Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 13

Frjáls verslun - 01.01.1975, Síða 13
Efnahagsmál Fiskiðjan FREYJA HF. SUÐUREYRI Fiskverkun Fiskim j ölsverksmiS j a Lifrarbræðsla • OTGERÐ Kristján Guðmundsson, Sigurvon, Björgvin. Símar 94-6105 94-6106 Suðureyri Erlend langtímalán 38,6 milljarðar 1974 í nýlegri skýrslu Seðlabanka íslands er fja.llað um lántökur cr- lendis og segir þar m.a., að á sl. áratug hafi skuldir í hfutfalli við þjóðartekjur numið hámarki árin 1968 og 1969, en það megi rekja til kreppunnar, sem þá reið yfir landið, og til aðgerðanna gegn henni. í árslok 1969 námu fastar erlendar skuldir tæpum 35% af þjóðarframleiðslu, en síðan hefur hlutfallið lækkað og er áætlað að vera 24-25% árið 1974. Nýjar lántökur erlendis til langs tíma hafa numið 12.860 millj. kr. á árinu 1974, en af- borganir 3.860 millj. kr., sam- kvæmt ■ síðustu áætlunum. Nettó-aukning erlendra lána á árinu verður þá 9.000 millj. kr., en allar eru þessar tölur miðaðar við gengi krónunnar í septemberbyrjun 1974. Sam- kvæmt þessu verða fastar er- lendar skuldir til langs tíma 38.650 millj. kr. í árslok 1974. 32% til einkaaðila Erlend lán taka opinberir aðilar, lánastofnanir og einka- aðilar. Af nýjum lánum á ár- inu 1974 er áætlað, að opin- berir aðilar hafi tekið 30% einkaaðilar 32%, en lánastofn- anir 38%. I lánaflokkun er opinberum aðilum skipt í ríkissjóð og rík- isstofnanir, ríkisfyrirtæki og bæjar- og sveitarfélög. Lán- tökur hinna síðastnefndu eru einkum vegna ýmissa fram- kvæmda, svo sem við hitaveit- ur og rafveitur. Lán til raf- orkuframkvæmda hafa einnig vei'ið afarstór liður í lántök- um ríkisfyrirtækja og má þar nefna erlend lán Landsvirkj- unar og Rafmagnsveitu ríkis- ins. Innkomnum erlendum lán- um ríkissjóðs og ríkisstofnana er varið til ýmissa fram- kvæmda, svo sem vegagerðar, en einnig eru þau endurlánuð, til dæmis til kaupenda skut- togara á undanförnum misser- um. Lánastofnanir, sem erlend lán taka, eru Seðlabankinn, viðskiptabankax' og fjárfesting- arlánasjóðir, en lánin eru síð- an endurlánuð ýmsum inn- lendum aðilum. Á undanförn- um árum hefur starfsemi fjái'- festingarlánasjóða verið svo umfangsmikil, að þörf þeirra fyrir aukið lánsfé umfram eig- ið fé og hefðbundna skatt- og lánsfjárstofna, hefur farið hraðvaxandi. Hefur verið horf- ið að því ráði að jafna bilið með erlendum lántökum. Loks er algengt, að einkaaðilar taki lán erlendis til dæmis vegna skioakaupa. Áætlað er, að 44% þeirra lána, sem tekin verða erlend- is á árinu 1974, renni til skipa- kaupa, og eru þar talin fiski- skip og önnur skip. Tæpum 30% lánanna verður varið til orkuframkvæmda, um 7 % renna til fjárfestingarlána- sjóða, en 19% lánanna vei'ður vai'ið til annarra nota. Endurgreiðsla erlendra lána fer fram á mjög mislöngum tíma, allt frá einu ári til 20 ára tímabils, en lán opinberra aðila eru yfirleitt til lengri tíma en til annarra aðila, eink- um einkaaðila. Meðalvextir af erlendum lánum hafa hækkað nokkuð jafnt og þétt á undan- förnum árum. Árið 1964 voru meðalvextir 4,6%, en 7% árið 1973. FV 1 1975 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.