Frjáls verslun - 01.01.1975, Blaðsíða 61
Byggingafyrirtæki Júns Fr. Einarssonar:
Sér húsbyggjendum fyrir öllu
frá byrjun til loka frágangs
Hefur byggt nær öll hús í Bolungarvík sl. 20 ár
Byggingarfyrirtæki Jóns Fr. Einarssonar í Bolungarvík hefur byggt nær öll hús í Bolungarvík
sl. 20 ár og hliðarfyrirtæki þess, Vesturverk sf. byggði t. d. fyrsta áfanga Mjólkárvirkjunar. Fyr-
irtæki Jóns er alhliða byggingarfyrirtæki, og sagði hann i viðtali við FV, að vegna staðsetn-
ingar yrði fyrirtækið að vera sjálfu sér nógt 'ujm alla hluti byggingum vikomandi, þyrfti að eiga
hrærivélar, vélskóflur, krana o. s. frv. því ekki væri til annarra nálægra aðila að leita um þessi
verkfæri.
Jón Fr. Einarsson,
við verzlunarhús sitt.
Jón stofnaði þetta fyrirtæki
fyrir 20 árum og byrjaði þá
með tveim ungum mönnum.
Nú vinna 25 til 50 manns hjá
fyrirtækinu, eftir árstiðum. Á
sumrin, þegar mikið ríður á að
verk gangi fljótt fyrir sig
vegna hins stutta nýtanlega
byggingartíma, ræður Jón
smiði allt frá Reykjavík.
HURÐA - OG INNRÉTTINGA-
SMÍÐI.
Byggingarfyrirtæki utan SV-
hornsins, eru yfirleitt rekin
með öðru sniði en bygginga-
fyrirtæki þar, vegna iþess
hversu seint er hægt að byrja
á útivinnu á vorin og hversu
fljótt verður aði hætta henni á
haustin. Til þess að nýta
mannskapinn yfir vetrartím-
ann, rekur Jón því stórt tré-
smíðaverkstæði, sem smíðar
'hurðir og allar innréttingar í
hús, sem eru í byggingu. Þeg-
ar 'verkstæðið annar meira en
þörfinni heima fyrir, selur fyr-
irtækið hurðir og innréttingar
til annarra byggðarlaga og
sagðist Jón vart anna eftir-
spurn. Ekki óttaðist hann tolla-
eftirgjöf á innréttingum er-
lendis frá, ef innlend trésmíða-
fyrirtæki næðu að byggja
vélakost sinn eðlilega upp og
fengju eðlilega fyrirgreiðslu.
ALLT Á SAMA STAÐ.
Jón gerir hvoru tveggja að
byggja íbúðir til sölu og að
taka að sér að byggja hús fyr-
ir einstaklinga. Fyrirtækið get-
ur séð um allar hliðar málsins,
því það er með sand- og malar-
nám til steypugerðar, allar til-
'heyrandi vinnuvélar til að
framkvæma steypuvinnuna,
umfangsmikil byggingavöru-
verzlun sér fyrir mótatimbri,
steypustyrktarjárni og öðru
tilheyrandi, plastverksmiðja
fyrirtækisins sér fyrir einangr-
un, ekki bara í Bolungarvík
heldur á öllum Vestfjörðum,
trésmiðjan sér um allar inn-
réttingar og í byggingavöru-
verzluninni er svo allt hugs-
anlegt fáanlegt til lokafrá-
gangs hússins, flísar, teppi,
eldavélar og meira að segja
garðyrkjuáhöld fyrir lóð-
ina, þegar húsinu er lokið,
svo eitthvað sé talið.
Á landsbyggðinni er gjarn-
an talið að eindagar Húsnæð-
ismálastjórnarlána séu ekki
heppilegir vegna hins stutta
mögulega byggingartíma þar,
og tók Jón undir það og benti
á að eindaginn 15. ágúst væri
mjög óheppilegur fyrir bygg-
ingariðnaðinn úti á landi.
Hann væri heppilegri 15. nóv-
ember, enda nær útilokað að
gera hús fokhelt fyrir 15. á-
gúst, sem byrjað væri á seint
um vorið, eða þegar klaki
væri úr jörðu.
ROYAL
SKYNDIBÚÐINGARNIR
ÁVALLT FREMSTIR
ENGIN SUÐA
Tilbúinn eftir
fimm mínútur
5 bragðtegundir
fcJP 8296 -
FV 1 1975
()1