöldi hverrar
verksmiðju má ekki f.ara upp
fyrir 700 marins. Þetta auð-
veldar t. d. stjórnendum
hverrar verksmiðju að þekkja
starfsfólkið, a. m. k. í sjón, og
skapar auk þess „fjölskyldu-
stemmningu“. Upphaflega vildi
Vebjörn takmarka starfsmanna-
fjöldann við 250 manns í
hverri verksmiðju, en það
reyndist ekki hagkvæmt. í
anddyri hverrar verksmiðju má
sjá stóra töflu með myndum
og nafni allra starfsmannanna,
sem þar starfa. „Þetta auð-
veldar nýliðum að gera sér
grein fyrir með hverjum þeir
vinna“, segir Henry Andersen,
FV 1 1975
17