Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 95

Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 95
verða MF jarðýtur, a. m. k. fjórar stærðir, hjólaskóflur í mörgum gerðum og tvær gerð- ir beltagrafa, MF-450-B, sem eru á löngum og breiðum belt- um og því heppilegar til fram- ræslu. Þessar vélar verða all- ar fluttar hingað frá Þýzka- landi. Varahlutaþjónusta á að geta orðið mjög góð, því þýzku verksmiðjurnar áætla að af- greiðslufrestur varahluta frá þeim verði aðeins einn dagur. Óþarft er að kynna MF- dráttarvélarnar, því mjög margir bændur hérlendis hafa átt slíka vél. Árið’60 hófu Dráttarvélar innflutning MF- dráttarvéla með gröfuútbún- aði og eru flestar traktorsgröf- ur á landinu af þeirri gerð. Á sl. ári voru 32 MF traktors- gröfur af gerðinni 50-B fluttar hingað inn frá brezku MF verksmiðjunum, en þær kosta röskar þrjár milljónir hver. Einnig átta amerískar af stærri gerð, MF-70, sem kosta um 4,3 milljónir, en fyrir áramótin var þegar búið að panta 20 stykki af 50-B gerð- inni, til afgreiðslu á þessu ári. Bjarni sagði að þessar gröf- ur stæðu aldrei við hjá fyrir- tækinu. Véladeild 8.1.8. Stærsta vélaframleiðslufyrir- tæki í iheimi á sviði bila-, bú- og vinnuvéla, er International Harvester, bandarískt fjöl- þjóðafyrirtæki, en Véladeild SÍS hefur umboð fyrir fyrir- tækið hér. Sem að líkum læt- ur, framleiðiir fyrirtækið marg- ar stærðir í hverjum véla- flokki, en af t. d. jarðýtum hafa verið fluttar fimm gerðir hingað. Það eru TD 8-B, flutt- ar frá Bretlandi og kosta 3,6 milljónir, síðan frá Bandaríkj- unum TD 9-B á 5,6 milljónir, TD 15-C á 11 milljónir, TD International 3820. 20-C á 15 milljónir og TD 25-C á 22 milljónir. Þessar upplýsingar og eftirfarandi komu fram í viðtali við Gunn- ar Gunnarsson, deildarstjóra í Véladeild SÍS. Af hjólaskófl- um, eða Payloaders, sem reyndar er vörumerki IH fyr- ir þessa gerð vinnuvéla en er almennt notað um sambæri- legar vélar annarra framleið- enda, hafa sjö mismunandi stærðir verið fluttar inn, þrjár gerðir á s.l. ári. Þær eru: H 30“B á 3,4 milljónir, H 60-B á 6,5 milljónir og H 65-C á átta milljónir. Fyrir utan dráttar- vélar til landbúnaðarstarfa, framleiðir IH iðnaðardráttar- vélar, eða traktorsgröfur. Sú mest keypta hér ber númerið 3500, er brezk og kostar 3,1 milljón. Hún er alvökvadrifin, eða vökvaútbúnaður kemur í stað gírkassa og drifs, er gerir ir vélina fjölhæfari. Stærri vélar í þessum flokki eru t. d. nr. 3600 frá USA, sem kostar fjórar milljónir. Einnig 3820, sem er stærri en 3600 og með drif á 4 hjólum og kostar 5,5 milljónir. Þá hefur véladeildin umboð fyrir brezku Priestman vél- gröfurnar en þrjár stærðir þeirra eru algengastar: Mus- tang -120, M-160 og M-220, sem kosta sjö, níu og tólf milljón- ir. Endurbætt útgáfa af M-120 er að koma á markaðinn í ár. Loks má svo geta að Véla- deildin hefur umboð fyrir vörulyftara frá brezka fyrir- tækinu Lansing Bagnall og franska fyrirtækinu Saxby. Glóbus hf. og ístékk hf. Glóbus h.f. hefur flutt á annað hundrað graf- og mokstursvéla til landsins síðan árið 1962 og hefur innflutningurinn stórauk- ist síðustu tvö árin að því er Ragnar Bernburg, aðstoðar- forstjóri hjá Glóbus hf. tjáði FV. Þótt útlit JCB graf- anna sé líkt traktorsgröfum, er ekki alveg rétt að líkja þeim saman. Traktorsgröfurnar eru oft venjulegar dráttarvélar, sem gröfu-og moksturstækjum er bætt á. Hinsvegar er JCB vélin sérstaklega hönnuð miðað við þessi tæki, en ekki sem venju- leg dráttarvél. Algengasta gerð- in hér er JCB-3C, sem kostar um 3,2 milljónir króna. Bresku JCB verksmiðjurnar framleiða einnig beltagröfur, en margar þannig hafa verið fluttar hér inn. Einnig ýmsar gerðir af mokstursvélum en ekki hefur enn verið unnt að útvega þær hér, vegna þess að verksmið- JCP 3-C jurnar hafa ekki annað eftir- spurn, en úr því mun rætast í ár. Glóbus h.f. útvegar einnig notaðar vinnuvélar af öllum gerðum og tegundum. ístékk nefnist systurfyrirtæki Glóbus h.f., og er Ragnar Bernburg forstjóri þar. Það fyrirtæki flytur inn tékknesku dráttar- vélarnar Zetor, sem nú eru orðnar hvað mest seldu dráttar- vélarnar hérlendis. Árið 1969 voru 17 vélar seldar, en síðustu ár hafa þær farið yfir 200 á ári. Þessar vélar eru auk almennra starfa við landbúnað, t.d. notað- ar fyrir loftpressur. Zetor drátt- arvélar eru frá 77 hestöflum upp í 120 hestöfl. Þrátt fyrir mjög fullkominn tæknibúnað er Zetor. Zetor mun ódýrari en aðrar sambærilegar dráttarvélar. Fyrirtækið leggur áherslu á góða varahluta-og viðhaldsþjón- ustu, sem Ragnar telur eina helstu ástæðuna fyrir hinum miklu vinsældum vélanna, auk gæða og afkastagetu. FV 1 1975 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.