Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 43
Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra:
„Hættulegast, ef heiztu atvinnuvegir
landsmanna eru reknir með halla”
*
„Utilokað að ætlast til að almennar kauphækkanir
færi laumþegum kjarabætur"
Stóralvarlegt verðfall á íslenzkum útflutningsafurðum, erfiðleikar í rekstri atvinnufyrirtækj-
anna, uppsagnir sanminga um kaup og kjör, óðaverðbólga, sem ekki verður séð fyrir endann á
og áhrif efnahagsvandamála nágrannaþjóðanna á liag fslendinga, — allt hefur jietta vakið ugg
með þjóðinni á hinu nýbyrjaða ári. Forystumenn hennar fluttu varnaðarorð með nýársóskum
sínum á áramótum og hvöttu almenning til að gæta hófs og ráðdeildar í meðferð fjármuna
sinna, því að lífskjörin myndu ekki batna um sinn. Þetta ástand og slæmar horfur á önd-
verðu árinu voru megintilefni eftirfarandi viðtals Frjálsrar verzlunar við Geir Hallgrímsson,
forsætisráðherra.
Forsætisráðherra: Meginstefnumið ríkisstjórnarinnar að tryggja
fuila atvinnu í landinu.
F.V.: — Teljið þér einhverj-
ar horfur á, að hinir ólíku
hagsmunahópar í samfélaginu
m'uni á nýja árinu sameinast
í árangursríkri viðureign við’
efnahagsvandamálin, eða eigið
þér öllu heldur von á harðvít-
ugri kjarabaráttu og póli-
tískum átökuin um aðgerðir í
efnahagsmálum?
Forsætisráðherra: — Ég tel
of mikla bjartsýni, að búast
við því, að ólíkir hagsmuna-
hópar sameinist í árangurs-
ríkri viðureign við efnahags-
vandamálin á nýja árinu. Ég
tel hins vegar of mikla svart-
sýni, að líkur séu á harðvít-
ugri kjarabaráttu, þótt hitt
sé víst, að pólitísk átök um
aðgerðir í efnahagsmálum
muni verða á nýbyrjuðu ári.
Ég geri mér vonir um, að
forystumenn hagsmunasam-
taka og allur almenningur
skilji þær ytri aðstæður, sem
við nú búum við, og þau gjör-
breyttu viðhorf, sem um er að
ræða og felast í því, að við-
skiptakjör landsins hafa tekið
sneggri og dýpri sveiflu niðiur
á við á síðast'liðnu ári, en dæmi
munu vera um fyrr.
Ef dæmið er sett þannig
fram, að viðskiptavisitalan fyr-
ir árið 1972 er talin 100 þá var
hún 115 fyrir 1973, 123,3 á
fyrsta ársfjórðungi 1974 en fór
niður í 90.5 á síðasta ársfjórð-
ungi 1974. Þróunin hefur ekki
batnað síðan og þessi breyting
skapar okkur svo mikinn
vanda, að útilokað er að ætl-
ast til að almennar kauphækk-
anir færi launþegum kjarabæt-
ur.
F.V.: — Sýnist yður líklegt,
að komizt verði hjá meiri-
háttar ágreiningi um fiskverð
og kaup og kjör á bátaflot-
anum nú á öndverðu árinu?
Forsætisráðherra: — Ég skal
ekki fullyrða, hvort deilur
rísa um fiskverð. Við ákvörð-
un fiskverðs er byggt á skýrsl-
um, sem hingað til hafa ekki
verið dregnar í efa. Þótt á-
greiningur hafi oft verið um
ákvörðun fiskverðe, hafa menn
almennt viðurkennt óvéfengj-
anlegar upplýsingar um verð
á útflutningsafurðum okkar
annars vegar og tilkostnað inn-
anlands hins vegar. Við fisk-
verðsákvörðun nú er staðan
þrengri en nokkru sinni áður,
eins og sjá má af því, að á
síðasta ári var loðnumjölsverð
$9.50 á hverja protein-einingu,
en er nú ekki hærra en $ 4.25
á protein-einingu. Verð á fisk-
blokk hefur einnig fallið mjög.
Á einu ári hefur verðið á
þorskblokk fallið úr 80 cent-
um hvert pund í 58 cent eða
FV 1 1975
43