Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 90
Vinnuvélar
G. E.
SÆMUNDSSON HF.
AÐALSTRÆTI 17,
ÍSAFIRÐI.
SÍMI 94-3047.
PÓSTHÓLF 120.
• Framkvæmum
alls
konar
málningarvinnu
utan
húss
og
innan.
• Verzlum
með
málningarvörur
og
veggfóður.
(Jm 450 á leigumark-
aðnum hár
IVIeðalending þeirra um
Milli 430 og 450 vinnuvélar
af ýmsum stærðum og gerðum
eru nú í eigu þeirra 200 aðila,
sem mynda Félag vinnuvéla-
eigenda, en það félag var
stofnað 1953. Jón G. Halldórs-
son, formaður frá stofnun,
sagði í viðtali við FV, að fé-
lagatalan hefði farið mjög vax-
andi sl. tvö ár, félagar væru
nú um allt fand og væri allur
þorri vinnuvélaeigenda í félag-
inu.
Félagið er hagsmunafélag,
sem m. a. útbýr verðskrá. Fé-
lagar skiptast í verktaka, sem
leigja vélar sínar þegar þeir
þurfa ekki á þeim að halda,
aðila, sem eingöngu stunda
leigu og svo er mjög algengt
að einn maður geri út eina
vél og vinni sjálfur á henni.
ÚTREIKNIN GUR
VERÐSKRÁR.
Grundvallarreglan við út-
reikninga verðskrár, er að
taka tillit til innkaupsverðs
viðkomandi vélar, áætlaðan
endingartíma og viðhaldskostn-
að. Stofnkostnaður, vextir og
viðhald eru aðalkostnaðarliðir
við útgerðina. Meðalending
vinnuvélar er talin um 10.000
vinnustundir, eða fimm ár
undir venjulegum kringum-
stæðum. Kranar endast þó að
meðaltali í 14 til 16 þúsund
vinnustundir. Meðalstór jarð-
ýta, eða t. d. D-6, kostar skv.
útreikningum röskar 3,700
kr. á klst., miðað við að verk-
ið sé lítið, en öll verð lækka
í hlutfalli við stærð verkefnis-
ins. Krani kostar um 2,700 kr.
pr. klst., traktorsgrafa um
1800 kr. og meðalstór hjóla-
skófla rétt liðlega 3,000 kr.,
allt miðað við stutt verk og
laun vélamanns innifalin.
Flutningskostnaður leggst svo
við þessi verð, ef um teljandi
flutninga til vinnustaðarins er
að ræða.
Af stærstu aðilunum í Félagi
vinnuvélaeigenda má nefna:
Vörðufell, Miðfell, Loftorku,
Jarðvinnsluna, Jarðýtuna,
Hegra, Völ, Norðurverk, Aðal-
10.000 vinnustundir
braut, Breiðholt, Ellert Skúla-
son og Ýtutækni, flest hluta-
félög.
BYRJAÐ 1943.
Að sögn Jóns hófst notkun
vinnuvéla við byggingariðnað-
Jón G. Halldórsson
inn árið 1943, og voru þá ein-
göngu notaðar jarðýtur. Síðan
hafa orðið miklar breytingar,
nýjar vélar komið fram og
hverskyns endurbætur átt sér
stað. Jón taldi vökvaaflkerfin
þó hvað merkilegasta allra
nýjunga á þessum tíma, fyrst
notuð við jarðýtur, síðan við
gröfur og yfirleitt flestar
vinnuvélar og nú síðast í stóra
krana.
90
FV 1 1975