Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 9
Reykjavíkurf lugvöllur:
Hugmyndir um nýja flugstöð
og athafnasvæði flugvéla
Spá5 umferd milljón farþega um flugsföðina 1990
Hugmyndir um nýja flugstöðvarbyggingu á Reykjavíkurflugvelli, flugskýli og verkstæði
og athafnasvæði flugvéla, hafa verið ræddar hjá flugmálayfirvöldum í rúmt ár. Skipulags-
yfirvöld í Reykjavík hafa hins vegar ekki tekið afstöðu til málsins en í því felst ákvörðun nm
framtíð Reykjavíkurflugvallar, hvort hann skuli áfram notaður fyrir flugsamgöngur, að
minnsta kosti fram á öndverða næstu öld.
Þannig hefur teiknarinn útfært hugmyndir flugmálayfirvalda um
nýja aðstöðu fyrir flugrekstur á austanverðum Reykjavíkurflug-
velli.
Skipulagsmál Reykjavíkur-
flugvallar hafa aS nýju komið
til umræðu vegna brunans í
flugskýli Flugfélags íslands og
þess vanda, sem félagið er nú
statt í varðandi viðhald flugvéla
sinna. Þá hefur lengi þótt tíma-
bært, að félagið fengi betri að-
stöðu til farþegaafgreiðslu og
flugþjónustu sinnar en fyrir
hendi hefur verið í gömlu húsa-
kynnum flugafgreiðslunar.
LENGI Á DAGSKRÁ
Fyrir rúmum 20 árum, er
bygging flugstöðvar kom fyrst
á dagskrá, hafði henni verið
ætlaður staður, þar sem nú
stendur Hótel Loftleiðir. Nefnd
skilaði tillögum um þetta mann-
virki en fjárveiting fékkst ekki.
Hins vegar var bygging nýja
flugturnsins samþykkt 1957.
Eftir stórbrunann á Reykjavík-
urflugvelli í ársbyrjun 1962
kom þetta mál aftur á dagskrá
og voru tillögurnar frá árinu
1957 endurskoðaðar á því ári en
málið náði þá heldur ekki fram
að ganga vegna skorts á framr
kvæmdafé til flugmála. Nú hef-
ur sem sagt annar og miklu
meiri stórbruni átt sér stað á
flugvellinum og hreyfing virðist
á nýjan leik vera komin á skipu-
lagsmál flugvallarsvæðisins af
þeim sökum.
Að síðustu tillögugerð að
nýrri flugstöðvarbyggingu á
Reykjavíkurflugvelli hafa unn-
ið þeir Gunnar Sigurðsson, flug-
vallarstjóri, Gísli Halldórsson,
arkitekt og Einar Helgason,
forstöðumaður innanlandsflug-
deildar Flugleiða h.f. í skýrslu,
sem þeir hafa sent frá sér, kem-
ur fram, að á tímabilinu 1965-
1972 nam fjölgun farþega, sem
um Reykjavíkurflugvöll fóru,
13% að meðaltali, en sveiflur í
farþegatölunni voru allmiklar,
þegar Loftleiðir fluttu milli-
landaflug sitt til Keflavíkur
flugvallar 1964 og Flugfélag
fslands sitt millilandaflug 1968.
Árið 1972 var heildarfarþega-
fjöldi á Reykjavíkurflugvelli
176.783 manns og hafði aldrei
áður verið jafnmikill.
UM MILLJÓN FARÞEGA
1990.
í umferðarspá Flugfélags fsl-
ands um farþegaflutninga þess
um Reykjavíkurflugvöll fram
til ársins 1990 er gert ráð fyrir
að árið 1980 verði farþegar í
innanlandsflugi 334.100, í milli-
landaflugi frá flugvellinum 27.
800 en að um flugstöðvarbygg-
ingu á Reykjavíkurflugvelli
yrðu afgreiddir 79.100 farþegar
til millilandaflugs frá Keflavík-
FV 1 1975
9