Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 21

Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 21
„SOKAIYA” Það er óhætt að segja, að forráðamenn stærstu fyrirtækja Japans hafa meira gaman af öllu öðru en að halda, árlega aðalfundi. Fyrir 1500 „sokaiya“ eru þessir fundir aftur á móti allgóð tekjulind, en „sokai“ þýðir aðalfund'ur og „ya‘‘ sérfræðingur. Skömmu áður en aðalfundur viðkomandi stórfyrirtækis hefst, koma fyrrgreindir „sokaiyar“ á að- alskrifstofuna og hóta að spyrja mjög viðkvæmra spurn- una, þar sem framkvæmda- stjórarnir sátu. En fólkið kom aftur á næsta aðalfund Chisso-félagsins í Osaka, og þá hafði Kenichi Shimada, stjórnarformaður „sokaiya“- menn umhverfis sig og lauk lögboðnum aðalfundarstörf- um á 7 mínútum. Hávaðinn á fundinum var slíkur, að ekki ein einasta sál heyrði rödd stjórnarformannsins. inga, eða efna til óláta á aðalfundinum, en það er nokkuð sem ráðamennirnir vilja fyrir alla muni losna við, hvað sem það kostar. Til þess að losna við ó- þægindin, sem stafa af „so- kaiya“ vandræðamönnum, er þeim borgað fyrir að snúast á sveif með stjórn fyrirtækisins á aðalfundin- um. Þegar fundurinn hefst, sjá umræddir aðilar til þess, að aðrir hluthafar fái ekki tækifæri til að spyrja spurninga eða gera athuga- semdir, sem koma stjórn og forráðamönnum félagsins illa. Þar að auki styðja þeir allar tillögur, sem koma frá stjórninni á fundum. „Sokaiyar“ lifa á því að ráðamenn japanskra fyrir- tækja hafa mikla andúð á því að ræða viðkvæm rekstrarmál fyrirtækjanna á opnum aðalfundum. Þar að auki þagga þeir niður í for- vitnum hluthöfum, sem vilja fá svör við spurning- um sínum. „Forstjórar líta ekki á minnihluta hluthafa sem á- kveðinn varnagla fyrirtæk- isins eða eftirlitsaðila. Þeir líta á hluthafa sem fólkið, er aðeins leggur fram fjár- magnið“, sagði einn jap- anskur framkvæmdamaður. Yasumitsu Nihei, prófessor við Keodiáskóla bætir við: „Hugmyndin um almenn- ingshlutafélög varð ekki til fyrr en eftir seinni heims- u styrjöldina í Japan og stóru fyrirtækin eru vön og ráða öllum sínum málum sem; einræð væru. Þau vilja að- eins að fólkið leggi fram fé sitt sem aukafjármagn til fyrirtækjanna og vilja ekki bera ábyrgð gagnvart fólk- inu“. Aðalfundur Morinaga- mjólkurfélagsins var t. d. haldinn á afar óheppilegum tíma, þ. e. a. s. skömmu eftir að málaferli risu upp vegna þess að ungabörn, sem drukku mjólk frá Mori- naga, urðu alvarlega veik. Isamu Onu, forstjóri, 'hét því að svara spurningum um þetta mál á aðalfundin- um, en nokkrir aðilar, hlynntir foreldrum barn- anna, höfðu fest kaup á hlutabréfum til þess að fá rétt til aðalfundarsetu. Þeg- ar spurningar um bætur og afleiðingar sjúkdómsins komu fram á íundinum, á- kvað stjórnin að slíta fundi, en þá hafði aðalfundurinn staðið í 13 mínútur. Þegar Chisso-félagið hélt aðalfund sinn, skömmu eft- ir að hafa tapað málaferlum vegna kvikasilfurseitrunar, mættu mörg fórnardýranna og aðstandendur þeirra á fundinum til þess að ræða um bæturnar. Forráðamenn félagsins réðu þá hóp „so- kaiya“ og auk þess nokkra vöðvastælta starfsmenn til þess að koma í veg fyrir að fólkið gæti ráðist upp á sen- Kostnaður við fundina nemur milljónum. Einn ráðamaður lögregl- unnar segir, að sum fyrii’- tæki þurfi að borga „soka- iya“-liðinu allt upp í 15 til 18 milljónir króna á ári til þess að „hafa þá góða“. Þessir aðilar gera fyrirtæk- inu raunverulega ekkert mein, en þeir eru engu að síður þreytandi afætur, að sögn japanskra framkv.a- manna. Japanskir fram- kvæmdamenn skilja ekki „tímasóunina“, sem á sér stað á aðalfundum fyrir- tækja á Vesturlöndum. Yfirvöld í Japan reyna nú að uppræta þessa „so- kaiya“-menn, sem raunveru- lega kúga fé út úr fyrir- tækjunum, en það gengur illa og fæst fyrirtækjanna vilja aðstoða lögregluna. FV 1 1975 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.