Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 65
Burrouglis- vélar
Rafreiknir skipuleggur
mjólkurdreifinguna
ViS fyrirtækið H. Benediktsson
& Co. í Reykjavík er starfandi
skýrsluvéladeild, eða Burroughs
deild, eftir samnefndu f jölþjóða-
fyrirtæki, en H.B. & Co. hefur
verið umboðsaðili þess hér síð-
an laust fyrir síðari heimsstyr-
jöldina. I deild þessari eru allar
venjulegar skrifstofuvélar á
boðstólnum, eða allt frá minnstu
samlagningarvéium upp í
stærstu rafreikna. Við deildina,
sem s-egja má að hafi orðið til
árið 1967, eða þegar þar var
komið upp viðgerðarljjónustu,
starfa fimm menn. Stephen
Rasterick hefur yfirumsjón með
sölunni og Áki Jónson hefur
yfirumsjón með viðhaldinu.
Áki sagði í viðtali við FV, að
Burroughs hefði alveg skipt yfir
í elektróniskar vélar árið 1970
og væri mikið af þeim notað
hér, t.d. af hinum svonefndu
„mini“-tölvum. Þær eru notað-
ar við bókhald og reikningsút-
skriftir og nota mörg stórfyrir-
tæki þær vélar svo sem S.I.S,
Landsbankinn, Brunabóta-
félagið o.fl. Ein þannig vél
er t.d. notuð til að reikna sam-
eiginlega út öll laun við frysti-
húsin í Vestmannaeyjum. Sér-
menntaðir menn frá H.B & Co.
kenna viðskiptavinum á vélarn-
ar og aðstoða við forritun (pro-
gramming) en þessir menn fara
út á nokkurra mánaða námskeið
í hvert sinn sem ný vél kemur á
markaðinn. Á síðasta ári seldi
deildin Mjólkursamsölunni
stóran rafreikni,, sem kominn
er í gagnið, en hann er fyrsti og
eini rafreiknirinn hér á landi,
sem ekki er frá IBM.
AFKASTAMIKILL
RAFREIKNIR
Vilhelm Anderson vinnur við
hann þar, og sagði hann, er FV
spurði hann um ágæti rafreik-
isins, að með hliðsjón af afkasta-
getu og verði, væri hann frá-
bær, en verðið er eitthvað um
14 milljónir króna nú. Á 35
mínútum skipuleggur reiknir-
inn hleðslur á alla mjólkurbíl-
ana, magn og vöruskiptingu í
hverja mjólkurbúð og skrifar
út alla reikninga og hleðslu-
sýrslur. Þetta gerir hann dag-
lega auk þess að vera notaður
við bókhald. Vegna hinnar
miklu afkastagetu þarf hann
ekki nema hluta úr degi til að
sinna verkefnum fyrir Mjólkur-
samsöluna. Eru því tekin auka-
verkefni fyrir önnur fyrirtæki
og stofnanir. Hann vinnur t.d.
uppgjör fyrir 1500 bændur,
vegna mjólkurkaupa, og mörg
verkefni fyrir Búnaðarfélag
íslands. Þrátt fyrir hin mörgu
og margvíslegu verkefni, sagði
Vilhelm, að heilinn og mögu-
leikar hans, væru ekki gjör-
nýttir.
f 40 LÖNDUM
Burroughs er upphaflega
bandaríkst fyrirtæki, en það er
í stöðugum vexti og rekur nú
verksmiðjur í 40 löndum.
Burroughs vörurnar, sem seldar
eru hér, koma aðallega frá verk-
smiðjum í Skotlandi, Belgíu,
Bandaríkjunum, og lítilsháttar
frá Frakklandi.
Vilhelm Andersson við rafreikninn, sem vinnur fyrir Mjólkur-
samsöluna.
BLÓMASTOFA FRIÐFINNS
Suðurlandsbraut 10. Sími 31099
SKREYPNGAR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI. — GJAFAVÖRUR I ORVALI.
FV 1 1975
65