Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 23
Grcinar og uiðlBI
Efnahagsmálin
eftir dr. Guðmund iVlagnússon, prófessor.
Það er ekki auðvelt að ræða efnahagsmálin á þessari stundu. Kemur þar margt til. í fyrsta lagi
hafa forystumenn þjóðarinnar keppst við um nýliðin áramót að lýsa ástandi og horfum í efna-
hagsmálum með spaklegum orðum, jafnframt því sem þeir hafa gefið okkur heilræði í
nestið á leið inn í framtíðina.
í öðru lagi líður vart sá dag-
ur, að ekki berist frétt um
versnandi ástand í atvinnumál-
um erlendis, fjármálum eða
viðskiptum: atvinnuleysi er
sums staðar hið mesta eftir
heimsstyrjöldina síðari, olía
hækkar í verði, lægsta skrán-
ing hlutabréfa í 20 ár, verð-
bólga herjar hvarvetna, ýsu-
flök lækka í verði, birgðir
safnast upp.
Þá er tæplega búist við því,
að ég segi hér einhver ný
sannindi. Við sungum áfram
sama_ heimsumbólið um þessi
jól. Ég ætla þrátt fyrir þetta
allt að freista þess að koma
víða við í trausti þess, að góð
vísa sé aldrei of oft kveðin.
• Dmheimurinn
Áður en við reynum að
skilja þróun mála mér á landi,
er fróðlegt að skyggnast um í
kringum okkur.
Tvö meginvandamál setja
svip sinn á efnahag iðnríkja
um þessar mundir, annars veg-
ar heimsverðbólga, sem er
meiri en dæmi eru til á síð-
ustu áratugum, en hins vegar
misvægi 1 viðskiptum þjóða,
sem ekki virðist einfalt að
leiðrétta með skjótum hætti.
Við þetta bætist, að víða hafa
farið saman vaxandi verðbólga
og aukið atvinnuleysi. Að ráða
bót á öllu þessu samtímis er
mikill höfuðverkur. Að
minnsta kosti kunna hvorki
hagfræðingar né stjórnmála-
menn haldgóð ráð í þeim efn-
um. Hagfræðin hefur á síðustu
áratugum bent á ýmsar leiðir
til að draga úr almennri efna-
hagsþensiu eða til að hífa þjóð-
félagið upp úr öldudal. Eins
og við þekkjum af eigin
reynslu, verður eitthvað mark-
mið undan að láta, þegar sú
staða er komin upp, að gjald-
eyrissjóðir eru tæmdir, út-
flutningsatvinnuvegirnir eru
reknir með tapi, verðbólgan
dansar Hrunadans og atvinnu-
leysi er á næsta leyti. Á 3.
áratugnum var sú leið farin
hér á landi að taka á móti
sveiflunum með breytingum á
atvinnumagni. Með því móti
náðist markmiðið um nánast
stöðugt verðlag og sæmilegan
greiðslujöfnuð, en á kostnað
atvinnuleysis. Síðan um 1940
hefur sveiflunum aðallega ver-
ið mætt með breytingum á
verðlagi, þ. e. full (ef ekki yf-
irfull) atvinna, hefur ríkt
nema með fáum og þá oftast
staðbundum undantekningum,
sæmilegur greiðslujöfnuður
hefur náðst, en á kostnað örr-
ar verðbólgu.
VAL MILLI
MARKMIÐA.
Ég vil vara við því, að menn
dragi af þessu þá ályktun, að
grundvallarágreiningur sé t. d.
á milli markmiðanna um stöðr
ugt verðjag og atvinnu öllum
til handa. Jafnfúslega viður-
kenni ég að sjálfsögðu, að
þjóðfélag geti verið í þeirri
stöðu að velja verði á milli
markmiða og fara einihvern
meðalveg. Sömuleiðis er líklegt,
að um árekstur markmiða sé
að ræða af þessu tagi í
vestrænum þjóðfélögum, eins
og efnahagsmálin hafa verið
rekin. Það hefur sýnt sig að
einnig stórþjóðirnar hafa orðið
að velja milli markmiða í
svipaðri stöðu og við höfum oft
lent í. Þær hafa upp á síðkast-
ið þrjóskast við að veita við-
nám gegn verðbólgunni, en án
verulegs árangurs. Þetta er
sennilega einkum vegna þess,
að dregið hefur verið úr eftir-
spurnaraukningu á 'heima-
markaði, sem ekki var til stað-
ar. Innlend eftirspurn annað-
hvort stendur í stað eða fer
mi-nnkandi í iðnríkjunum stóru
Bandaríkjunum, Japan, Vestur-
Þýzkalandi og Bretlandi. Efna-
hagsstefnan hefur haft sam-
dráttaráhrif í framleiðslu og á
vinnumarkaði.
Bent hefur verið á í þessu
sambandi, að ,,betra“ væri fyr-
ir þessi lönd að viðhalda hag-
vextinum og nota framleiðslu-
aukninguna til að greiða fyrir
hina dýrari olíu fremur en
minnka greiðsluhallann með
því að draga úr framleiðslu
og þar með olíukaupum. En bá
léki verðlagið lausum hala,
þótt sennilega mætti koma í
veg fyrir jafnmiklar hækkan-
ir á því og að undanförnu með
því að hamla á móti jafnörri
aukningu alþjóðafjármagns og
1970-1972, sem sumir segja að
hafi „fjármagnað" heimsverð-
bólguna.
FV 1 1975
23